Kristófer: Sýndum svægi í seinni hálfleik Árni Jóhansson skrifar 16. febrúar 2023 22:21 Kristófer Acox að setja tvö af 24 stigum sínum í kvöld. Hann átti stórleik. Vísir / Hulda Margrét Kristófer Acox, fyrirliði Vals, leiddi sína menn til sigurs á gömlu félögum sínum með stórleik þegar Valur vann KR 90-71 í 17. umferð Subway deildarinnar í körfuknattleik karla. Kappinn skilaði af sér 24 stigum og átta fráköstum og samtals 34 framlagspunktum. Kristófer var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt við að spila við sína gömlu félaga í ljósi þess að hann átti stórleik gegn þeim. „Já maður kemur hingað vitandi af Helga [Magnússyni] og Kobba [Jakob Sigurðssyni] en svo mætir maður á gólfið og sér ekki mörg kunnuleg andlit. Þetta er náttúrlega glænýtt lið. En þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf maður bara að fara inn á og vinna leikinn. Ég er mjög ánægður með það að við höfum sýnt dálítið svægi hérna í seinni hálfleik og klárað sterkt. Ég er mjög ánægður með það.“ Kristófer var svo spurður hvort hann ætti útskýringu á byrjun Valsmanna í kvöld en þeir mættu varla til leiks og fundu sig undir 0-11 þegar minna en þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. „Við byrjum svolítið afslappaðir en það er eitthvað sem við höfum gert í allan vetur. Við komum út flatir en erum að reyna að peppa hvorn annan og koma okkur í betri gír. Við erum að klikka varnarlega í byrjun og við gefum þeim galopin skot sem þeir nýta. Þegar maður lítur upp og sér 11-0 á töflunni þá er það alls ekki góð byrjun en ég er ánægður með að við fórum ekki í neitt panikk. Það var bara tekið eitt leikhlé og við önduðum rólegir og svo byrjuðum við leikinn.“ Var betri bragur á liði Vals en í undanförnum leikjum að mati Kristófers? „Já það er búin að vera skrýtin ára yfir liðinu eftir bikarsigurinn. Við höfum verið að glíma við veikindi og meiðsli og við erum svolítið búnir að vera að fela okkur á bakvið þær afsakanir í staðinn fyrir að mæta og spila og vera stórir. Við höfum verið litlir í síðustu leikjum og það er eins og það vanti sjálfstraust hjá okkur. Við töluðum um það og mæta í kvöld og spila vel á heimavelli og finna sjálfstraustið fyrir hlé. Ég var mjög ánægður með mætinguna í kvöld. Það var mikið rautt í kvöld en það er ekki alltaf frábær mæting hér en ég var ánægður með stuðninginn í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður út í nána framtíð en hann er á leiðinni í landsliðsverkefni. „Ég og Kári erum á leiðinni í landsliðsverkefni en ég treysti því að Finnur og liðið sjái um þetta á meðan við erum frá. Svo mætum við bara í standi. Við erum að stefna á að koma Íslandi til Asíu næsta sumar. Svo þurfum við náttúrlega að vera klárir í slaginn þegar loka átökin taka við.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 90-71 | Valsmenn sýndu gæði sín í seinni hálfleik og auka á eymd KR Valur vann granna sína í KR sannfærandi í kvöld í 17. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 90-71 en KR byrjaði leikinn af miklum krafti en höfðu ekki eldsneytið til að keyra af sama krafti allan tímann. Valsmenn komust á skrið sem var ekki stöðvað og komus sér í efsta sæti Subway deildar karla. 16. febrúar 2023 21:47 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Enski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Kristófer var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt við að spila við sína gömlu félaga í ljósi þess að hann átti stórleik gegn þeim. „Já maður kemur hingað vitandi af Helga [Magnússyni] og Kobba [Jakob Sigurðssyni] en svo mætir maður á gólfið og sér ekki mörg kunnuleg andlit. Þetta er náttúrlega glænýtt lið. En þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf maður bara að fara inn á og vinna leikinn. Ég er mjög ánægður með það að við höfum sýnt dálítið svægi hérna í seinni hálfleik og klárað sterkt. Ég er mjög ánægður með það.“ Kristófer var svo spurður hvort hann ætti útskýringu á byrjun Valsmanna í kvöld en þeir mættu varla til leiks og fundu sig undir 0-11 þegar minna en þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. „Við byrjum svolítið afslappaðir en það er eitthvað sem við höfum gert í allan vetur. Við komum út flatir en erum að reyna að peppa hvorn annan og koma okkur í betri gír. Við erum að klikka varnarlega í byrjun og við gefum þeim galopin skot sem þeir nýta. Þegar maður lítur upp og sér 11-0 á töflunni þá er það alls ekki góð byrjun en ég er ánægður með að við fórum ekki í neitt panikk. Það var bara tekið eitt leikhlé og við önduðum rólegir og svo byrjuðum við leikinn.“ Var betri bragur á liði Vals en í undanförnum leikjum að mati Kristófers? „Já það er búin að vera skrýtin ára yfir liðinu eftir bikarsigurinn. Við höfum verið að glíma við veikindi og meiðsli og við erum svolítið búnir að vera að fela okkur á bakvið þær afsakanir í staðinn fyrir að mæta og spila og vera stórir. Við höfum verið litlir í síðustu leikjum og það er eins og það vanti sjálfstraust hjá okkur. Við töluðum um það og mæta í kvöld og spila vel á heimavelli og finna sjálfstraustið fyrir hlé. Ég var mjög ánægður með mætinguna í kvöld. Það var mikið rautt í kvöld en það er ekki alltaf frábær mæting hér en ég var ánægður með stuðninginn í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður út í nána framtíð en hann er á leiðinni í landsliðsverkefni. „Ég og Kári erum á leiðinni í landsliðsverkefni en ég treysti því að Finnur og liðið sjái um þetta á meðan við erum frá. Svo mætum við bara í standi. Við erum að stefna á að koma Íslandi til Asíu næsta sumar. Svo þurfum við náttúrlega að vera klárir í slaginn þegar loka átökin taka við.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 90-71 | Valsmenn sýndu gæði sín í seinni hálfleik og auka á eymd KR Valur vann granna sína í KR sannfærandi í kvöld í 17. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 90-71 en KR byrjaði leikinn af miklum krafti en höfðu ekki eldsneytið til að keyra af sama krafti allan tímann. Valsmenn komust á skrið sem var ekki stöðvað og komus sér í efsta sæti Subway deildar karla. 16. febrúar 2023 21:47 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Enski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR 90-71 | Valsmenn sýndu gæði sín í seinni hálfleik og auka á eymd KR Valur vann granna sína í KR sannfærandi í kvöld í 17. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 90-71 en KR byrjaði leikinn af miklum krafti en höfðu ekki eldsneytið til að keyra af sama krafti allan tímann. Valsmenn komust á skrið sem var ekki stöðvað og komus sér í efsta sæti Subway deildar karla. 16. febrúar 2023 21:47