Hverju miðla miðlunartillögur? Halldór Auður Svansson skrifar 16. febrúar 2023 11:01 Úrskurðurinn sem kveðinn var upp í Landsrétti þann 13. febrúar síðastliðinn, þar sem kröfu ríkissáttasemjara um aðgang að félagatali Eflingar var hafnað, er sögulegur og afdrifaríkur. Með óbeinum hætti náði Efling þannig fram þeirri lagatúlkun að miðlunartillaga ríkissáttasemjara til lausnar vinnudeilu verður ekki lögð fram í óþökk hlutaðeigandi stéttarfélags, þar sem ómögulegt er að framfylgja slíkri ákvörðun ef stéttarfélagið spilar ekki með ríkissáttasemjara í því að láta kjósa um tillöguna. Þessi túlkun er reyndar í anda þeirrar löngu hefðar sem um má lesa í umfjöllun á vefsíðu ASÍ: Þar sem framlagning miðlunartillögu er eins konar neyðarráðstöfun þegar allar aðrar leiðir hafa verið reyndar hefur sú hefð myndast í kjaradeilum á síðustu áratugum að ríkissáttasemjari leggur fram svokallaða innanhússtillögu. Er það tillaga sem samninganefndirnar svara annað hvort játandi eða neitandi. Sé innanhússtillaga samþykkt er kjarasamningur undirritaður með venjulegum fyrirvara, og síðan borinn upp af stéttarfélagi og félagi eða samtökum atvinnurekenda. Innanhússtillaga er þó ekki lögð fram gegn mótmælum annars hvors aðila og áður en hún er borin upp hefur ríkissáttasemjari kannað vel hug samningsaðila. Frá þessari hefð var vikið við úrlausn yfirstandandi deilu milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en um málsatvik má lesa í stjórnsýslukæru sem Efling lagði fram til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna miðlunartillögunnar. Þar kemur fram ríkisáttasemjari lagði tillöguna fram vegna þess að Efling hafði hafið atkvæðagreiðslu um verkföll, en Samtök atvinnulífsins hafi brugðist við því með því að hóta að tilboð um afturvirkar launahækkanir yrði dregið til baka ef til verkfalla kæmi. Ríkissáttasemjari taldi það þannig mikilvægt hagsmunamál fyrir félagsfólk Eflingar að fá að kjósa strax um tilboð Samtaka atvinnulífsins eins og það lá fyrir og hafði í raun alltaf legið fyrir óbreytt, með afturvirkum hækkunum. Þannig var ríkissáttasemjari að fallast á þann boðaða veruleika að ekkert yrði af afturvirkum hækkunum ef til verkfalla kæmi og að við honum yrði ekki haggað. Í raun var hann þannig að fallast á það að boðuð verkföll veiktu samningsstöðu Eflingar frekar en að efla hana. Hér voru ýmsir aðrir kostir í boði, svo sem að bíða eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslna um verkföll og jafnvel að sjá til með það hvaða raunverulegu áhrif verkföll myndu hafa á afstöðu Samtaka atvinnulífsins þegar á hólminn væri komið. Það hefði líka verið hægt að reyna að hafa áhrif á þessa afstöðu samtakanna eða þá hreinlega ákveða bara hvaða vægi hún hefði í viðræðunum. Það hefði líka verið hægt að koma til móts við kröfur Eflingar í miðlunartillögunni til að auka líkurnar á því að hún félli þar í góðan jarðveg. Með öðrum orðum þá hefði margt annað verið hægt að gera en að gleypa tilboð og afstöðu Samtaka atvinnulífsins hrá. Af hverju ríkissáttasemjari kaus að beita sér með nákvæmlega þeim hætti sem hann gerði, bæði að formi og efni, er þannig enn opin spurning þó hann hafi sagt sig frá deilunni. Hún varðar grundvallaratriði þess til hvaða hagsmuna á að horfa þegar stjórnvöld koma að úrlausn á kjaradeilum og hafi Efling þökk fyrir það að draga hana fram. Hlassi hefur verið velt sem mun varla hætta að rúlla úr þessu. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Úrskurðurinn sem kveðinn var upp í Landsrétti þann 13. febrúar síðastliðinn, þar sem kröfu ríkissáttasemjara um aðgang að félagatali Eflingar var hafnað, er sögulegur og afdrifaríkur. Með óbeinum hætti náði Efling þannig fram þeirri lagatúlkun að miðlunartillaga ríkissáttasemjara til lausnar vinnudeilu verður ekki lögð fram í óþökk hlutaðeigandi stéttarfélags, þar sem ómögulegt er að framfylgja slíkri ákvörðun ef stéttarfélagið spilar ekki með ríkissáttasemjara í því að láta kjósa um tillöguna. Þessi túlkun er reyndar í anda þeirrar löngu hefðar sem um má lesa í umfjöllun á vefsíðu ASÍ: Þar sem framlagning miðlunartillögu er eins konar neyðarráðstöfun þegar allar aðrar leiðir hafa verið reyndar hefur sú hefð myndast í kjaradeilum á síðustu áratugum að ríkissáttasemjari leggur fram svokallaða innanhússtillögu. Er það tillaga sem samninganefndirnar svara annað hvort játandi eða neitandi. Sé innanhússtillaga samþykkt er kjarasamningur undirritaður með venjulegum fyrirvara, og síðan borinn upp af stéttarfélagi og félagi eða samtökum atvinnurekenda. Innanhússtillaga er þó ekki lögð fram gegn mótmælum annars hvors aðila og áður en hún er borin upp hefur ríkissáttasemjari kannað vel hug samningsaðila. Frá þessari hefð var vikið við úrlausn yfirstandandi deilu milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en um málsatvik má lesa í stjórnsýslukæru sem Efling lagði fram til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna miðlunartillögunnar. Þar kemur fram ríkisáttasemjari lagði tillöguna fram vegna þess að Efling hafði hafið atkvæðagreiðslu um verkföll, en Samtök atvinnulífsins hafi brugðist við því með því að hóta að tilboð um afturvirkar launahækkanir yrði dregið til baka ef til verkfalla kæmi. Ríkissáttasemjari taldi það þannig mikilvægt hagsmunamál fyrir félagsfólk Eflingar að fá að kjósa strax um tilboð Samtaka atvinnulífsins eins og það lá fyrir og hafði í raun alltaf legið fyrir óbreytt, með afturvirkum hækkunum. Þannig var ríkissáttasemjari að fallast á þann boðaða veruleika að ekkert yrði af afturvirkum hækkunum ef til verkfalla kæmi og að við honum yrði ekki haggað. Í raun var hann þannig að fallast á það að boðuð verkföll veiktu samningsstöðu Eflingar frekar en að efla hana. Hér voru ýmsir aðrir kostir í boði, svo sem að bíða eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslna um verkföll og jafnvel að sjá til með það hvaða raunverulegu áhrif verkföll myndu hafa á afstöðu Samtaka atvinnulífsins þegar á hólminn væri komið. Það hefði líka verið hægt að reyna að hafa áhrif á þessa afstöðu samtakanna eða þá hreinlega ákveða bara hvaða vægi hún hefði í viðræðunum. Það hefði líka verið hægt að koma til móts við kröfur Eflingar í miðlunartillögunni til að auka líkurnar á því að hún félli þar í góðan jarðveg. Með öðrum orðum þá hefði margt annað verið hægt að gera en að gleypa tilboð og afstöðu Samtaka atvinnulífsins hrá. Af hverju ríkissáttasemjari kaus að beita sér með nákvæmlega þeim hætti sem hann gerði, bæði að formi og efni, er þannig enn opin spurning þó hann hafi sagt sig frá deilunni. Hún varðar grundvallaratriði þess til hvaða hagsmuna á að horfa þegar stjórnvöld koma að úrlausn á kjaradeilum og hafi Efling þökk fyrir það að draga hana fram. Hlassi hefur verið velt sem mun varla hætta að rúlla úr þessu. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun