Hvað eru fræolíur? Aron Skúlason og Hildur Leonardsdóttir skrifa 16. febrúar 2023 07:01 Eins og nafnið gefur til kynna þá eru fræolíur unnar úr fræjum ýmissa plantna. Repjuolía, sólblómaolía, sojaolía og bómullarfræsolía eru dæmi um fræolíur en kókos-, ólífu- og avocadoolía eru svokallaðar ávaxtaolíur (e. fruit oils). Ávaxtaolíur eru allt annað en fræolíur og hafa þær verið partur af mataræði okkar í árþúsundir. Eingöngu verður fjallað um fræolíur í þessari grein. Aðeins um sögu fræolía Fræolíur komu í raun fyrst fram á sjónarsviðið um aldamótin 1900. Á þeim tíma var bómullarrækt í Bandaríkjunum í miklum blóma en sá iðnaður skilaði af sér ónothæfri aukaafurð, bómullarfræjum. Efnafræðingar áttuðu sig á því að með ákveðinni aðferð mátti vinna fræin þannig að úr yrði vökvi sem hægt væri að herða með vetnun (e. hydrogenation). Olíuna úr fræjunum var því m.a. hægt að nota í sápugerð, en það gerði einmitt sápuframleiðandinn “Procter and Gamble”. Þessi herta fita var ískyggilega lík svínafitu sem, ásamt nautafitu, hafði fram að þeim tíma verið sú fita sem notuð var í alla matargerð. Procter and Gamble sáu sér því leik á borði og ákváðu að selja þessa fitu sem mat sem þeir skírðu Crisco. Almenningur hóf að nota Crisco, og í framhaldinu fræolíur á vökvaformi, í stað hefðbundinnar dýrafitu enda mun ódýrari vara og auglýst sem falleg og hrein. Á fyrri hluta síðustu aldar jókst tíðni hjartasjúkdóma gífurlega og um miðbik hennar voru þeir orðnir algengasta dánarorsökin í Bandaríkjunum. Miklu var til tjaldað til þess að reyna að komast að rót vandans en með klækjum og miklu fjármagni frá bandarísku hjartasamtökunum (sem á þessum tíma voru nær alfarið styrkt af Procter and Gamble) tókst faraldsfræðingnum Ancel Keys að sannfæra almenning um að neysla á mettuðum fitusýrum og kólesteróli spili stærsta hlutverkið í atburðarrásinni sem leiðir til kransæðasjúkdóma. Keys og vísindamenn hans tíma sáu fljótt að neysla á fræolíum lækkar kólesteról í blóði einstaklinga og því var almenningi ráðlagt að skipta dýrafitum nær alfarið út fyrir fræolíur. Hljómar rökrétt, ekki satt? Eins og allir góðir vísindamenn vita þá er nauðsynlegt að prófa kenningar sínar til að sannreyna þær. Keys setti því saman risastóra rannsókn, Minnesota Coronary Experiment, á þúsundum manna (þessi rannsókn er enn í dag sú lang stærsta í þessum efnum). Þar fengu einstaklingar annars vegar fæði sem var hátt í fræolíum og hins vegar fæði sem var hátt í mettuðum fitum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru afgerandi. Einstaklingar sem neyttu fræolía höfðu talsvert lægra kólesteról en hinir. Aftur á móti voru dauðsföll þeirra umtalsvert hærri en þeirra sem neyttu náttúrulegrar fitu. Rannsakendur voru svekktir með niðurstöður sínar og birtu þær ekki, nema að litlum hluta, 15 árum síðar. Keys neitaði að skrifa undir rannsóknina. Nú nýlega fundust öll rannsóknargögnin fyrir tilviljun og voru loks gefin út í heild sinni árið 2016. Fleiri íhlutunarrannsóknir (RCT) frá sama tíma (Sydney Diet Heart Study og Lyon Diet Heart Study svo einhverjar séu nefndnar) sýna sömu niðurstöður og hefur greinarhöfundur ekki fundið eina rannsókn sem sýnir hið gagnstæða, þrátt fyrir umtalsverða leit. Ef fræolíur eru heilsusamlegar, hvers vegna hafa allar íhlutunarrannsóknir sem áttu að sanna einmitt það sýnt hið gagnstæða? Fræolíur í fæðunni Hefðbundnar fræolíur eru einhver mest unnu matvæli sem völ er á. Til þess að ná olíu úr fræjunum er notast við mikinn þrýsting, hita, leysiefni, lyktardrepandi efni, bleikiefni og fleira. Fræin eru að auki nær undantekningarlaust sprautuð með allskyns varnarefnum. Úr ferlinu kemur tær og lyktarlaus gulur vökvi sem yfirleitt er dælt í glærar plastflöskur. Þessi vökvi inniheldur mjög hátt hlutfall af viðkvæmum fjölómettuðum fitusýrum, þá sérstaklega omega-6 fitusýrunni línólsýru, sem oxast auðveldlega (e. lipid peroxidation). Hiti, ljós og snerting við súrefni flýta oxunarferlinu og því er hefðbundið vinnsluferli, geymsla í plastflöskum og notkun til steikinga óskynsamleg. Við oxun línólsýru myndast fjölmörg eiturefni á borð við 4HNE, 9-HODE og 13-HODE. Þessi eiturefni eru eitt aðaleinkenni fjölmargra lífsstílssjúkdóma, allt frá Alzheimer og fitulifur til offitu og sykursýkis. 4HNE getur m.a. orsakað ótímabæran frumudauða, stökkbreytt p53 geninu (einni af okkar bestu vörnum gegn krabbameinum) og orsakað það að fitufrumur stækki (e. hypertrophy) í stað þess að skipta sér (e. hyperplasia). Þessi eiturefni myndast eingöngu vegna niðurbrots omega-6 fitusýra og má því rekja magn þeirra í líkamanum beint til fæðunnar. Í gegnum tíðina hefur línólsýra verið 1-2% af heildarorkuinntöku okkar og fæst það hlutfall úr náttúrulegri fæðu. Í því magni ræður andoxunarkerfi líkamans vel við oxunarálagið sem fylgir neyslunni. Í dag er hlutfallið þó nær 10-15% af heildarorkuinntöku almennings enda eru fræolíur í nær öllum unnum mat. Þetta skapar óumflýjanleg vandamál þegar til lengri tíma er litið enda byggjast frumuhimnur, fitufrumur og himnur hvatbera upp af þeim fitusýrum sem við innbyrðum. Þessa hluti vill enginn byggja upp af viðkvæmum fitusýrum. Enn þann dag í dag eru raddir um hollustu fræolía háværar. Fyrir því eru færð þau rök að neysla fræolía lækki magn LDL í blóði. Ákveðinn hópur fólks telur að LDL prótínið sé orsakavaldur í þróun hjartasjúkdóma, jafnvel þótt hjartasjúkdómar séu enn nær óþekktir hjá þeim þjóðfélagshópum sem lifa á hreinu og óunnu mataræði. Við höfum þó vitað, allt frá uppgötvun LDL viðtakans í líkamanum, að LDL veldur ekki skaða eitt og sér. Til þess þarf oxun að hafa átt sér stað í prótíninu en hún getur eingöngu átt sér stað með tilkomu niðurbrotsafurða omega-6 fitusýra. Faraldsfræðirannsóknir í vestrænum löndum, sem næringarráðleggingar okkar eru byggðar á, eru því miður ekki þannig uppbyggðar að þessi mikilvæga breyting í LDL prótíninu sé tekin með í reikninginn. Notkun lélegra faraldsfræðirannsókna, sem aldrei geta sýnt fram á hvað er orsök og hvað er afleiðing, til uppbygginga næringarráðlegginga er, að mati greinarhöfunda, ein helsta ástæða þess að lífsstílssjúkdómar eru jafn algengir og þeir eru í dag. Við höfum í hundruð þúsundir ára treyst á náttúrulega fæðu til þess að stuðla að heilbrigðu lífi. Á síðastliðnum 100 árum hefur mataræðið breyst gífurlega og er aukning í tíðni lífstílssjúkdóma bein afleiðing þess. Við létum plata okkur í að trúa því að náttúruleg fæða, á borð við nautakjöt og smjör, sé verri en verksmiðjuframleitt sull. Til að stuðla að heilbrigðu samfélagi, og heilbrigðri plánetu, þurfum við að borða hreina og óunna fæðu úr nærumhverfinu og hætta að framleiða og neyta ruslfæðis. Greinarhöfundar eru bara skitnir verkfræðingar sem enginn ætti að taka mark á varðandi næringu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og nafnið gefur til kynna þá eru fræolíur unnar úr fræjum ýmissa plantna. Repjuolía, sólblómaolía, sojaolía og bómullarfræsolía eru dæmi um fræolíur en kókos-, ólífu- og avocadoolía eru svokallaðar ávaxtaolíur (e. fruit oils). Ávaxtaolíur eru allt annað en fræolíur og hafa þær verið partur af mataræði okkar í árþúsundir. Eingöngu verður fjallað um fræolíur í þessari grein. Aðeins um sögu fræolía Fræolíur komu í raun fyrst fram á sjónarsviðið um aldamótin 1900. Á þeim tíma var bómullarrækt í Bandaríkjunum í miklum blóma en sá iðnaður skilaði af sér ónothæfri aukaafurð, bómullarfræjum. Efnafræðingar áttuðu sig á því að með ákveðinni aðferð mátti vinna fræin þannig að úr yrði vökvi sem hægt væri að herða með vetnun (e. hydrogenation). Olíuna úr fræjunum var því m.a. hægt að nota í sápugerð, en það gerði einmitt sápuframleiðandinn “Procter and Gamble”. Þessi herta fita var ískyggilega lík svínafitu sem, ásamt nautafitu, hafði fram að þeim tíma verið sú fita sem notuð var í alla matargerð. Procter and Gamble sáu sér því leik á borði og ákváðu að selja þessa fitu sem mat sem þeir skírðu Crisco. Almenningur hóf að nota Crisco, og í framhaldinu fræolíur á vökvaformi, í stað hefðbundinnar dýrafitu enda mun ódýrari vara og auglýst sem falleg og hrein. Á fyrri hluta síðustu aldar jókst tíðni hjartasjúkdóma gífurlega og um miðbik hennar voru þeir orðnir algengasta dánarorsökin í Bandaríkjunum. Miklu var til tjaldað til þess að reyna að komast að rót vandans en með klækjum og miklu fjármagni frá bandarísku hjartasamtökunum (sem á þessum tíma voru nær alfarið styrkt af Procter and Gamble) tókst faraldsfræðingnum Ancel Keys að sannfæra almenning um að neysla á mettuðum fitusýrum og kólesteróli spili stærsta hlutverkið í atburðarrásinni sem leiðir til kransæðasjúkdóma. Keys og vísindamenn hans tíma sáu fljótt að neysla á fræolíum lækkar kólesteról í blóði einstaklinga og því var almenningi ráðlagt að skipta dýrafitum nær alfarið út fyrir fræolíur. Hljómar rökrétt, ekki satt? Eins og allir góðir vísindamenn vita þá er nauðsynlegt að prófa kenningar sínar til að sannreyna þær. Keys setti því saman risastóra rannsókn, Minnesota Coronary Experiment, á þúsundum manna (þessi rannsókn er enn í dag sú lang stærsta í þessum efnum). Þar fengu einstaklingar annars vegar fæði sem var hátt í fræolíum og hins vegar fæði sem var hátt í mettuðum fitum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru afgerandi. Einstaklingar sem neyttu fræolía höfðu talsvert lægra kólesteról en hinir. Aftur á móti voru dauðsföll þeirra umtalsvert hærri en þeirra sem neyttu náttúrulegrar fitu. Rannsakendur voru svekktir með niðurstöður sínar og birtu þær ekki, nema að litlum hluta, 15 árum síðar. Keys neitaði að skrifa undir rannsóknina. Nú nýlega fundust öll rannsóknargögnin fyrir tilviljun og voru loks gefin út í heild sinni árið 2016. Fleiri íhlutunarrannsóknir (RCT) frá sama tíma (Sydney Diet Heart Study og Lyon Diet Heart Study svo einhverjar séu nefndnar) sýna sömu niðurstöður og hefur greinarhöfundur ekki fundið eina rannsókn sem sýnir hið gagnstæða, þrátt fyrir umtalsverða leit. Ef fræolíur eru heilsusamlegar, hvers vegna hafa allar íhlutunarrannsóknir sem áttu að sanna einmitt það sýnt hið gagnstæða? Fræolíur í fæðunni Hefðbundnar fræolíur eru einhver mest unnu matvæli sem völ er á. Til þess að ná olíu úr fræjunum er notast við mikinn þrýsting, hita, leysiefni, lyktardrepandi efni, bleikiefni og fleira. Fræin eru að auki nær undantekningarlaust sprautuð með allskyns varnarefnum. Úr ferlinu kemur tær og lyktarlaus gulur vökvi sem yfirleitt er dælt í glærar plastflöskur. Þessi vökvi inniheldur mjög hátt hlutfall af viðkvæmum fjölómettuðum fitusýrum, þá sérstaklega omega-6 fitusýrunni línólsýru, sem oxast auðveldlega (e. lipid peroxidation). Hiti, ljós og snerting við súrefni flýta oxunarferlinu og því er hefðbundið vinnsluferli, geymsla í plastflöskum og notkun til steikinga óskynsamleg. Við oxun línólsýru myndast fjölmörg eiturefni á borð við 4HNE, 9-HODE og 13-HODE. Þessi eiturefni eru eitt aðaleinkenni fjölmargra lífsstílssjúkdóma, allt frá Alzheimer og fitulifur til offitu og sykursýkis. 4HNE getur m.a. orsakað ótímabæran frumudauða, stökkbreytt p53 geninu (einni af okkar bestu vörnum gegn krabbameinum) og orsakað það að fitufrumur stækki (e. hypertrophy) í stað þess að skipta sér (e. hyperplasia). Þessi eiturefni myndast eingöngu vegna niðurbrots omega-6 fitusýra og má því rekja magn þeirra í líkamanum beint til fæðunnar. Í gegnum tíðina hefur línólsýra verið 1-2% af heildarorkuinntöku okkar og fæst það hlutfall úr náttúrulegri fæðu. Í því magni ræður andoxunarkerfi líkamans vel við oxunarálagið sem fylgir neyslunni. Í dag er hlutfallið þó nær 10-15% af heildarorkuinntöku almennings enda eru fræolíur í nær öllum unnum mat. Þetta skapar óumflýjanleg vandamál þegar til lengri tíma er litið enda byggjast frumuhimnur, fitufrumur og himnur hvatbera upp af þeim fitusýrum sem við innbyrðum. Þessa hluti vill enginn byggja upp af viðkvæmum fitusýrum. Enn þann dag í dag eru raddir um hollustu fræolía háværar. Fyrir því eru færð þau rök að neysla fræolía lækki magn LDL í blóði. Ákveðinn hópur fólks telur að LDL prótínið sé orsakavaldur í þróun hjartasjúkdóma, jafnvel þótt hjartasjúkdómar séu enn nær óþekktir hjá þeim þjóðfélagshópum sem lifa á hreinu og óunnu mataræði. Við höfum þó vitað, allt frá uppgötvun LDL viðtakans í líkamanum, að LDL veldur ekki skaða eitt og sér. Til þess þarf oxun að hafa átt sér stað í prótíninu en hún getur eingöngu átt sér stað með tilkomu niðurbrotsafurða omega-6 fitusýra. Faraldsfræðirannsóknir í vestrænum löndum, sem næringarráðleggingar okkar eru byggðar á, eru því miður ekki þannig uppbyggðar að þessi mikilvæga breyting í LDL prótíninu sé tekin með í reikninginn. Notkun lélegra faraldsfræðirannsókna, sem aldrei geta sýnt fram á hvað er orsök og hvað er afleiðing, til uppbygginga næringarráðlegginga er, að mati greinarhöfunda, ein helsta ástæða þess að lífsstílssjúkdómar eru jafn algengir og þeir eru í dag. Við höfum í hundruð þúsundir ára treyst á náttúrulega fæðu til þess að stuðla að heilbrigðu lífi. Á síðastliðnum 100 árum hefur mataræðið breyst gífurlega og er aukning í tíðni lífstílssjúkdóma bein afleiðing þess. Við létum plata okkur í að trúa því að náttúruleg fæða, á borð við nautakjöt og smjör, sé verri en verksmiðjuframleitt sull. Til að stuðla að heilbrigðu samfélagi, og heilbrigðri plánetu, þurfum við að borða hreina og óunna fæðu úr nærumhverfinu og hætta að framleiða og neyta ruslfæðis. Greinarhöfundar eru bara skitnir verkfræðingar sem enginn ætti að taka mark á varðandi næringu.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar