Skúli í Subway fær tugi milljóna frá Icelandair Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2023 10:39 Húsnæði Reykjavík Konsúlat Hotel við Hafnarstræti 17-19 er í eigu Suðurhúsa, sem er í meirihlutaeigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem gjarnan hefur verið kenndur við Subway. Icelandair Hotels Icelandair Group ber að greiða Suðurhúsi ehf. tæpar 138 milljónir vegna vangoldinnar húsleigu. Suðurhús er í meirihlutaeigu Skúla í Subway en húsnæðið sem um ræðir hýsir hótelið Konsúlat Hótel við Hafnarstræti 17-19. Deiluna má rekja til þess að Beryaja Hotels, áður Flugleiðahótel, hafi tekið húsnæði við Hafnarstræti 17-19 á leigu árið 2014. Þegar Covidfaraldurinn stóð sem hæst, frá apríl 2020 fram í nóvembermánuð sama árs, greiddi hótelkeðjan aðeins 20% af umsaminni leigu. Því var borið við að óviðráðanleg ytri atvik, jafnan kennd við hugtakið force majeure, leiddu til þess að ekki bæri að greiða fulla leigu samkvæmt samningnum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu árið 2021 að hótelkeðjunni bæri að greiða Suðurhúsum vangoldnu leiguna, enda væri ekkert force majeure ákvæði að finna í samningnum. Enginn tölulegur ágreiningur hafi verið um greiðslurnar, enda hafi Icelandair aðeins greitt 20% af leigunni um hríð. Þessari niðurstöðu undi hótelkeðjan ekki og áfrýjaði til Landsréttar. Í nýbirtum dómi réttarins kröfðust Beryaja Hotels og Icelandair Group þess að vera sýknaðir af öllum kröfum Suðurhúss. Til vara að kröfur yrðu lækkaðar verulega. Mikið tap var á rekstri hótelkeðjunnar vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 og var hótelinu, Reykjavík Konsúlat, lokað vegna faraldursins. Aftur var byggt á reglunni um ófyrirsjáanleg og óviðráðanleg ytri atvik, force majeure, enda hafi efndir verið ómögulegar vegna Covid. Suðurhús var ósammála málsástæðunni og sagði fjárskort ekki þýða að menn gætu sleppt því að borga leigu. Því var Landsréttur sammála, enda meginregla kröfuréttar að fjárskortur leysi menn ekki undan slíkum skuldbindingum. Beryaja notið góðs af mótvægisaðgerðum Landsréttur taldi að kórónuveirufaraldurinn hafi falið í sér force majeure aðstæður, enda hafi verið um ófyrirsjáanlegan og óviðráðanlegan atburð að ræða. Það þýði þó ekki að greiðsla hótelkeðjunnar samkvæmt samningnum falli niður. Þá var einnig talið að ekki væru efni til þess að leggja endanlegu áhættu faraldursins á leigusala. Berjaya hefði notið góðs af ýmsum mótvægisaðgerðum stjórnvalda og Suðurhús hafi lagt út kostnað við öflun og rekstur leiguhúsnæðisins í Hafnarstræti. Komist var að þeirri niðurstöðu að Beryaja Hotels og Icelandair Group bæri sameiginlega að greiða 109 milljónir króna, en Icelandair Group bæri eitt ábyrgð á greiðslu tæpra 137 milljóna vegna vangoldinnar húsaleigu. Munurinn á fjárhæð í dómi héraðsdóms og Landsréttar skýrist af því að Landsréttur taldi rétt að greiða bæri dráttarvexti frá því í september 2021, ekki frá því í apríl eins og hérðasdómur hafði gert. Dómsmál Icelandair Reykjavík Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Deiluna má rekja til þess að Beryaja Hotels, áður Flugleiðahótel, hafi tekið húsnæði við Hafnarstræti 17-19 á leigu árið 2014. Þegar Covidfaraldurinn stóð sem hæst, frá apríl 2020 fram í nóvembermánuð sama árs, greiddi hótelkeðjan aðeins 20% af umsaminni leigu. Því var borið við að óviðráðanleg ytri atvik, jafnan kennd við hugtakið force majeure, leiddu til þess að ekki bæri að greiða fulla leigu samkvæmt samningnum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu árið 2021 að hótelkeðjunni bæri að greiða Suðurhúsum vangoldnu leiguna, enda væri ekkert force majeure ákvæði að finna í samningnum. Enginn tölulegur ágreiningur hafi verið um greiðslurnar, enda hafi Icelandair aðeins greitt 20% af leigunni um hríð. Þessari niðurstöðu undi hótelkeðjan ekki og áfrýjaði til Landsréttar. Í nýbirtum dómi réttarins kröfðust Beryaja Hotels og Icelandair Group þess að vera sýknaðir af öllum kröfum Suðurhúss. Til vara að kröfur yrðu lækkaðar verulega. Mikið tap var á rekstri hótelkeðjunnar vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 og var hótelinu, Reykjavík Konsúlat, lokað vegna faraldursins. Aftur var byggt á reglunni um ófyrirsjáanleg og óviðráðanleg ytri atvik, force majeure, enda hafi efndir verið ómögulegar vegna Covid. Suðurhús var ósammála málsástæðunni og sagði fjárskort ekki þýða að menn gætu sleppt því að borga leigu. Því var Landsréttur sammála, enda meginregla kröfuréttar að fjárskortur leysi menn ekki undan slíkum skuldbindingum. Beryaja notið góðs af mótvægisaðgerðum Landsréttur taldi að kórónuveirufaraldurinn hafi falið í sér force majeure aðstæður, enda hafi verið um ófyrirsjáanlegan og óviðráðanlegan atburð að ræða. Það þýði þó ekki að greiðsla hótelkeðjunnar samkvæmt samningnum falli niður. Þá var einnig talið að ekki væru efni til þess að leggja endanlegu áhættu faraldursins á leigusala. Berjaya hefði notið góðs af ýmsum mótvægisaðgerðum stjórnvalda og Suðurhús hafi lagt út kostnað við öflun og rekstur leiguhúsnæðisins í Hafnarstræti. Komist var að þeirri niðurstöðu að Beryaja Hotels og Icelandair Group bæri sameiginlega að greiða 109 milljónir króna, en Icelandair Group bæri eitt ábyrgð á greiðslu tæpra 137 milljóna vegna vangoldinnar húsaleigu. Munurinn á fjárhæð í dómi héraðsdóms og Landsréttar skýrist af því að Landsréttur taldi rétt að greiða bæri dráttarvexti frá því í september 2021, ekki frá því í apríl eins og hérðasdómur hafði gert.
Dómsmál Icelandair Reykjavík Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira