Betri þjónusta í fræðslu- og velferðarmálum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir skrifar 9. febrúar 2023 20:01 Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings (SVÁ) var stofnuð 2013 og var Hveragerðisbær hluti af því byggðasamlagi frá upphafi. Byggðasamlag er stjórnsýslueining þar sem sveitarfélög standa saman að rekstri í ákveðnum málaflokkum. Sagan segir að við Sunnlendingar séum heimsmeistarar í byggðasamlögum, þar sem við erum hluti af mun fleiri byggðasamlögum heldur en sveitarfélög í öðrum landshlutum. Byggðasamlögin eru jákvæður vettvangur til að sameina minni sveitarfélög og styrkja í ákveðnum málaflokkum, bæði í lögbundnum verkefnum og ólögbundnum. Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings hefur unnið gott og mikið starf síðustu 10 ár en á þessum tíma hafa sveitarfélögin stækkað töluvert, sem dæmi hefur Hveragerðisbær stækkað um 40%. Samkvæmt Hagstofunni voru 2288 íbúar í Hveragerði árið 2013 og nú í upphafi árs 2023 eru íbúar Hveragerðisbæjar orðnir um 3200. Við þessa miklu stækkun gefur að skilja að þjónustuþörfin hefur breyst til muna. Staðan metin og uppbygging hafin Haustið 2021 var gerð úttekt á starfsemi Skóla- og velferðarþjónustunni og leiddi niðurstaðan í ljós að fara þurfti í breytingar á starfseminni eða slíta byggðasamlaginu. Haustið 2022 ákvað stjórn NOS (nefndar oddvita og sveitarstjóra), sem fer með vald SVÁ, að slíta byggðasamlaginu og var ákveðið að slitin færu fram ekki síðar en 1. mars næstkomandi þar sem það hugnaðist sveitarfélögunum sem voru aðilar samlagsins. Málin hafa síðan þróast og breyst frá því í haust og ákváðu sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu og Flóanum að sameinast og halda samstarfi sínu áfram á þessum vettvangi en Ölfus og Hveragerðisbær hófust handa við uppbyggingu sjálfstæðra eininga í sinni heimabyggð. Mikilvægur mannauður Þegar nýr meirihluti tók við á þessu kjörtímabili var ákveðið að fara í stefnumótun og úttekt á bæjarfélaginu og því góð tímasetning fyrir Hveragerðisbæ til breytinga á byggðasamlaginu SVÁ. Okkur gefst nú tækifæri á að byggja upp nýtt fræðslu- og velferðarsvið, greina þarfirnar sem eru til staðar og móta eftir okkar þörfum. Menntastofnanir Hveragerðisbæjar; grunnskólinn, leikskólarnir og frístundamiðstöðin vinna gott og mikilvægt starf og erum við afar stolt af því. Við erum einstaklega heppin með mannauðinn sem þar starfar en við það að SVÁ leggst niður verða ráðnir inn starfsmenn til að sinna þeim störfum sem starfsmenn SVÁ sinntu áður. Ánægjulegt er nokkrir starfsmenn sem störfuðu innan SVÁ koma til með að starfa áfram fyrir Hveragerðisbæ, en auk þess verður ráðið í þrjár stöður á næstu dögum. Þessu til viðbótar hefur verið tekið upp samstarf við öll þau sveitarfélög sem áður skipuðu SVÁ um sameiginlegar bakvaktir í barnaverndarmálum á viðkomandi svæðum. Það er því ekki hægt að segja annað en að um mjög farsæla lausn sé að ræða. Stækkandi bæjarfélag – aukin þjónusta Samfella verður því tryggð í þjónustu, þar sem fræðslu- og velferðarsvið Hveragerðisbæjar tekur formlega til starfa frá og með 1. mars næstkomandi. Sviðinu verður stýrt af tveimur teymisstjórum og starfsstöð þess verður í Fljótsmörk, þar sem SVÁ var áður til húsa. Hveragerði er ört stækkandi bæjarfélag og sjáum við fram á að vöxturinn haldi áfram næstu árin. Við þurfum því að bregðast við með aukinni þjónustu við íbúa samhliða fjölguninni og færa þjónustuna nær íbúunum. Með tilkomu fræðslu- og velferðarsviðs Hveragerðisbæjar erum við svo sannarlega að setja aukinn þunga í þjónustu við menntastofnanir bæjarins sem og velferðarþjónustuna og gera okkar Hveragerði að enn betri búsetukosti. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis – formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings (SVÁ) var stofnuð 2013 og var Hveragerðisbær hluti af því byggðasamlagi frá upphafi. Byggðasamlag er stjórnsýslueining þar sem sveitarfélög standa saman að rekstri í ákveðnum málaflokkum. Sagan segir að við Sunnlendingar séum heimsmeistarar í byggðasamlögum, þar sem við erum hluti af mun fleiri byggðasamlögum heldur en sveitarfélög í öðrum landshlutum. Byggðasamlögin eru jákvæður vettvangur til að sameina minni sveitarfélög og styrkja í ákveðnum málaflokkum, bæði í lögbundnum verkefnum og ólögbundnum. Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings hefur unnið gott og mikið starf síðustu 10 ár en á þessum tíma hafa sveitarfélögin stækkað töluvert, sem dæmi hefur Hveragerðisbær stækkað um 40%. Samkvæmt Hagstofunni voru 2288 íbúar í Hveragerði árið 2013 og nú í upphafi árs 2023 eru íbúar Hveragerðisbæjar orðnir um 3200. Við þessa miklu stækkun gefur að skilja að þjónustuþörfin hefur breyst til muna. Staðan metin og uppbygging hafin Haustið 2021 var gerð úttekt á starfsemi Skóla- og velferðarþjónustunni og leiddi niðurstaðan í ljós að fara þurfti í breytingar á starfseminni eða slíta byggðasamlaginu. Haustið 2022 ákvað stjórn NOS (nefndar oddvita og sveitarstjóra), sem fer með vald SVÁ, að slíta byggðasamlaginu og var ákveðið að slitin færu fram ekki síðar en 1. mars næstkomandi þar sem það hugnaðist sveitarfélögunum sem voru aðilar samlagsins. Málin hafa síðan þróast og breyst frá því í haust og ákváðu sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu og Flóanum að sameinast og halda samstarfi sínu áfram á þessum vettvangi en Ölfus og Hveragerðisbær hófust handa við uppbyggingu sjálfstæðra eininga í sinni heimabyggð. Mikilvægur mannauður Þegar nýr meirihluti tók við á þessu kjörtímabili var ákveðið að fara í stefnumótun og úttekt á bæjarfélaginu og því góð tímasetning fyrir Hveragerðisbæ til breytinga á byggðasamlaginu SVÁ. Okkur gefst nú tækifæri á að byggja upp nýtt fræðslu- og velferðarsvið, greina þarfirnar sem eru til staðar og móta eftir okkar þörfum. Menntastofnanir Hveragerðisbæjar; grunnskólinn, leikskólarnir og frístundamiðstöðin vinna gott og mikilvægt starf og erum við afar stolt af því. Við erum einstaklega heppin með mannauðinn sem þar starfar en við það að SVÁ leggst niður verða ráðnir inn starfsmenn til að sinna þeim störfum sem starfsmenn SVÁ sinntu áður. Ánægjulegt er nokkrir starfsmenn sem störfuðu innan SVÁ koma til með að starfa áfram fyrir Hveragerðisbæ, en auk þess verður ráðið í þrjár stöður á næstu dögum. Þessu til viðbótar hefur verið tekið upp samstarf við öll þau sveitarfélög sem áður skipuðu SVÁ um sameiginlegar bakvaktir í barnaverndarmálum á viðkomandi svæðum. Það er því ekki hægt að segja annað en að um mjög farsæla lausn sé að ræða. Stækkandi bæjarfélag – aukin þjónusta Samfella verður því tryggð í þjónustu, þar sem fræðslu- og velferðarsvið Hveragerðisbæjar tekur formlega til starfa frá og með 1. mars næstkomandi. Sviðinu verður stýrt af tveimur teymisstjórum og starfsstöð þess verður í Fljótsmörk, þar sem SVÁ var áður til húsa. Hveragerði er ört stækkandi bæjarfélag og sjáum við fram á að vöxturinn haldi áfram næstu árin. Við þurfum því að bregðast við með aukinni þjónustu við íbúa samhliða fjölguninni og færa þjónustuna nær íbúunum. Með tilkomu fræðslu- og velferðarsviðs Hveragerðisbæjar erum við svo sannarlega að setja aukinn þunga í þjónustu við menntastofnanir bæjarins sem og velferðarþjónustuna og gera okkar Hveragerði að enn betri búsetukosti. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis – formaður bæjarráðs.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun