Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 9. febrúar 2023 07:31 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. Við jafnaðarmenn vöruðum við þessari þróun í hverri þingræðunni á fætur annarri í fjárlagaumræðunni fyrir jól. Seðlabankinn varaði við, ótal hagsmunaaðilar vöruðu við en allt kom fyrir ekki. Nú mælist verðbólga 9,9 prósent og meginvextir Seðlabankans eru komnir upp í 6,5 prósent, hafa ekki verið hærri í tæp 13 ár. Hunsuðu hættumerkin og gáfu í Fjárlagafrumvarp ársins 2023 gerði í upphafi ráð fyrir 89 milljarða hallarekstri þrátt fyrir þenslu, kraftmikinn hagvöxt og hátt atvinnustig. Meðan fjárlögin voru til umfjöllunar á vettvangi Alþingis komu fram nýjar og dekkri verðbólguspár og stýrivextir voru hækkaðir um 25 punkta. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi skeytti engu um þessi hættumerki. Í staðinn ýttu stjórnarliðar enn fastar á bensíngjöfina og gerðu breytingar á frumvarpinu samkvæmt pöntun ríkisstjórnarinnar sem fólu í sér útgjaldaaukningu upp á tugi milljarða til viðbótar án þess að aflað væri nýrra tekna til að vega á móti þensluáhrifunum. Þannig var fjárlagahallinn keyrður upp í 120 milljarða og allar tillögur okkar jafnaðarmanna sem hefðu bætt afkomu ríkissjóðs voru felldar í þingsal. „Það er eins og stjórnarmeirihlutinn sé að grátbiðja um að verðbólga sé meiri og vextir hærri eða haldist háir,“ sagði ég í þingræðu 8. desember. „Þetta virkar svolítið þannig á mann, eins og ákall hérna frá Alþingi: ‚Já, höfum vextina háa! Áfram, meiri verðbólgu!‘ Ég veit ekki alveg hvað fólki gengur til hér í þessu húsi.“ Ekki benda á mig! Nýjasta vaxtahækkunin á sér ýmsar ástæður og þetta misræmi milli tekna og gjalda í ríkisbúskapnum er ein þeirra eins og stjórnendur Seðlabankans hafa staðfest í viðtölum. Ríkisstjórn Íslands og stjórnarmeirihlutinn á Alþingi bera óskoraða ábyrgð á þessu, og enginn ber þyngri ábyrgð á þessu en fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson sem hefur verið treyst fyrir stefnumörkun í ríkisfjármálum og samhæfingu fjármála- og hagstjórnarstefnu fyrir hið opinbera. Bjarni hefur nú birt grátbroslega yfirlýsingu á Facebook þar sem hann biðlar til landsmanna að vera ekki að „leita að sökudólgum“. Svoleiðis tala gjarnan sökudólgar í nauðvörn og þarf ekki að hafa um það mörg orð. Þegar Logi Einarsson spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á dögunum hvernig ríkisstjórnin ætlaði að taka á verðbólgu komu engin efnisleg svör. Í staðinn faldi forsætisráðherra sig á bak við Seðlabankann, sagði að glíman við verðbólgu væri fyrst og fremst á ábyrgð hans. Staðreyndin er auðvitað sú að ríkisstjórn Íslands ber skylda til þess samkvæmt lögum um opinber fjármál að reka fjármálastefnu sem stuðlar að efnahagslegum stöðugleika. Það er meira að segja forsætisráðherra sem fer með þjóðhagsmál og hagstjórn almennt samkvæmt forsetaúrskurði. Ábyrgðarflótti forsætisráðherra og fjármálaráðherra er afhjúpandi fyrir úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar í glímunni við verðbólguna, verðbólgu sem er furðu mikil í alþjóðlegum samanburði þegar horft er til þess að við njótum sérstöðu í orkumálum og glímum ekki við þá hækkun húshitunarkostnaðar og orkuverðs sem er að sliga heimilin í öðrum Evrópuríkjum. Sinnuleysi gagnvart afkomu fólks Nýjasta vaxtahækkun Seðlabankans er enn einn vitnisburðurinn um að ríkisstjórninni hefur mistekist að beita tækjum ríkisfjármálanna til að sporna gegn þenslu. Þau treysta einfaldlega á peningastefnunefnd Seðlabankans í þessum efnum sem býr þó yfir fáum úrræðum öðrum en að hækka stýrivexti með ömurlegum afleiðingum fyrir skuldsett heimili. Ef ríkisfjármálin róa ekki í sömu átt og peningastefnan munu vextir einfaldlega haldast háir og jafnvel hækka enn frekar. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hittir naglann á höfuðið: „Aðgerðarleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gengur þvert á viðtekin viðbrögð í nágrannalöndum þar sem ráðamenn beita tækjum ríkisvaldsins til að lina áhrif afkomukreppunnar og vinna skipulega að því að hemja verðbólgu. Í þeirri staðreynd birtist forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og sinnuleysi gagnvart afkomu fólksins í landinu.“ Við jafnaðarmenn munum halda áfram að tala fyrir ábyrgri ríkisfjármálastefnu í þágu fólksins í landinu: að unnið verði gegn þenslu og afkoma ríkisins bætt með sanngjörnum sköttum á hæstu tekjur, hvalrekagróða og auðlindarentu og að velferðarkerfinu verði beitt með markvissum hætti til að styðja við heimili sem þurfa á stuðningi að halda. Þannig á að stjórna í velferðarþjóðfélagi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ábyrgð Seðlabanka eða ríkisstjórnar? Vaxtahækkun Seðlabankans á miðvikudag er enn einn vitnisburðurinn um að ríkisstjórninni hefur mistekist að beita tækjum ríkisfjármálanna til að sporna gegn þenslu. En það sem er kannski alvarlegra er algjört sinnuleysi stjórnarmeirihlutans gagnvart því verkefni að verja viðkvæma hópa fyrir verðbólgu og hækkandi húsnæðiskostnaði, tryggja að auknar byrðar dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið. 24. nóvember 2022 18:00 Tvöfaldur skellur fyrir tekjulægri Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. 24. ágúst 2022 10:31 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. Við jafnaðarmenn vöruðum við þessari þróun í hverri þingræðunni á fætur annarri í fjárlagaumræðunni fyrir jól. Seðlabankinn varaði við, ótal hagsmunaaðilar vöruðu við en allt kom fyrir ekki. Nú mælist verðbólga 9,9 prósent og meginvextir Seðlabankans eru komnir upp í 6,5 prósent, hafa ekki verið hærri í tæp 13 ár. Hunsuðu hættumerkin og gáfu í Fjárlagafrumvarp ársins 2023 gerði í upphafi ráð fyrir 89 milljarða hallarekstri þrátt fyrir þenslu, kraftmikinn hagvöxt og hátt atvinnustig. Meðan fjárlögin voru til umfjöllunar á vettvangi Alþingis komu fram nýjar og dekkri verðbólguspár og stýrivextir voru hækkaðir um 25 punkta. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi skeytti engu um þessi hættumerki. Í staðinn ýttu stjórnarliðar enn fastar á bensíngjöfina og gerðu breytingar á frumvarpinu samkvæmt pöntun ríkisstjórnarinnar sem fólu í sér útgjaldaaukningu upp á tugi milljarða til viðbótar án þess að aflað væri nýrra tekna til að vega á móti þensluáhrifunum. Þannig var fjárlagahallinn keyrður upp í 120 milljarða og allar tillögur okkar jafnaðarmanna sem hefðu bætt afkomu ríkissjóðs voru felldar í þingsal. „Það er eins og stjórnarmeirihlutinn sé að grátbiðja um að verðbólga sé meiri og vextir hærri eða haldist háir,“ sagði ég í þingræðu 8. desember. „Þetta virkar svolítið þannig á mann, eins og ákall hérna frá Alþingi: ‚Já, höfum vextina háa! Áfram, meiri verðbólgu!‘ Ég veit ekki alveg hvað fólki gengur til hér í þessu húsi.“ Ekki benda á mig! Nýjasta vaxtahækkunin á sér ýmsar ástæður og þetta misræmi milli tekna og gjalda í ríkisbúskapnum er ein þeirra eins og stjórnendur Seðlabankans hafa staðfest í viðtölum. Ríkisstjórn Íslands og stjórnarmeirihlutinn á Alþingi bera óskoraða ábyrgð á þessu, og enginn ber þyngri ábyrgð á þessu en fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson sem hefur verið treyst fyrir stefnumörkun í ríkisfjármálum og samhæfingu fjármála- og hagstjórnarstefnu fyrir hið opinbera. Bjarni hefur nú birt grátbroslega yfirlýsingu á Facebook þar sem hann biðlar til landsmanna að vera ekki að „leita að sökudólgum“. Svoleiðis tala gjarnan sökudólgar í nauðvörn og þarf ekki að hafa um það mörg orð. Þegar Logi Einarsson spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á dögunum hvernig ríkisstjórnin ætlaði að taka á verðbólgu komu engin efnisleg svör. Í staðinn faldi forsætisráðherra sig á bak við Seðlabankann, sagði að glíman við verðbólgu væri fyrst og fremst á ábyrgð hans. Staðreyndin er auðvitað sú að ríkisstjórn Íslands ber skylda til þess samkvæmt lögum um opinber fjármál að reka fjármálastefnu sem stuðlar að efnahagslegum stöðugleika. Það er meira að segja forsætisráðherra sem fer með þjóðhagsmál og hagstjórn almennt samkvæmt forsetaúrskurði. Ábyrgðarflótti forsætisráðherra og fjármálaráðherra er afhjúpandi fyrir úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar í glímunni við verðbólguna, verðbólgu sem er furðu mikil í alþjóðlegum samanburði þegar horft er til þess að við njótum sérstöðu í orkumálum og glímum ekki við þá hækkun húshitunarkostnaðar og orkuverðs sem er að sliga heimilin í öðrum Evrópuríkjum. Sinnuleysi gagnvart afkomu fólks Nýjasta vaxtahækkun Seðlabankans er enn einn vitnisburðurinn um að ríkisstjórninni hefur mistekist að beita tækjum ríkisfjármálanna til að sporna gegn þenslu. Þau treysta einfaldlega á peningastefnunefnd Seðlabankans í þessum efnum sem býr þó yfir fáum úrræðum öðrum en að hækka stýrivexti með ömurlegum afleiðingum fyrir skuldsett heimili. Ef ríkisfjármálin róa ekki í sömu átt og peningastefnan munu vextir einfaldlega haldast háir og jafnvel hækka enn frekar. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hittir naglann á höfuðið: „Aðgerðarleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gengur þvert á viðtekin viðbrögð í nágrannalöndum þar sem ráðamenn beita tækjum ríkisvaldsins til að lina áhrif afkomukreppunnar og vinna skipulega að því að hemja verðbólgu. Í þeirri staðreynd birtist forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og sinnuleysi gagnvart afkomu fólksins í landinu.“ Við jafnaðarmenn munum halda áfram að tala fyrir ábyrgri ríkisfjármálastefnu í þágu fólksins í landinu: að unnið verði gegn þenslu og afkoma ríkisins bætt með sanngjörnum sköttum á hæstu tekjur, hvalrekagróða og auðlindarentu og að velferðarkerfinu verði beitt með markvissum hætti til að styðja við heimili sem þurfa á stuðningi að halda. Þannig á að stjórna í velferðarþjóðfélagi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Ábyrgð Seðlabanka eða ríkisstjórnar? Vaxtahækkun Seðlabankans á miðvikudag er enn einn vitnisburðurinn um að ríkisstjórninni hefur mistekist að beita tækjum ríkisfjármálanna til að sporna gegn þenslu. En það sem er kannski alvarlegra er algjört sinnuleysi stjórnarmeirihlutans gagnvart því verkefni að verja viðkvæma hópa fyrir verðbólgu og hækkandi húsnæðiskostnaði, tryggja að auknar byrðar dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið. 24. nóvember 2022 18:00
Tvöfaldur skellur fyrir tekjulægri Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. 24. ágúst 2022 10:31
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun