Börn mega og geta tilkynnt sjálf um ofbeldi á neti Þóra Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 07:31 Öll viljum við hjálpa börnum sem beitt eru ofbeldi og áreiti og helst af öllu koma í veg fyrir það með öllu. En ef og þá þegar börn verða fyrir ofbeldi og áreiti verða þau að hafa greiða leið til að segja frá því, kalla eftir aðstoð og fá hjálp. Börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og þau eiga rétt á að fá aðstoð við að vinna sig frá þeirri erfiðu reynslu. Oft reyna börn að segja frá ofbeldinu og kalla eftir aðstoð frá fullorðnum og sínum nánustu. Börn fá ekki alltaf þá aðstoð sem þau þurfa á að halda því það er allur gangur á því hvort hlustað sé á það sem þau reyna að segja. Ef ekki er brugðist við, þurfa börn líka að hafa leiðir til að bregðast við sjálf. Börn eiga rétt á því að kalla á aðstoð sjálf ef aðstandendur eða fólk í þeirra næsta umhverfi hjálpar ekki, og láta vita af ofbeldi gegn sér, á neti og annars staðar. Ábendingalína Barnaheilla tekur við tilkynningum um ofbeldi og áreiti gagnvart börnum á neti og þangað geta börn líka tilkynnt sjálf, með beinum hætti. Ábendingalínan er aðgengileg öllum börnum og er aldursskipt; fyrir yngri en 15 ára, 15-17 ára og 18 ára og eldri. Í tilefni alþjóðlega netöryggisdagsins, sem er í dag 7. febrúar, gefa Barnaheill – Save the Children á Íslandi út nýtt veggspjald sem dreift er í grunn- og framhaldsskóla, félagsmiðstöðvar og ungmennahús, íþróttahús og sundlaugar og hvarvetna þar sem börn sækja sér þjónustu og halda til. Veggspjaldið er hannað með það í huga að einfalt sé fyrir börn að nýta sér það og komast með einu skanni í gegnum síma inn á Ábendingalínuna. Barnaheill auðvelda þannig börnum að leita sér aðstoðar lendi þau í vanda á neti eða verða fyrir ofbeldi, kynferðislegri áreitni eða tælingu. Til Ábendingalínunnar er hægt að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á netinu, svo sem kynferðisofbeldi, tælingu, áreitni, hatursorðræðu, annars konar ofbeldi, einelti og fleira. Ábendingalína Barnaheilla sem rekin er í samstarfi við Ríkislögreglustjóra, er hluti af Netöryggismiðstöð SAFT, ásamt Heimili og skóla og Rauða krossinum sem rekur hjálparsímann 1717. Ábendingalínan er þátttakandi í alþjóðlegu neti ábendingalína um allan heim í gegnum regnhlífasamtökin INHOPE. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og byggja allt sitt starf á Barnasáttmálanum. Samtökin hvetja öll til að hjálpast að við að vinna gegn ofbeldi á börnum og koma börnum til aðstoðar þegar þau segja frá. Höfundur er verkefnastjóri Ábendingalínu Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Öll viljum við hjálpa börnum sem beitt eru ofbeldi og áreiti og helst af öllu koma í veg fyrir það með öllu. En ef og þá þegar börn verða fyrir ofbeldi og áreiti verða þau að hafa greiða leið til að segja frá því, kalla eftir aðstoð og fá hjálp. Börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og þau eiga rétt á að fá aðstoð við að vinna sig frá þeirri erfiðu reynslu. Oft reyna börn að segja frá ofbeldinu og kalla eftir aðstoð frá fullorðnum og sínum nánustu. Börn fá ekki alltaf þá aðstoð sem þau þurfa á að halda því það er allur gangur á því hvort hlustað sé á það sem þau reyna að segja. Ef ekki er brugðist við, þurfa börn líka að hafa leiðir til að bregðast við sjálf. Börn eiga rétt á því að kalla á aðstoð sjálf ef aðstandendur eða fólk í þeirra næsta umhverfi hjálpar ekki, og láta vita af ofbeldi gegn sér, á neti og annars staðar. Ábendingalína Barnaheilla tekur við tilkynningum um ofbeldi og áreiti gagnvart börnum á neti og þangað geta börn líka tilkynnt sjálf, með beinum hætti. Ábendingalínan er aðgengileg öllum börnum og er aldursskipt; fyrir yngri en 15 ára, 15-17 ára og 18 ára og eldri. Í tilefni alþjóðlega netöryggisdagsins, sem er í dag 7. febrúar, gefa Barnaheill – Save the Children á Íslandi út nýtt veggspjald sem dreift er í grunn- og framhaldsskóla, félagsmiðstöðvar og ungmennahús, íþróttahús og sundlaugar og hvarvetna þar sem börn sækja sér þjónustu og halda til. Veggspjaldið er hannað með það í huga að einfalt sé fyrir börn að nýta sér það og komast með einu skanni í gegnum síma inn á Ábendingalínuna. Barnaheill auðvelda þannig börnum að leita sér aðstoðar lendi þau í vanda á neti eða verða fyrir ofbeldi, kynferðislegri áreitni eða tælingu. Til Ábendingalínunnar er hægt að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á netinu, svo sem kynferðisofbeldi, tælingu, áreitni, hatursorðræðu, annars konar ofbeldi, einelti og fleira. Ábendingalína Barnaheilla sem rekin er í samstarfi við Ríkislögreglustjóra, er hluti af Netöryggismiðstöð SAFT, ásamt Heimili og skóla og Rauða krossinum sem rekur hjálparsímann 1717. Ábendingalínan er þátttakandi í alþjóðlegu neti ábendingalína um allan heim í gegnum regnhlífasamtökin INHOPE. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og byggja allt sitt starf á Barnasáttmálanum. Samtökin hvetja öll til að hjálpast að við að vinna gegn ofbeldi á börnum og koma börnum til aðstoðar þegar þau segja frá. Höfundur er verkefnastjóri Ábendingalínu Barnaheilla.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun