Subway Körfuboltakvöld: Umræða um breytt fyrirkomulag Subway-deildar kvenna Smári Jökull Jónsson skrifar 4. febrúar 2023 10:31 Halldór Karl Þórsson og Pálína Gunnlaugsdóttir voru sérfræðingar í Subway Körfuboltakvöldi og ræddu tillögu að breytingu á fyrirkomulagi deildarinnar. Vísir Þátturinn Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá á fimmtudag þar sem Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar fóru yfir tillögur sem liggja fyrir um breytt keppnisfyrirkomulag í Subway deild kvenna. Þau Pálína Gunnlaugsdóttir og Halldór Karl Þórsson voru gestir Harðar í þættinum á fimmtudag og auk þess að fara í saumana á leikjunum í síðustu umferð deildarinnar ræddu þau tillögu sem komin er fram um breytt keppnisfyrirkomulag í Subway deild kvenna. Eins og deildin er spiluð núna þá eru átta lið í deildinni þar sem fjögur efstu liðin komast í úrslitakeppni og neðsta lið deildarinnar fellur í næst efstu deild. Nú liggja fyrir tillögur um breytt fyrirkomulag með það að markmiði að fjölga liðum og fjölga jöfnum leikjum en deildin í ár hefur nánast alveg verið tvískipt og töluvert um stóra sigra. Tíu liða deild og sex liða úrslitakeppni Halldór Karl kynnti tillögurnar sem hafa verið sendar út á öll félög sem eiga lið í efstu og næst efstu deild kvenna. „Fyrsta pælingin er að fjölga í deildinni og fá fleiri lið og fleiri stelpur til að spila í efstu deild og styrkja deildina. Við sjáum sérstaklega núna að hún er algjörlega tvískipt og þessi umferð núna er ótrúlega óspennandi,“ sagði Halldór sem þjálfaði kvennalið Fjölnis í fyrra og er núverandi þjálfari karlaliðs félagsins. „Við erum nokkrir þjálfarar búnir að móta þetta sem erum mikið inni í kvennaboltanum. Pælingin er að setja tíu lið í deildina, taka tvöfalda umferð og skipta þá yfir í A og B-deild,“ sagði Halldór en í kjölfar skiptingarinnar yrði leikin tvöföld umferð í hvorri deild. Klippa: Umræða um breytt fyrirkomulag í Subway-deild kvenna „Síðan er planið að fara í sex liða úrslitakeppni með „play-in“ fyrirkomulagi eins og í NBA-deildinni,“ bætti Halldór við en þar myndu öll fimm liðin í A-deild keppa ásamt efsta liði B-deildar. Pálína tók vel í breytingarnar og sagði gott að hafa að mörgu að keppa. „Þarna ertu með svo mörg lítil markmið á leiðinni. Byrjum á því að komast í 5.sætið, verum í efri hlutanum. Það eru svo margar vörður á leiðinni.“ Pálína rifjaði einnig upp að áður hefði verið reynt fyrirkomulag þar sem deildinni væri skipt í tvennt. Hörður og Pálína voru sammála um að lykilbreyting núna væri að efsta lið B-deildar færi í úrslitakeppni. Alla umræðu þeirra Harðar, Halldórs Karls og Pálínu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Benedikt í bann Körfubolti „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Körfubolti Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd Körfubolti Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Handbolti „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Körfubolti „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Körfubolti Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Handbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Sjá meira
Þau Pálína Gunnlaugsdóttir og Halldór Karl Þórsson voru gestir Harðar í þættinum á fimmtudag og auk þess að fara í saumana á leikjunum í síðustu umferð deildarinnar ræddu þau tillögu sem komin er fram um breytt keppnisfyrirkomulag í Subway deild kvenna. Eins og deildin er spiluð núna þá eru átta lið í deildinni þar sem fjögur efstu liðin komast í úrslitakeppni og neðsta lið deildarinnar fellur í næst efstu deild. Nú liggja fyrir tillögur um breytt fyrirkomulag með það að markmiði að fjölga liðum og fjölga jöfnum leikjum en deildin í ár hefur nánast alveg verið tvískipt og töluvert um stóra sigra. Tíu liða deild og sex liða úrslitakeppni Halldór Karl kynnti tillögurnar sem hafa verið sendar út á öll félög sem eiga lið í efstu og næst efstu deild kvenna. „Fyrsta pælingin er að fjölga í deildinni og fá fleiri lið og fleiri stelpur til að spila í efstu deild og styrkja deildina. Við sjáum sérstaklega núna að hún er algjörlega tvískipt og þessi umferð núna er ótrúlega óspennandi,“ sagði Halldór sem þjálfaði kvennalið Fjölnis í fyrra og er núverandi þjálfari karlaliðs félagsins. „Við erum nokkrir þjálfarar búnir að móta þetta sem erum mikið inni í kvennaboltanum. Pælingin er að setja tíu lið í deildina, taka tvöfalda umferð og skipta þá yfir í A og B-deild,“ sagði Halldór en í kjölfar skiptingarinnar yrði leikin tvöföld umferð í hvorri deild. Klippa: Umræða um breytt fyrirkomulag í Subway-deild kvenna „Síðan er planið að fara í sex liða úrslitakeppni með „play-in“ fyrirkomulagi eins og í NBA-deildinni,“ bætti Halldór við en þar myndu öll fimm liðin í A-deild keppa ásamt efsta liði B-deildar. Pálína tók vel í breytingarnar og sagði gott að hafa að mörgu að keppa. „Þarna ertu með svo mörg lítil markmið á leiðinni. Byrjum á því að komast í 5.sætið, verum í efri hlutanum. Það eru svo margar vörður á leiðinni.“ Pálína rifjaði einnig upp að áður hefði verið reynt fyrirkomulag þar sem deildinni væri skipt í tvennt. Hörður og Pálína voru sammála um að lykilbreyting núna væri að efsta lið B-deildar færi í úrslitakeppni. Alla umræðu þeirra Harðar, Halldórs Karls og Pálínu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Benedikt í bann Körfubolti „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Körfubolti Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd Körfubolti Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Handbolti „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Körfubolti „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Körfubolti Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Handbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Sjá meira