Það er auðvelt að eyða peningum sem þú átt ekki Jón Ingi Hákonarson skrifar 3. febrúar 2023 10:30 Ábyrg fjármálastjórn snýst fyrst og fremst um það að sníða útgjöldin að tekjum. Staða Hafnarfjarða er þröng þrátt fyrir miklar skattahækkanir og auknar álögur á íbúa. Þegar þannig árar er það lágmarkskrafa að bæjarstjórn gæti aðhalds og stofni ekki til nýrra fjárhagsskuldbindinga þar sem væntur ávinningur er í besta falli óljós. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum þátttöku í verkefninu Áfangastofa Höfuðborgarsvæðisins. Í stuttu máli á hún að samræma hin ýmsu mál ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu og samræma markaðsmál. Þetta verkefni er gott og gilt og mun án efa hjálpa ferðaþjónustunni mikið og ég efa ekki mikilvægi slíkrar stofu. Aftur á móti gerum við í Viðreisn í Hafnarfirði athugasemdir varðandi væntan ávinning Hafnarfjarðar miðað við 14 milljóna rekstrarframlags á ári, það eru miklir peningar. Við gerum einnig athugasemdir varðandi það hvernig hlutfall kostnaðar er ákveðinn. Hann er ákvarðaður út frá íbúafjölda hvers sveitarfélags. Rökin eru þau að tekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustu séu töluverðar í formi útsvars starfsfólks greinarinnar. Greiningar sýna að fólk innan greinarinnar búi í öllum sveitarfélögunum og starfar um það bil 13% íbúa Hafnarfjarðar við ferðaþjónustu. Kostnaðarhlutdeild Hafnarfjarðar 12,5%. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu verða að langmestu leyti til í Reykjavík. Það mun ekkert breytast með tilkomu Áfangastofu. Því væri eðlilegt að sveitarfélögin myndi deila beinum kostnaði í slíkt verkefni í hlutfalli við beinar tekjur. Það myndi væntanlega þýða að Reykjavík myndi bera nálægt 90% kostnaðarins. Ákvörðun um það að starfa í ferðaþjónustunni og ákvörðun um búsetu tengjast ekkert. Því er kostnaðarskiptingin eins hún er lögð fram stórfurðuleg og nær engri átt. Uppbygging Áfangastofa á landsbyggðinni þar sem fjölgun starfa í héraði hefur bein áhrif á útsvarstekjur sveitarfélagsins er mjög eðlileg. Staðan er allt önnur á Höfuðborgarsvæðinu og því er þessi aðferðafræði ósanngjörn. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýralegur og greinin orðin öflug stoð í hagkerfinu. Það er mér því hulin ráðgáta af hverju hafnfirskir skattgreiðendur eigi að niðurgreiða markaðsmál ferðaþjónustunnar í Reykjavík þegar staðreyndin er sú að Hafnarfjarðarbær hefur náð gríðarlega miklum árangri í markaðssetningu á Hafnarfirði sem áfangastað. Væri ekki betra að nýta þessa fjármuni til að styrkja þessa vel heppnuðu markaðssetningu enn betur í stað þess að týnast innan Áfangastofu og missa sérstöðu okkar? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ábyrg fjármálastjórn snýst fyrst og fremst um það að sníða útgjöldin að tekjum. Staða Hafnarfjarða er þröng þrátt fyrir miklar skattahækkanir og auknar álögur á íbúa. Þegar þannig árar er það lágmarkskrafa að bæjarstjórn gæti aðhalds og stofni ekki til nýrra fjárhagsskuldbindinga þar sem væntur ávinningur er í besta falli óljós. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum þátttöku í verkefninu Áfangastofa Höfuðborgarsvæðisins. Í stuttu máli á hún að samræma hin ýmsu mál ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu og samræma markaðsmál. Þetta verkefni er gott og gilt og mun án efa hjálpa ferðaþjónustunni mikið og ég efa ekki mikilvægi slíkrar stofu. Aftur á móti gerum við í Viðreisn í Hafnarfirði athugasemdir varðandi væntan ávinning Hafnarfjarðar miðað við 14 milljóna rekstrarframlags á ári, það eru miklir peningar. Við gerum einnig athugasemdir varðandi það hvernig hlutfall kostnaðar er ákveðinn. Hann er ákvarðaður út frá íbúafjölda hvers sveitarfélags. Rökin eru þau að tekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustu séu töluverðar í formi útsvars starfsfólks greinarinnar. Greiningar sýna að fólk innan greinarinnar búi í öllum sveitarfélögunum og starfar um það bil 13% íbúa Hafnarfjarðar við ferðaþjónustu. Kostnaðarhlutdeild Hafnarfjarðar 12,5%. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu verða að langmestu leyti til í Reykjavík. Það mun ekkert breytast með tilkomu Áfangastofu. Því væri eðlilegt að sveitarfélögin myndi deila beinum kostnaði í slíkt verkefni í hlutfalli við beinar tekjur. Það myndi væntanlega þýða að Reykjavík myndi bera nálægt 90% kostnaðarins. Ákvörðun um það að starfa í ferðaþjónustunni og ákvörðun um búsetu tengjast ekkert. Því er kostnaðarskiptingin eins hún er lögð fram stórfurðuleg og nær engri átt. Uppbygging Áfangastofa á landsbyggðinni þar sem fjölgun starfa í héraði hefur bein áhrif á útsvarstekjur sveitarfélagsins er mjög eðlileg. Staðan er allt önnur á Höfuðborgarsvæðinu og því er þessi aðferðafræði ósanngjörn. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýralegur og greinin orðin öflug stoð í hagkerfinu. Það er mér því hulin ráðgáta af hverju hafnfirskir skattgreiðendur eigi að niðurgreiða markaðsmál ferðaþjónustunnar í Reykjavík þegar staðreyndin er sú að Hafnarfjarðarbær hefur náð gríðarlega miklum árangri í markaðssetningu á Hafnarfirði sem áfangastað. Væri ekki betra að nýta þessa fjármuni til að styrkja þessa vel heppnuðu markaðssetningu enn betur í stað þess að týnast innan Áfangastofu og missa sérstöðu okkar? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar