Grafreitir fyrir alla Ingvar Stefánsson skrifar 3. febrúar 2023 08:01 Okkur Íslendingum hefur verið tamt að miða vöxt þjóðar og samfélags við það sem þekkjum. Nú er svo komið að við erum reglulega minnt á að hinn stöðugi hægfara vöxtur fólks og hagkerfis er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig hlutirnir verða í framtíðinni. Gott dæmi um þetta eru mannfjöldaspár Íslendinga sem flestar hefur þurft að endurskoða. Staðan er að okkur er að fjölga til muna, það flytja fleiri til landsins en frá því og það fæðast mun fleiri en deyja. Við hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur höfum orðið vör við og búum okkur undir þessa þróun því staðreyndin er sú að þeim sem deyja fjölgar líka. Er nægt pláss fyrir allt þetta fólk? Miðað við mannfjöldaspár má gera ráð fyrir að fjöldi andláta og þar með útfara eigi eftir að tvöfaldast á næstu 20 til 30 árum. Á síðasta ári létust 2.749 manns samkvæmt þjóðskrá. Nú er svo komið að nánast öllu plássi í Hólavallagarði við Suðurgötu og Fossvogsgarði hefur verið ráðstafað. Samhliða hefur þeim sem kjósa líkbrennslu í stað hefðbundinnar greftrunar fjölgað til muna. Þannig hefur bálförum fjölgað úr því að vera 6,7% allra útfara á Íslandi árið 2001 í 40,3% árið 2021 og ef eingöngu er horft til höfuðborgarsvæðisins er hlutfallið yfir 55%. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram sem þýðir að þau svæði sem tekin eru undir grafreiti munu nýtast mun lengur því flatarmál hefðbundins kistuleiðis er 3 fermetrar en flatarmál grafstæðis duftkera 0,56 fermetrar. Auka má nýtni gömlu garðanna Auk sérstakra duftreita sem útbúnir hafa verið undanfarin ár er einnig heimilt að jarðsetja duftker í eldri leiði að fengnu samþykki umráðamanna viðkomandi leiðis. Þannig má jarðsetja allt að sex duftker í hvert leiði þar sem ein kista er fyrir. Þetta hafa mjög margir kosið að gera og það hefur stuðlað að því að nýjar kynslóðir halda áfram að koma í gömlu garðana sem þannig halda áfram að vera kyrrlátir en um leið „lifandi“ vettvangur þar sem fólk kemur til að minnast látinna ástvina og njóta útivistar í gróðursælu og fögru umhverfi. Með þessu móti er hægt að jarðsetja tugi þúsunda í gömlu garðana í nánustu framtíð. Með þessu móti geta fjölskyldur jafnvel sett upp við fjölskyldugrafreiti ofan í grafir forfeðra. Öll trú – og lífsskoðunarfélög eiga rétt Um þessar mundir vinnum við sem störfum hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur að nýrri stefnumótun fyrir fyrirtækið. Ljóst er að ákveðnar breytingar munu eiga sér stað. Aukin áhersla er á umhverfismál og fleiri valmöguleika við jarðsetningu. Sjálfur tel ég að það þurfi að endurskilgreina stöðu og hlutverk fyrirtækisins í ljósi breyttra aðstæðna í fjölmenningarsamfélagi nútímans. Þar verði lögð áhersla á að opna garðana í sátt við aðstandendur og nágranna og koma enn frekar til móts við ólík lífsskoðunar- og trúfélög því garðarnir eiga vera fyrir alla landsmenn óháð uppruna þeirra eða trúarbrögðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kirkjugarðar Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun Skoðun Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Okkur Íslendingum hefur verið tamt að miða vöxt þjóðar og samfélags við það sem þekkjum. Nú er svo komið að við erum reglulega minnt á að hinn stöðugi hægfara vöxtur fólks og hagkerfis er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig hlutirnir verða í framtíðinni. Gott dæmi um þetta eru mannfjöldaspár Íslendinga sem flestar hefur þurft að endurskoða. Staðan er að okkur er að fjölga til muna, það flytja fleiri til landsins en frá því og það fæðast mun fleiri en deyja. Við hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur höfum orðið vör við og búum okkur undir þessa þróun því staðreyndin er sú að þeim sem deyja fjölgar líka. Er nægt pláss fyrir allt þetta fólk? Miðað við mannfjöldaspár má gera ráð fyrir að fjöldi andláta og þar með útfara eigi eftir að tvöfaldast á næstu 20 til 30 árum. Á síðasta ári létust 2.749 manns samkvæmt þjóðskrá. Nú er svo komið að nánast öllu plássi í Hólavallagarði við Suðurgötu og Fossvogsgarði hefur verið ráðstafað. Samhliða hefur þeim sem kjósa líkbrennslu í stað hefðbundinnar greftrunar fjölgað til muna. Þannig hefur bálförum fjölgað úr því að vera 6,7% allra útfara á Íslandi árið 2001 í 40,3% árið 2021 og ef eingöngu er horft til höfuðborgarsvæðisins er hlutfallið yfir 55%. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram sem þýðir að þau svæði sem tekin eru undir grafreiti munu nýtast mun lengur því flatarmál hefðbundins kistuleiðis er 3 fermetrar en flatarmál grafstæðis duftkera 0,56 fermetrar. Auka má nýtni gömlu garðanna Auk sérstakra duftreita sem útbúnir hafa verið undanfarin ár er einnig heimilt að jarðsetja duftker í eldri leiði að fengnu samþykki umráðamanna viðkomandi leiðis. Þannig má jarðsetja allt að sex duftker í hvert leiði þar sem ein kista er fyrir. Þetta hafa mjög margir kosið að gera og það hefur stuðlað að því að nýjar kynslóðir halda áfram að koma í gömlu garðana sem þannig halda áfram að vera kyrrlátir en um leið „lifandi“ vettvangur þar sem fólk kemur til að minnast látinna ástvina og njóta útivistar í gróðursælu og fögru umhverfi. Með þessu móti er hægt að jarðsetja tugi þúsunda í gömlu garðana í nánustu framtíð. Með þessu móti geta fjölskyldur jafnvel sett upp við fjölskyldugrafreiti ofan í grafir forfeðra. Öll trú – og lífsskoðunarfélög eiga rétt Um þessar mundir vinnum við sem störfum hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur að nýrri stefnumótun fyrir fyrirtækið. Ljóst er að ákveðnar breytingar munu eiga sér stað. Aukin áhersla er á umhverfismál og fleiri valmöguleika við jarðsetningu. Sjálfur tel ég að það þurfi að endurskilgreina stöðu og hlutverk fyrirtækisins í ljósi breyttra aðstæðna í fjölmenningarsamfélagi nútímans. Þar verði lögð áhersla á að opna garðana í sátt við aðstandendur og nágranna og koma enn frekar til móts við ólík lífsskoðunar- og trúfélög því garðarnir eiga vera fyrir alla landsmenn óháð uppruna þeirra eða trúarbrögðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun