Grafreitir fyrir alla Ingvar Stefánsson skrifar 3. febrúar 2023 08:01 Okkur Íslendingum hefur verið tamt að miða vöxt þjóðar og samfélags við það sem þekkjum. Nú er svo komið að við erum reglulega minnt á að hinn stöðugi hægfara vöxtur fólks og hagkerfis er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig hlutirnir verða í framtíðinni. Gott dæmi um þetta eru mannfjöldaspár Íslendinga sem flestar hefur þurft að endurskoða. Staðan er að okkur er að fjölga til muna, það flytja fleiri til landsins en frá því og það fæðast mun fleiri en deyja. Við hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur höfum orðið vör við og búum okkur undir þessa þróun því staðreyndin er sú að þeim sem deyja fjölgar líka. Er nægt pláss fyrir allt þetta fólk? Miðað við mannfjöldaspár má gera ráð fyrir að fjöldi andláta og þar með útfara eigi eftir að tvöfaldast á næstu 20 til 30 árum. Á síðasta ári létust 2.749 manns samkvæmt þjóðskrá. Nú er svo komið að nánast öllu plássi í Hólavallagarði við Suðurgötu og Fossvogsgarði hefur verið ráðstafað. Samhliða hefur þeim sem kjósa líkbrennslu í stað hefðbundinnar greftrunar fjölgað til muna. Þannig hefur bálförum fjölgað úr því að vera 6,7% allra útfara á Íslandi árið 2001 í 40,3% árið 2021 og ef eingöngu er horft til höfuðborgarsvæðisins er hlutfallið yfir 55%. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram sem þýðir að þau svæði sem tekin eru undir grafreiti munu nýtast mun lengur því flatarmál hefðbundins kistuleiðis er 3 fermetrar en flatarmál grafstæðis duftkera 0,56 fermetrar. Auka má nýtni gömlu garðanna Auk sérstakra duftreita sem útbúnir hafa verið undanfarin ár er einnig heimilt að jarðsetja duftker í eldri leiði að fengnu samþykki umráðamanna viðkomandi leiðis. Þannig má jarðsetja allt að sex duftker í hvert leiði þar sem ein kista er fyrir. Þetta hafa mjög margir kosið að gera og það hefur stuðlað að því að nýjar kynslóðir halda áfram að koma í gömlu garðana sem þannig halda áfram að vera kyrrlátir en um leið „lifandi“ vettvangur þar sem fólk kemur til að minnast látinna ástvina og njóta útivistar í gróðursælu og fögru umhverfi. Með þessu móti er hægt að jarðsetja tugi þúsunda í gömlu garðana í nánustu framtíð. Með þessu móti geta fjölskyldur jafnvel sett upp við fjölskyldugrafreiti ofan í grafir forfeðra. Öll trú – og lífsskoðunarfélög eiga rétt Um þessar mundir vinnum við sem störfum hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur að nýrri stefnumótun fyrir fyrirtækið. Ljóst er að ákveðnar breytingar munu eiga sér stað. Aukin áhersla er á umhverfismál og fleiri valmöguleika við jarðsetningu. Sjálfur tel ég að það þurfi að endurskilgreina stöðu og hlutverk fyrirtækisins í ljósi breyttra aðstæðna í fjölmenningarsamfélagi nútímans. Þar verði lögð áhersla á að opna garðana í sátt við aðstandendur og nágranna og koma enn frekar til móts við ólík lífsskoðunar- og trúfélög því garðarnir eiga vera fyrir alla landsmenn óháð uppruna þeirra eða trúarbrögðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kirkjugarðar Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Okkur Íslendingum hefur verið tamt að miða vöxt þjóðar og samfélags við það sem þekkjum. Nú er svo komið að við erum reglulega minnt á að hinn stöðugi hægfara vöxtur fólks og hagkerfis er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig hlutirnir verða í framtíðinni. Gott dæmi um þetta eru mannfjöldaspár Íslendinga sem flestar hefur þurft að endurskoða. Staðan er að okkur er að fjölga til muna, það flytja fleiri til landsins en frá því og það fæðast mun fleiri en deyja. Við hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur höfum orðið vör við og búum okkur undir þessa þróun því staðreyndin er sú að þeim sem deyja fjölgar líka. Er nægt pláss fyrir allt þetta fólk? Miðað við mannfjöldaspár má gera ráð fyrir að fjöldi andláta og þar með útfara eigi eftir að tvöfaldast á næstu 20 til 30 árum. Á síðasta ári létust 2.749 manns samkvæmt þjóðskrá. Nú er svo komið að nánast öllu plássi í Hólavallagarði við Suðurgötu og Fossvogsgarði hefur verið ráðstafað. Samhliða hefur þeim sem kjósa líkbrennslu í stað hefðbundinnar greftrunar fjölgað til muna. Þannig hefur bálförum fjölgað úr því að vera 6,7% allra útfara á Íslandi árið 2001 í 40,3% árið 2021 og ef eingöngu er horft til höfuðborgarsvæðisins er hlutfallið yfir 55%. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram sem þýðir að þau svæði sem tekin eru undir grafreiti munu nýtast mun lengur því flatarmál hefðbundins kistuleiðis er 3 fermetrar en flatarmál grafstæðis duftkera 0,56 fermetrar. Auka má nýtni gömlu garðanna Auk sérstakra duftreita sem útbúnir hafa verið undanfarin ár er einnig heimilt að jarðsetja duftker í eldri leiði að fengnu samþykki umráðamanna viðkomandi leiðis. Þannig má jarðsetja allt að sex duftker í hvert leiði þar sem ein kista er fyrir. Þetta hafa mjög margir kosið að gera og það hefur stuðlað að því að nýjar kynslóðir halda áfram að koma í gömlu garðana sem þannig halda áfram að vera kyrrlátir en um leið „lifandi“ vettvangur þar sem fólk kemur til að minnast látinna ástvina og njóta útivistar í gróðursælu og fögru umhverfi. Með þessu móti er hægt að jarðsetja tugi þúsunda í gömlu garðana í nánustu framtíð. Með þessu móti geta fjölskyldur jafnvel sett upp við fjölskyldugrafreiti ofan í grafir forfeðra. Öll trú – og lífsskoðunarfélög eiga rétt Um þessar mundir vinnum við sem störfum hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur að nýrri stefnumótun fyrir fyrirtækið. Ljóst er að ákveðnar breytingar munu eiga sér stað. Aukin áhersla er á umhverfismál og fleiri valmöguleika við jarðsetningu. Sjálfur tel ég að það þurfi að endurskilgreina stöðu og hlutverk fyrirtækisins í ljósi breyttra aðstæðna í fjölmenningarsamfélagi nútímans. Þar verði lögð áhersla á að opna garðana í sátt við aðstandendur og nágranna og koma enn frekar til móts við ólík lífsskoðunar- og trúfélög því garðarnir eiga vera fyrir alla landsmenn óháð uppruna þeirra eða trúarbrögðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun