Hetja Dana var búinn að panta lestarmiða heim á miðju móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2023 16:01 Rasmus Lauge Schmidt fagnar með liðsfélögum sínum í danska landsliðinu. AP/Jessica Gow Rasmus Lauge átti stórkostlegan leik þegar Danir tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í handbolta í gær en þessi frammistaða hans komu heldur betur úr óvæntri átt. Lauge skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í leiknum og kom til bjargar eftir að Mikkel Hansen fann sig ekki á móti frönsku vörninni. Lauge fékk mikið hrós frá liðsfélögunum sínum eftir leik en hann varð þarna aðeins sjötti leikmaður sögunnar sem nær að skora tíu mörk í úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Það merkilegasta við frammistöðu Lauge var að hann hafði aðeins spilað 23 mínútur í mótinu fyrir úrslitaleikinn og ekki skorað eitt einasta mark á öllu heimsmeistaramótinu. Öll þrjú skotin hans höfðu misfarist fyrir leikinn og hann hafði aðallega spilað í vörninni þegar hann kom við sögu. Rasmus Lauge meiddist nefnilega fyrir mótið og það leit út fyrir að hann myndi missa af öllu heimsmeistaramótinu. Danske medier hylder Lauge og landstræner efter VM-triumf https://t.co/yljocABohL #hndbld #håndbold pic.twitter.com/2pHum6bs33— JP Sport (@sportenJP) January 30, 2023 Hann var búinn að bóka lestarmiða heim en síðasta prófið sem hann fór í kom nægilega vel út þannig að hann gerði það ekki. „Ég hef aldrei séð annað eins. Þetta er mjög aðdáunarvert,“ sagði Mikkel Hansen um frammistöðu Rasmus Lauge eftir úrslitaleikinn „Þetta er eitt það fallegasta sem ég hef séð. Það var ekki meira en vika síðan að hann reifst við Nikolaj (Jacobsen, þjálfara), um hvort hann yrði sendur heim. Ég stóð þá, horfði á hann og dáðist að honum. Hann var svo stoltur. Það er málið. Hann veit um hvað þetta snýst. Hann er einn sá besti í heimi en hefur bara verið óheppinn,“ sagði Mathias Gidsel, sem var sjálfur kosinn mikilvægasti leikmaður mótsins. Rasmus Lauge kemur hér Dönum í fjögurra marka forskot og Frakkar virðast ráðalausir hér fyrstu mínútur leiksins. pic.twitter.com/rtmbtH4PoZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 29, 2023 HM 2023 í handbolta Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Lauge skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í leiknum og kom til bjargar eftir að Mikkel Hansen fann sig ekki á móti frönsku vörninni. Lauge fékk mikið hrós frá liðsfélögunum sínum eftir leik en hann varð þarna aðeins sjötti leikmaður sögunnar sem nær að skora tíu mörk í úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Það merkilegasta við frammistöðu Lauge var að hann hafði aðeins spilað 23 mínútur í mótinu fyrir úrslitaleikinn og ekki skorað eitt einasta mark á öllu heimsmeistaramótinu. Öll þrjú skotin hans höfðu misfarist fyrir leikinn og hann hafði aðallega spilað í vörninni þegar hann kom við sögu. Rasmus Lauge meiddist nefnilega fyrir mótið og það leit út fyrir að hann myndi missa af öllu heimsmeistaramótinu. Danske medier hylder Lauge og landstræner efter VM-triumf https://t.co/yljocABohL #hndbld #håndbold pic.twitter.com/2pHum6bs33— JP Sport (@sportenJP) January 30, 2023 Hann var búinn að bóka lestarmiða heim en síðasta prófið sem hann fór í kom nægilega vel út þannig að hann gerði það ekki. „Ég hef aldrei séð annað eins. Þetta er mjög aðdáunarvert,“ sagði Mikkel Hansen um frammistöðu Rasmus Lauge eftir úrslitaleikinn „Þetta er eitt það fallegasta sem ég hef séð. Það var ekki meira en vika síðan að hann reifst við Nikolaj (Jacobsen, þjálfara), um hvort hann yrði sendur heim. Ég stóð þá, horfði á hann og dáðist að honum. Hann var svo stoltur. Það er málið. Hann veit um hvað þetta snýst. Hann er einn sá besti í heimi en hefur bara verið óheppinn,“ sagði Mathias Gidsel, sem var sjálfur kosinn mikilvægasti leikmaður mótsins. Rasmus Lauge kemur hér Dönum í fjögurra marka forskot og Frakkar virðast ráðalausir hér fyrstu mínútur leiksins. pic.twitter.com/rtmbtH4PoZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 29, 2023
HM 2023 í handbolta Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn