Handbolti

Frakkar mæta Dönum í úr­slitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ludovic Fabregas var illviðráðanlegur í kvöld.
Ludovic Fabregas var illviðráðanlegur í kvöld. EPA-EFE/Tamas Kovacs

Það verða Frakkland og Danmörk sem mætast í úrslitum HM í handbolta á sunnudaginn kemur. Frakkar unnu Svía með fimm marka mun nú í kvöld, lokatölur 31-26.

Fyrr í dag varð ljóst að Danir, sem eru ríkjandi heimsmeistarar eftir að hafa unnið bæði 2019 og 2021, gætu varið titil sinn eftir að þeir unnu Spán. Það átti því aðeins eftir að útkljá hvaða lið myndi mæta þeim í úrslitum.

Frakkar voru alltaf skrefi á undan í kvöld og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik. Sú forysta var orðin að fimm mörkum þegar leiktíminn rann út og ljóst að Svíar söknuðu síns besta manns.

Lokatölur 31-26 og Frakkland komið í úrslit í fyrsta sinn síðan 2017 þegar þeir urðu heimsmeistarar.

Ludovic Fabregas var markahæstur í liði Frakklands með 6 mörk á meðan Eric Johannsson var markahæstur hjá Svíþjóð með 5 mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×