Mennska er máttur - í heilbrigðiskerfinu Hlédís Sveinsdóttir skrifar 27. janúar 2023 07:30 Vingjarnlegt viðmót og bros. Klapp á bakið. Útskýringar á mannamáli. Útskýringar á barnamáli. Bangsi að gjöf í sjúkrabíl. Aukaverðlaun í erfiðustu heimsóknunum. Stolið staffa kaffi um miðja nótt. Þolinmæði og skilningur. Allt gert til að gera þungar heimsóknir barns og foreldris þolanlegar. Það eru þær líka - heimsóknir okkar mæðgna til heilbrigðisstarfsfólks - þökk sé góðu fólki. Góðu mennsku heilbrigðisstarfsfólki. Austur Asísk heimspeki skilgreinir lífið út frá jin og jang. Jin og jang eru tveir aðalþættir tilverunnar. Alheimurinn er til vegna samleiks og víxláhrifa þeirra. Þannig heldur lífið jafnvægi. Við þekkjum líka orðatiltæki eins og „engin er rós án þyrna“. Með öðrum orðum það er engin gleði án sorgar eða ást án sársauka. Lífið býður ekki upp á að velja bara annað. Þetta fylgist að. Rétt eins og það er engin mennska án mistaka. Við viljum allt það fallega og góða sem fylgir manneskjum en verðum þá líka að taka því slæma. Gangast við því og vinna með það. Fólk sem vinnur innan heilbrigðisgeirans getur gert mistök eins og starfsfólk i öllum öðrum atvinnugreinum. Það getur átt slæman dag og það getur sjálft veikst á líkama og sál. Það kastar ekki rýrð á alla greinina og allt starfsfólk frekar en þegar slys eða mistök eiga sér stað í öðrum starfsstéttum. Það er hættulegt að taka heilbrigðisstarfsfólk út fyrir sviga og láta eins og þar séu ekki gerð mistök eða þar vinni ekki mennskt fólk. Hippókrates sem oft er kallaður faðir læknisfræðinnar sagði "first, do no harm" sem hefur verið þýtt sem „umfram allt skaðið ekki“ og er notað í grunn að læknaeiðum víða um heim. Góð kona, heilbrigðisstarfsmaður, sagði við mig um daginn að eiginlega þyrfti líka að vera til læknaeiður þegar mistök eiga sér stað. Hann ætti að vera „do no more harm“ eða „umfram allt skaðið ekki meira“. Það er allt of algengt að eftir að mistök eru gerð, þ.e.a.s. einhver skaði verður, innan heilbrigðisstofnunar er unnið meira tjón með skaðlegum viðbrögðum. Ef við höldum okkur við gamla gríska heimspeki getum við líka vitnað í Aristóteles. Hann var forngrískur heimspekingur og einn áhrifamesti hugsuður vestrænnar heimspeki. Hann sagði að „Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel“. Það er áhugavert í þessu samhengi. Við getum ekki afstýrt áföllum í lífi okkar, við getum bara stjórnað viðbrögðum okkar við þeim. Þar komum við að kjarna málsins. Því þar getum við svo sannarlega gert betur. Miklu betur! Skoðum mál læknis í Noregi: Í Lillehammer árið 2013 urðu lækninum Stian Westad á alvarleg mistök með þeim afleiðingum að fyrsta barn hjóna lést í fæðingu. Versta martröð sem lífið getur boðið hlýtur að vera andlát barns. En martröðin er ekki bara foreldrana. Það að vera starfsmaður sem ber ábyrgð á slíkum mistökum er ekki síður martraðakennt. Ólíkt þeim viðbrögðum sem því miður tíðkast hér heima, gekkst læknirinn við mistökum sínum umsvifalaust og einlægt. Hann tók fulla ábyrgð og vann eins vel og hægt er úr þessu með foreldrunum. Stian Westad tók á móti öðru og þriðja barni þeirra hjóna. Læknirinn lét hafa það eftir sér að ef hann hefði ekki gengist við mistökunum á heiðarlegan hátt hefði hann ekki treyst sér til að starfa áfram. Þið getið líka rétt ímyndað ykkur muninn á úrvinnslu slíks sársauka hjá aðstandendum sé þeim mætt af auðmýkt og heiðarleika í stað hroka og og yfirklórs. Virðing mín fyrir þessum foreldrum er algjör, þau gerðu vel. Virðing mín fyrir lækninum er algjör, hann skaðaði ekki meira. Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Vingjarnlegt viðmót og bros. Klapp á bakið. Útskýringar á mannamáli. Útskýringar á barnamáli. Bangsi að gjöf í sjúkrabíl. Aukaverðlaun í erfiðustu heimsóknunum. Stolið staffa kaffi um miðja nótt. Þolinmæði og skilningur. Allt gert til að gera þungar heimsóknir barns og foreldris þolanlegar. Það eru þær líka - heimsóknir okkar mæðgna til heilbrigðisstarfsfólks - þökk sé góðu fólki. Góðu mennsku heilbrigðisstarfsfólki. Austur Asísk heimspeki skilgreinir lífið út frá jin og jang. Jin og jang eru tveir aðalþættir tilverunnar. Alheimurinn er til vegna samleiks og víxláhrifa þeirra. Þannig heldur lífið jafnvægi. Við þekkjum líka orðatiltæki eins og „engin er rós án þyrna“. Með öðrum orðum það er engin gleði án sorgar eða ást án sársauka. Lífið býður ekki upp á að velja bara annað. Þetta fylgist að. Rétt eins og það er engin mennska án mistaka. Við viljum allt það fallega og góða sem fylgir manneskjum en verðum þá líka að taka því slæma. Gangast við því og vinna með það. Fólk sem vinnur innan heilbrigðisgeirans getur gert mistök eins og starfsfólk i öllum öðrum atvinnugreinum. Það getur átt slæman dag og það getur sjálft veikst á líkama og sál. Það kastar ekki rýrð á alla greinina og allt starfsfólk frekar en þegar slys eða mistök eiga sér stað í öðrum starfsstéttum. Það er hættulegt að taka heilbrigðisstarfsfólk út fyrir sviga og láta eins og þar séu ekki gerð mistök eða þar vinni ekki mennskt fólk. Hippókrates sem oft er kallaður faðir læknisfræðinnar sagði "first, do no harm" sem hefur verið þýtt sem „umfram allt skaðið ekki“ og er notað í grunn að læknaeiðum víða um heim. Góð kona, heilbrigðisstarfsmaður, sagði við mig um daginn að eiginlega þyrfti líka að vera til læknaeiður þegar mistök eiga sér stað. Hann ætti að vera „do no more harm“ eða „umfram allt skaðið ekki meira“. Það er allt of algengt að eftir að mistök eru gerð, þ.e.a.s. einhver skaði verður, innan heilbrigðisstofnunar er unnið meira tjón með skaðlegum viðbrögðum. Ef við höldum okkur við gamla gríska heimspeki getum við líka vitnað í Aristóteles. Hann var forngrískur heimspekingur og einn áhrifamesti hugsuður vestrænnar heimspeki. Hann sagði að „Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel“. Það er áhugavert í þessu samhengi. Við getum ekki afstýrt áföllum í lífi okkar, við getum bara stjórnað viðbrögðum okkar við þeim. Þar komum við að kjarna málsins. Því þar getum við svo sannarlega gert betur. Miklu betur! Skoðum mál læknis í Noregi: Í Lillehammer árið 2013 urðu lækninum Stian Westad á alvarleg mistök með þeim afleiðingum að fyrsta barn hjóna lést í fæðingu. Versta martröð sem lífið getur boðið hlýtur að vera andlát barns. En martröðin er ekki bara foreldrana. Það að vera starfsmaður sem ber ábyrgð á slíkum mistökum er ekki síður martraðakennt. Ólíkt þeim viðbrögðum sem því miður tíðkast hér heima, gekkst læknirinn við mistökum sínum umsvifalaust og einlægt. Hann tók fulla ábyrgð og vann eins vel og hægt er úr þessu með foreldrunum. Stian Westad tók á móti öðru og þriðja barni þeirra hjóna. Læknirinn lét hafa það eftir sér að ef hann hefði ekki gengist við mistökunum á heiðarlegan hátt hefði hann ekki treyst sér til að starfa áfram. Þið getið líka rétt ímyndað ykkur muninn á úrvinnslu slíks sársauka hjá aðstandendum sé þeim mætt af auðmýkt og heiðarleika í stað hroka og og yfirklórs. Virðing mín fyrir þessum foreldrum er algjör, þau gerðu vel. Virðing mín fyrir lækninum er algjör, hann skaðaði ekki meira. Höfundur er verkefnastjóri.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun