Mennska er máttur - í heilbrigðiskerfinu Hlédís Sveinsdóttir skrifar 27. janúar 2023 07:30 Vingjarnlegt viðmót og bros. Klapp á bakið. Útskýringar á mannamáli. Útskýringar á barnamáli. Bangsi að gjöf í sjúkrabíl. Aukaverðlaun í erfiðustu heimsóknunum. Stolið staffa kaffi um miðja nótt. Þolinmæði og skilningur. Allt gert til að gera þungar heimsóknir barns og foreldris þolanlegar. Það eru þær líka - heimsóknir okkar mæðgna til heilbrigðisstarfsfólks - þökk sé góðu fólki. Góðu mennsku heilbrigðisstarfsfólki. Austur Asísk heimspeki skilgreinir lífið út frá jin og jang. Jin og jang eru tveir aðalþættir tilverunnar. Alheimurinn er til vegna samleiks og víxláhrifa þeirra. Þannig heldur lífið jafnvægi. Við þekkjum líka orðatiltæki eins og „engin er rós án þyrna“. Með öðrum orðum það er engin gleði án sorgar eða ást án sársauka. Lífið býður ekki upp á að velja bara annað. Þetta fylgist að. Rétt eins og það er engin mennska án mistaka. Við viljum allt það fallega og góða sem fylgir manneskjum en verðum þá líka að taka því slæma. Gangast við því og vinna með það. Fólk sem vinnur innan heilbrigðisgeirans getur gert mistök eins og starfsfólk i öllum öðrum atvinnugreinum. Það getur átt slæman dag og það getur sjálft veikst á líkama og sál. Það kastar ekki rýrð á alla greinina og allt starfsfólk frekar en þegar slys eða mistök eiga sér stað í öðrum starfsstéttum. Það er hættulegt að taka heilbrigðisstarfsfólk út fyrir sviga og láta eins og þar séu ekki gerð mistök eða þar vinni ekki mennskt fólk. Hippókrates sem oft er kallaður faðir læknisfræðinnar sagði "first, do no harm" sem hefur verið þýtt sem „umfram allt skaðið ekki“ og er notað í grunn að læknaeiðum víða um heim. Góð kona, heilbrigðisstarfsmaður, sagði við mig um daginn að eiginlega þyrfti líka að vera til læknaeiður þegar mistök eiga sér stað. Hann ætti að vera „do no more harm“ eða „umfram allt skaðið ekki meira“. Það er allt of algengt að eftir að mistök eru gerð, þ.e.a.s. einhver skaði verður, innan heilbrigðisstofnunar er unnið meira tjón með skaðlegum viðbrögðum. Ef við höldum okkur við gamla gríska heimspeki getum við líka vitnað í Aristóteles. Hann var forngrískur heimspekingur og einn áhrifamesti hugsuður vestrænnar heimspeki. Hann sagði að „Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel“. Það er áhugavert í þessu samhengi. Við getum ekki afstýrt áföllum í lífi okkar, við getum bara stjórnað viðbrögðum okkar við þeim. Þar komum við að kjarna málsins. Því þar getum við svo sannarlega gert betur. Miklu betur! Skoðum mál læknis í Noregi: Í Lillehammer árið 2013 urðu lækninum Stian Westad á alvarleg mistök með þeim afleiðingum að fyrsta barn hjóna lést í fæðingu. Versta martröð sem lífið getur boðið hlýtur að vera andlát barns. En martröðin er ekki bara foreldrana. Það að vera starfsmaður sem ber ábyrgð á slíkum mistökum er ekki síður martraðakennt. Ólíkt þeim viðbrögðum sem því miður tíðkast hér heima, gekkst læknirinn við mistökum sínum umsvifalaust og einlægt. Hann tók fulla ábyrgð og vann eins vel og hægt er úr þessu með foreldrunum. Stian Westad tók á móti öðru og þriðja barni þeirra hjóna. Læknirinn lét hafa það eftir sér að ef hann hefði ekki gengist við mistökunum á heiðarlegan hátt hefði hann ekki treyst sér til að starfa áfram. Þið getið líka rétt ímyndað ykkur muninn á úrvinnslu slíks sársauka hjá aðstandendum sé þeim mætt af auðmýkt og heiðarleika í stað hroka og og yfirklórs. Virðing mín fyrir þessum foreldrum er algjör, þau gerðu vel. Virðing mín fyrir lækninum er algjör, hann skaðaði ekki meira. Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Frestum 15 metrunum Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Opinberar yfirheyrslur Jón Kaldal Fastir pennar Skoðun Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Sjá meira
Vingjarnlegt viðmót og bros. Klapp á bakið. Útskýringar á mannamáli. Útskýringar á barnamáli. Bangsi að gjöf í sjúkrabíl. Aukaverðlaun í erfiðustu heimsóknunum. Stolið staffa kaffi um miðja nótt. Þolinmæði og skilningur. Allt gert til að gera þungar heimsóknir barns og foreldris þolanlegar. Það eru þær líka - heimsóknir okkar mæðgna til heilbrigðisstarfsfólks - þökk sé góðu fólki. Góðu mennsku heilbrigðisstarfsfólki. Austur Asísk heimspeki skilgreinir lífið út frá jin og jang. Jin og jang eru tveir aðalþættir tilverunnar. Alheimurinn er til vegna samleiks og víxláhrifa þeirra. Þannig heldur lífið jafnvægi. Við þekkjum líka orðatiltæki eins og „engin er rós án þyrna“. Með öðrum orðum það er engin gleði án sorgar eða ást án sársauka. Lífið býður ekki upp á að velja bara annað. Þetta fylgist að. Rétt eins og það er engin mennska án mistaka. Við viljum allt það fallega og góða sem fylgir manneskjum en verðum þá líka að taka því slæma. Gangast við því og vinna með það. Fólk sem vinnur innan heilbrigðisgeirans getur gert mistök eins og starfsfólk i öllum öðrum atvinnugreinum. Það getur átt slæman dag og það getur sjálft veikst á líkama og sál. Það kastar ekki rýrð á alla greinina og allt starfsfólk frekar en þegar slys eða mistök eiga sér stað í öðrum starfsstéttum. Það er hættulegt að taka heilbrigðisstarfsfólk út fyrir sviga og láta eins og þar séu ekki gerð mistök eða þar vinni ekki mennskt fólk. Hippókrates sem oft er kallaður faðir læknisfræðinnar sagði "first, do no harm" sem hefur verið þýtt sem „umfram allt skaðið ekki“ og er notað í grunn að læknaeiðum víða um heim. Góð kona, heilbrigðisstarfsmaður, sagði við mig um daginn að eiginlega þyrfti líka að vera til læknaeiður þegar mistök eiga sér stað. Hann ætti að vera „do no more harm“ eða „umfram allt skaðið ekki meira“. Það er allt of algengt að eftir að mistök eru gerð, þ.e.a.s. einhver skaði verður, innan heilbrigðisstofnunar er unnið meira tjón með skaðlegum viðbrögðum. Ef við höldum okkur við gamla gríska heimspeki getum við líka vitnað í Aristóteles. Hann var forngrískur heimspekingur og einn áhrifamesti hugsuður vestrænnar heimspeki. Hann sagði að „Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel“. Það er áhugavert í þessu samhengi. Við getum ekki afstýrt áföllum í lífi okkar, við getum bara stjórnað viðbrögðum okkar við þeim. Þar komum við að kjarna málsins. Því þar getum við svo sannarlega gert betur. Miklu betur! Skoðum mál læknis í Noregi: Í Lillehammer árið 2013 urðu lækninum Stian Westad á alvarleg mistök með þeim afleiðingum að fyrsta barn hjóna lést í fæðingu. Versta martröð sem lífið getur boðið hlýtur að vera andlát barns. En martröðin er ekki bara foreldrana. Það að vera starfsmaður sem ber ábyrgð á slíkum mistökum er ekki síður martraðakennt. Ólíkt þeim viðbrögðum sem því miður tíðkast hér heima, gekkst læknirinn við mistökum sínum umsvifalaust og einlægt. Hann tók fulla ábyrgð og vann eins vel og hægt er úr þessu með foreldrunum. Stian Westad tók á móti öðru og þriðja barni þeirra hjóna. Læknirinn lét hafa það eftir sér að ef hann hefði ekki gengist við mistökunum á heiðarlegan hátt hefði hann ekki treyst sér til að starfa áfram. Þið getið líka rétt ímyndað ykkur muninn á úrvinnslu slíks sársauka hjá aðstandendum sé þeim mætt af auðmýkt og heiðarleika í stað hroka og og yfirklórs. Virðing mín fyrir þessum foreldrum er algjör, þau gerðu vel. Virðing mín fyrir lækninum er algjör, hann skaðaði ekki meira. Höfundur er verkefnastjóri.
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar