Næsta stopp er: Háskólastrætó Viktor Pétur Finnsson skrifar 26. janúar 2023 08:30 Það tekur fjörutíu mínútur að labba frá Háskólatorgi í Stakkahlíð. Það tekur síðan tuttugu mínútur að ganga þaðan í Læknagarð og aðrar tuttugu mínútur frá Læknagarði aftur á Háskólatorg. Það er langt á milli bygginga Háskóla Íslands og við í Vöku teljum okkur vera með lausnina við þessum vanda. Eins og fram kom í grein Júlíusar Viggós, formanns málefnanefndar Vöku leggjumst við gegn því að auka álögur á þá stúdenta sem velja sér eða þurfa að ferðast um á bíl. Sitjandi meirihluti í Stúdentaráði HÍ hefur talað fyrir því síðastliðin ár að gjöld á bílastæði við háskólann verði hækkuð. Til stendur að leggja gjaldskyldu á bílastæðin á malarplaninu og að bílastæði í boganum fyrir framan aðalbygginguna verði tekin burt. Okkur í Vöku finnst þetta ganga gegn hagsmunum stúdenta eins og allar hækkanir á gjöldum sem snúa að stúdentum. Stjórn Vöku telur að ekki ætti að ráðast í slíkar aðgerðir heldur bæta þurfi aðra samgöngumáta. Strætóleið fyrir stúdenta Bæta þarf strætóleiðir til og frá háskólanum en einnig þarf að leggja fleiri göngu- og hjólastíga háskólasvæðinu. Til þess að ekki reynist hættulegt að nýta sér samgöngur við háskólann þarf að auka þjónustu á háskólasvæðinu með því að moka, salta og sanda göngustíga. Mikil slysahætta getur myndast á veturna fyrir fótgangandi, hjólandi eða þá sem kjósa að ferðast á rafskutlum. Þessi þjónusta hefur einfaldlega setið á hakanum. Við í Vöku leggjum til svokallaðan Háskólastrætó. Sá strætó væri í raun ný leið í leiðakerfi strætó sem væri sérsniðin að þörfum háskólanema. Leiðin myndi ganga milli allra stúdentagarða og stoppa við Háskólatorg, Þjóðarbókhlöðu, Læknagarð, Stakkahlíð, Skipholt, Háskólabíó, Eirberg, Haga og við Hlemm eða tengingu við aðrar leiðir. Leiðin myndi því þjónusta alla stúdenta og minnka biðtíma á sama tíma. Háskólaleið eins og þessi, myndi auka hvata nemenda til þess að nota almenningssamgöngur. Leiðin, sem er í raun nauðsynleg fyrir stúdenta, er til þess gerð að stúdentar þurfi sjaldnar að skipta um strætó á leið sinni í skólann. Einnig væri auðveldara fyrir nemendur í Stakkahlíð og Læknagarði að koma sér á milli staða á skilvirkan hátt. Margir háskólar erlendis hafa eigin háskólaleið og í mörgum tilfellum fleiri en eina. Háskólastrætó ætti einnig að hjálpa þeim sem búa á stúdentagörðum víðs vegar um bæinn að komast til og frá skóla með beinni leið. Þetta yrði mikið framfaraskref fyrir hagsmuni námsmanna. Með þessu viljum við koma til móts við þá nemendur sem búa í úthverfum með því að fella niður gjaldskyldu, og alla þá háskólanema sem vilja nýta sér almenningssamgöngur. Við í Vöku viljum að samgöngur henti sem flestum. Þess vegna berjumst við fyrir bættum strætóleiðum, gönguog hjólastígum, um leið og við leggjum áherslu á að bílastæðagjöld verði ekki sett á við háskólann. Framkvæmd Háskólastrætós er auðveld þar sem innviðir eru til staðar og hvorki þarf að byggja stoppistöðvar né breyta núverandi kerfi. Er hugmyndin bæði gerleg og ódýr fyrir Reykjavíkurborg, Strætó og háskólann. Þetta er eitt af þeim málum sem okkur í Vöku finnst að hagsmunafélög stúdenta ættu að setja á oddinn. Framför á þessu sviði myndi stuðla að miklum umbótum í þágu námsmanna við HÍ. Höfundur er formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Það tekur fjörutíu mínútur að labba frá Háskólatorgi í Stakkahlíð. Það tekur síðan tuttugu mínútur að ganga þaðan í Læknagarð og aðrar tuttugu mínútur frá Læknagarði aftur á Háskólatorg. Það er langt á milli bygginga Háskóla Íslands og við í Vöku teljum okkur vera með lausnina við þessum vanda. Eins og fram kom í grein Júlíusar Viggós, formanns málefnanefndar Vöku leggjumst við gegn því að auka álögur á þá stúdenta sem velja sér eða þurfa að ferðast um á bíl. Sitjandi meirihluti í Stúdentaráði HÍ hefur talað fyrir því síðastliðin ár að gjöld á bílastæði við háskólann verði hækkuð. Til stendur að leggja gjaldskyldu á bílastæðin á malarplaninu og að bílastæði í boganum fyrir framan aðalbygginguna verði tekin burt. Okkur í Vöku finnst þetta ganga gegn hagsmunum stúdenta eins og allar hækkanir á gjöldum sem snúa að stúdentum. Stjórn Vöku telur að ekki ætti að ráðast í slíkar aðgerðir heldur bæta þurfi aðra samgöngumáta. Strætóleið fyrir stúdenta Bæta þarf strætóleiðir til og frá háskólanum en einnig þarf að leggja fleiri göngu- og hjólastíga háskólasvæðinu. Til þess að ekki reynist hættulegt að nýta sér samgöngur við háskólann þarf að auka þjónustu á háskólasvæðinu með því að moka, salta og sanda göngustíga. Mikil slysahætta getur myndast á veturna fyrir fótgangandi, hjólandi eða þá sem kjósa að ferðast á rafskutlum. Þessi þjónusta hefur einfaldlega setið á hakanum. Við í Vöku leggjum til svokallaðan Háskólastrætó. Sá strætó væri í raun ný leið í leiðakerfi strætó sem væri sérsniðin að þörfum háskólanema. Leiðin myndi ganga milli allra stúdentagarða og stoppa við Háskólatorg, Þjóðarbókhlöðu, Læknagarð, Stakkahlíð, Skipholt, Háskólabíó, Eirberg, Haga og við Hlemm eða tengingu við aðrar leiðir. Leiðin myndi því þjónusta alla stúdenta og minnka biðtíma á sama tíma. Háskólaleið eins og þessi, myndi auka hvata nemenda til þess að nota almenningssamgöngur. Leiðin, sem er í raun nauðsynleg fyrir stúdenta, er til þess gerð að stúdentar þurfi sjaldnar að skipta um strætó á leið sinni í skólann. Einnig væri auðveldara fyrir nemendur í Stakkahlíð og Læknagarði að koma sér á milli staða á skilvirkan hátt. Margir háskólar erlendis hafa eigin háskólaleið og í mörgum tilfellum fleiri en eina. Háskólastrætó ætti einnig að hjálpa þeim sem búa á stúdentagörðum víðs vegar um bæinn að komast til og frá skóla með beinni leið. Þetta yrði mikið framfaraskref fyrir hagsmuni námsmanna. Með þessu viljum við koma til móts við þá nemendur sem búa í úthverfum með því að fella niður gjaldskyldu, og alla þá háskólanema sem vilja nýta sér almenningssamgöngur. Við í Vöku viljum að samgöngur henti sem flestum. Þess vegna berjumst við fyrir bættum strætóleiðum, gönguog hjólastígum, um leið og við leggjum áherslu á að bílastæðagjöld verði ekki sett á við háskólann. Framkvæmd Háskólastrætós er auðveld þar sem innviðir eru til staðar og hvorki þarf að byggja stoppistöðvar né breyta núverandi kerfi. Er hugmyndin bæði gerleg og ódýr fyrir Reykjavíkurborg, Strætó og háskólann. Þetta er eitt af þeim málum sem okkur í Vöku finnst að hagsmunafélög stúdenta ættu að setja á oddinn. Framför á þessu sviði myndi stuðla að miklum umbótum í þágu námsmanna við HÍ. Höfundur er formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun