Á síðunni Downdetector, þar sem netnotendur tilkynna margir um truflanir á síðum og forritum, má sjá að þúsundir tilkynntu um truflanir í Outlook, Teams, Microsoft 365 og Microsoft Store.
Í færslu Microsoft á Twitter má sjá að verið sé að rannsaka málið og að hægt sé að fylgjast með framgangi málsins á heimasíðu Microsoft.
We've identified a potential networking issue and are reviewing telemetry to determine the next troubleshooting steps. You can find additional information on our status page at https://t.co/pZt32fOafR or on SHD under MO502273.
— Microsoft 365 Status (@MSFT365Status) January 25, 2023
Rúmlega 280 milljónir manna nota Microsoft Teams sem er mikilvægt forrit í rekstri fyrirtækja og skóla, meðal annars notað sem síma-, samskipta- og skipulagningaforrit.