Viðskipti innlent

Vand­ræði með net­þjónustur Micros­oft

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmargir notendur þjónustu Microsoft hafa lent í vandræðum í morgun.
Fjölmargir notendur þjónustu Microsoft hafa lent í vandræðum í morgun. Getty

Bandaríski tæknirisinn Microsoft rannsakar nú bilun sem varð í netþjónustu fyrirtækisins í morgun. Fjölmargir hafa átt í vandræðum með að tengjast þjónustum á borð við Teams og Outlook.

Á síðunni Downdetector, þar sem netnotendur tilkynna margir um truflanir á síðum og forritum, má sjá að þúsundir tilkynntu um truflanir í Outlook, Teams, Microsoft 365 og Microsoft Store.

Í færslu Microsoft á Twitter má sjá að verið sé að rannsaka málið og að hægt sé að fylgjast með framgangi málsins á heimasíðu Microsoft.

Rúmlega 280 milljónir manna nota Microsoft Teams sem er mikilvægt forrit í rekstri fyrirtækja og skóla, meðal annars notað sem síma-, samskipta- og skipulagningaforrit.  

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.