Ríkið ákveði ekki aðild barna að trúfélögum Hildur Sverrisdóttir skrifar 25. janúar 2023 08:01 Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. Það að trúa tilheyrir þó engum öðrum en einstaklingnum og það er mikilvægt að þátttaka í trúfélagi sé að meðvituðu frumkvæði hans sjálfs. Þetta er auðvitað persónulegt mál en því til viðbótar er hins vegar að rétturinn til að standa utan félaga er stjórnarskrárvarinn og ekki síður mikilvægur en trúfrelsið. Í vikunni lagði ég fram ásamt nokkrum ágætum þingmönnum frumvarp sem felur í sér breytingar á skráningum í trúfélög. Breytingarnar miða einkum að því að verja börn gagnvart því að ríkið sjálfkrafa skrái þau í trúfélög foreldra án undangengins samþykkis þeirra sjálfra eða foreldranna. Núverandi lög fara gegn félagafrelsinu Sjálfkrafa skráning ríkisins í trúfélög fer illa að félagafrelsinu og gengur því breytingin út á að skráning í trúfélag verði eingöngu gerð af foreldrum eða forráðamönnum sem fara með persónulega hagi þess en ríkisvaldið hafi ekki frumkvæði að ákvörðun um félagsaðild barna, hvorki með sjálfkrafa skráningu né öðrum leiðum. Einnig er í frumvarpinu kveðið á um þá breytingu að 12 ára börnum er veittheimild til að ákveða félagsaðild sína í trúfélagi í stað 16 ára eins og kveðið er á um í dag.Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir því að 12 ára gamalt barn hafi nægilegan þroska til að hafa skoðun á því í hvaða trú- eða lífsskoðunarfélag það er skráð – og því eðlilegt að réttur barnsins til skráningar fylgi þá með og sé ekki þrengri en nauðsynlegt er. Þá er í frumvarpi mínu einnig að finna breytingu á núgildandi lögum sem afnemur ákvæði um að við úrsögn úr skráðu trúfélagi skuli beina beiðni um úrsögn til forstöðumanns þess félags sem í hlut á. Sú framkvæmd er augljóslega vond þar sem úrsögn getur verið persónulegt og erfitt mál og tengist jafnvel persónulegri reynslu eða samskiptum innan trúfélagsins. Grundvallaratriði að fólk velji trú sína Frumvarpið snýst í grunninn um að lögin endurspegli almenn réttindi og frelsi einstaklingsins, í þessu tilfelli félagafrelsi og að ríkisvaldið taki ekki ákvarðanir fyrir einstaklinginn að óþörfu. Frumvarpið hefur engin bein áhrif á tekjustofna trúfélaga þar sem fé fylgir ekki skráðum einstaklingum í trúfélög fyrr en við 16 ára aldur. Því er ekki beint á nokkurn hátt gegn Þjóðkirkjunni, öðrum trúfélögum eða trú almennt. Trú- og lífsskoðunarfélög leika gríðarlega mikilvæg hlutverk í samfélaginu hjá þeim sem þau aðhyllast og munu áfram gera. Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að koma í veg fyrir að ríkisvaldið hlutist til um í hvaða trú- eða lífskoðunarfélögum fólk er í án skýrrar afstöðu þess sjálfs þar sem grundvallaratriði er að trú er nokkuð sem fólk finnur hjá sjálfu sér og velur að verða hluti af. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Trúmál Þjóðkirkjan Börn og uppeldi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Sjá meira
Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. Það að trúa tilheyrir þó engum öðrum en einstaklingnum og það er mikilvægt að þátttaka í trúfélagi sé að meðvituðu frumkvæði hans sjálfs. Þetta er auðvitað persónulegt mál en því til viðbótar er hins vegar að rétturinn til að standa utan félaga er stjórnarskrárvarinn og ekki síður mikilvægur en trúfrelsið. Í vikunni lagði ég fram ásamt nokkrum ágætum þingmönnum frumvarp sem felur í sér breytingar á skráningum í trúfélög. Breytingarnar miða einkum að því að verja börn gagnvart því að ríkið sjálfkrafa skrái þau í trúfélög foreldra án undangengins samþykkis þeirra sjálfra eða foreldranna. Núverandi lög fara gegn félagafrelsinu Sjálfkrafa skráning ríkisins í trúfélög fer illa að félagafrelsinu og gengur því breytingin út á að skráning í trúfélag verði eingöngu gerð af foreldrum eða forráðamönnum sem fara með persónulega hagi þess en ríkisvaldið hafi ekki frumkvæði að ákvörðun um félagsaðild barna, hvorki með sjálfkrafa skráningu né öðrum leiðum. Einnig er í frumvarpinu kveðið á um þá breytingu að 12 ára börnum er veittheimild til að ákveða félagsaðild sína í trúfélagi í stað 16 ára eins og kveðið er á um í dag.Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir því að 12 ára gamalt barn hafi nægilegan þroska til að hafa skoðun á því í hvaða trú- eða lífsskoðunarfélag það er skráð – og því eðlilegt að réttur barnsins til skráningar fylgi þá með og sé ekki þrengri en nauðsynlegt er. Þá er í frumvarpi mínu einnig að finna breytingu á núgildandi lögum sem afnemur ákvæði um að við úrsögn úr skráðu trúfélagi skuli beina beiðni um úrsögn til forstöðumanns þess félags sem í hlut á. Sú framkvæmd er augljóslega vond þar sem úrsögn getur verið persónulegt og erfitt mál og tengist jafnvel persónulegri reynslu eða samskiptum innan trúfélagsins. Grundvallaratriði að fólk velji trú sína Frumvarpið snýst í grunninn um að lögin endurspegli almenn réttindi og frelsi einstaklingsins, í þessu tilfelli félagafrelsi og að ríkisvaldið taki ekki ákvarðanir fyrir einstaklinginn að óþörfu. Frumvarpið hefur engin bein áhrif á tekjustofna trúfélaga þar sem fé fylgir ekki skráðum einstaklingum í trúfélög fyrr en við 16 ára aldur. Því er ekki beint á nokkurn hátt gegn Þjóðkirkjunni, öðrum trúfélögum eða trú almennt. Trú- og lífsskoðunarfélög leika gríðarlega mikilvæg hlutverk í samfélaginu hjá þeim sem þau aðhyllast og munu áfram gera. Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að koma í veg fyrir að ríkisvaldið hlutist til um í hvaða trú- eða lífskoðunarfélögum fólk er í án skýrrar afstöðu þess sjálfs þar sem grundvallaratriði er að trú er nokkuð sem fólk finnur hjá sjálfu sér og velur að verða hluti af. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar