Handbolti

Króatía keyrði yfir Bar­ein í síðari hálf­leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik Barein og Króatíu í kvöld.
Úr leik Barein og Króatíu í kvöld. EPA-EFE/Johan Nilsson

Lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein léku einkar vel í fyrri hálfleik gegn Króatíu í síðasta leik liðanna í milliriðli IV á HM í handbolta. Í síðari hálfleik reyndist Króatía mun sterkari aðilinn og vann á endanum 11 marka sigur, lokatölur 43-32.

Staðan í hálfleik var 17-16 Króatíu í vil en ljóst er að Króatarnir hafa tekið ákvörðun í hálfleik um að bæta spilamennsku sína áður en liðið héldi heim á leið. Króatar röðuðu inn mörkum og unnu síðari hálfleikinn með 10 mörkum og leikinn með 11 mörkum, lokatölur 43-32.

Ivan Martinović og Filip Glavaš voru markahæstir í liði Króatíu með 11 mörk hvor. Króatía endar því í 3. sæti riðilsins með 7 stig en Barein sæti neðar með 4 stig.

Önnur úrslit voru þau að Serbía vann Holland með tveggja marka mun, 32-30, í milliriðli III. Hvorugt lið átti möguleika á að komast í 8-liða úrslit fyrir leik kvöldsins. Í Forsetabikarnum vann Norður-Makedónía fimmtán marka sigur á Marokkó, lokatölur 40-25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×