Ekki boðlegt fyrir landsliðsþjálfara Íslands Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2023 11:27 Guðmundi Guðmundssyni var heitt í hamsi þegar hann fór í viðtöl eftir lokaleik Íslands á HM í gær. VÍSIR/VILHELM Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg. „Ég gerði kröfu um það í aðdraganda mótsins að Ísland næði einu af átta efstu sætunum. Ég gerði mér vonir um það að íslenska liðið myndi enda í sjötta sæti. Það var ofmat á íslenska liðinu að ætlast til þess að það næði í verðlaun á þessu heimsmeistaramóti. Við erum bara ekki komnir þangað. En að ná ekki einu af átta efstu sætunum eru sannarlega mikil vonbrigði,“ sagði Guðjón, eða Gaupi eins og hann er oftast kallaður, en hlusta má á viðtalið við hann hér að neðan. Ísland endar sennilega í 11. eða 12. sæti á HM, allt eftir úrslitum leikja í dag, en Guðjón segir að átján mínútna kafli í tapinu gegn Ungverjum hafi á endanum ráðið örlögum Íslands. Telur hann Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara bera ábyrgð á því? Bentum á að það væri hættulegt að fara þá leið „Auðvitað er það liðið líka. Besti maður liðsins klikkar á þremur dauðafærum. En þjálfarinn ber líka ábyrgð. Við sáum það í viðtölum eftir leikinn í gær líka sérstaklega, að hann talar um að sérfræðingar hafi verið með „eftir á“-skýringar. Ég verð að leggja hér orð í belg. Í Pallborði á Vísi í aðdraganda mótsins, þá sáum við þetta svolítið fyrir. Við sögðum þar að hann myndi nota átta leikmenn í tveimur fyrstu leikjunum, sem hann og gerði,“ sagði Guðjón og hélt áfram: „Við bentum líka á að það væri hættulegt fyrir hann að fara þá leið, einfaldlega vegna þess að íslenska liðið var búið að leika tvo vináttulandsleiki í Þýskalandi í aðdraganda mótsins og við vissum líka að Ómar Ingi Magnússon var ekki heill heilsu og að það væru áhöld um stöðuna á Aroni Pálmarssyni. Auðvitað eru það mikil áföll að missa þessa tvo leikmenn út úr liðinu en við getum ekki hengt okkur á það, og þjálfarinn getur ekki leyft sér að tala um „eftir á“-skýringar. Það var búið að tala um þetta allt í aðdraganda mótsins,“ sagði Guðjón og bætti við að landsliðsþjálfari yrði alltaf að axla ábyrgð. „Eftir suma leiki henti hann liðinu bara undir rútuna. Hann var svekktur og sár, búinn að undirbúa liðið af kostgæfni, ég efast ekki um það. En að segja að þetta séu „eftir á“-skýringar, ég kaupi það alls ekki.“ „Hann brást mjög illur við í þessu viðtali“ Guðjón sagði sömuleiðis ekki boðlegt hvernig landsliðsþjálfarinn hefði látið í viðtali við Helgu Margréti Höskuldsdóttur á RÚV eftir leikinn við Brasilíu í gær: „Hann brást mjög illur við í þessu viðtali. Ég verð að segja alveg eins og er að fyrir landsliðsþjálfara Íslands finnst mér það ekki boðlegt. Menn verða jú að halda haus, sama hvort það gengur vel eða illa. Þú getur ekki bara ætlast til að fá þægilegar spurningar ef það gengur illa, og að þetta sé svolítið eftir þínu höfði. Mér fannst svörin við Helgu, sem tók mjög gott viðtal og spurði bara eðlilegra spurninga, ekki nægilega góð.“ Guðjón tekur hins vegar ekki undir með þeim sem kallað hafa eftir því að Guðmundur stígi frá borði, og bendir á að fram undan séu mikilvægir leikir við Tékkland 8. og 12. mars í undankeppni EM, sem lýkur í vor. Evrópumótið fer svo fram í Þýskalandi í janúar á næsta ári. Óvarlegt að skipta um þjálfara núna „Ég myndi telja það mjög óvarlegt að skipta um þjálfara á þessum tímapunkti, nema því aðeins að hann vildi það sjálfur. En auðvitað verða menn að skoða mótið. Handknattleikssambandið þarf að fara í saumana á mótinu, það þarf að tala við leikmenn íslenska liðsins. Þeir geta og vilja ná góðum árangri í Þýskalandi, sem ég held að sé mögulegt. En auðvitað verður þjálfarinn að bera ábyrgð á gengi liðsins núna. Það var ekki nægilega gott. Væntingarnar voru miklar. Það má ekki gleyma því að Guðmundur hafði það að markmiði að ná ólympíusæti. Þegar hann tók við liðinu fyrir fimm árum ætlaði hann að koma íslenska liðinu á þremur árum á meðal átta bestu handboltaþjóða í heimi. Það hefur bara ekki tekist nægilega vel,“ sagði Guðjón og bætti einnig við: „Ég undirstrika að Guðmundur er frábær þjálfari. Eini íslenski þjálfarinn sem hefur náð í verðlaun á stórmóti með íslenskt landslið.“ Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Bítið Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
„Ég gerði kröfu um það í aðdraganda mótsins að Ísland næði einu af átta efstu sætunum. Ég gerði mér vonir um það að íslenska liðið myndi enda í sjötta sæti. Það var ofmat á íslenska liðinu að ætlast til þess að það næði í verðlaun á þessu heimsmeistaramóti. Við erum bara ekki komnir þangað. En að ná ekki einu af átta efstu sætunum eru sannarlega mikil vonbrigði,“ sagði Guðjón, eða Gaupi eins og hann er oftast kallaður, en hlusta má á viðtalið við hann hér að neðan. Ísland endar sennilega í 11. eða 12. sæti á HM, allt eftir úrslitum leikja í dag, en Guðjón segir að átján mínútna kafli í tapinu gegn Ungverjum hafi á endanum ráðið örlögum Íslands. Telur hann Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara bera ábyrgð á því? Bentum á að það væri hættulegt að fara þá leið „Auðvitað er það liðið líka. Besti maður liðsins klikkar á þremur dauðafærum. En þjálfarinn ber líka ábyrgð. Við sáum það í viðtölum eftir leikinn í gær líka sérstaklega, að hann talar um að sérfræðingar hafi verið með „eftir á“-skýringar. Ég verð að leggja hér orð í belg. Í Pallborði á Vísi í aðdraganda mótsins, þá sáum við þetta svolítið fyrir. Við sögðum þar að hann myndi nota átta leikmenn í tveimur fyrstu leikjunum, sem hann og gerði,“ sagði Guðjón og hélt áfram: „Við bentum líka á að það væri hættulegt fyrir hann að fara þá leið, einfaldlega vegna þess að íslenska liðið var búið að leika tvo vináttulandsleiki í Þýskalandi í aðdraganda mótsins og við vissum líka að Ómar Ingi Magnússon var ekki heill heilsu og að það væru áhöld um stöðuna á Aroni Pálmarssyni. Auðvitað eru það mikil áföll að missa þessa tvo leikmenn út úr liðinu en við getum ekki hengt okkur á það, og þjálfarinn getur ekki leyft sér að tala um „eftir á“-skýringar. Það var búið að tala um þetta allt í aðdraganda mótsins,“ sagði Guðjón og bætti við að landsliðsþjálfari yrði alltaf að axla ábyrgð. „Eftir suma leiki henti hann liðinu bara undir rútuna. Hann var svekktur og sár, búinn að undirbúa liðið af kostgæfni, ég efast ekki um það. En að segja að þetta séu „eftir á“-skýringar, ég kaupi það alls ekki.“ „Hann brást mjög illur við í þessu viðtali“ Guðjón sagði sömuleiðis ekki boðlegt hvernig landsliðsþjálfarinn hefði látið í viðtali við Helgu Margréti Höskuldsdóttur á RÚV eftir leikinn við Brasilíu í gær: „Hann brást mjög illur við í þessu viðtali. Ég verð að segja alveg eins og er að fyrir landsliðsþjálfara Íslands finnst mér það ekki boðlegt. Menn verða jú að halda haus, sama hvort það gengur vel eða illa. Þú getur ekki bara ætlast til að fá þægilegar spurningar ef það gengur illa, og að þetta sé svolítið eftir þínu höfði. Mér fannst svörin við Helgu, sem tók mjög gott viðtal og spurði bara eðlilegra spurninga, ekki nægilega góð.“ Guðjón tekur hins vegar ekki undir með þeim sem kallað hafa eftir því að Guðmundur stígi frá borði, og bendir á að fram undan séu mikilvægir leikir við Tékkland 8. og 12. mars í undankeppni EM, sem lýkur í vor. Evrópumótið fer svo fram í Þýskalandi í janúar á næsta ári. Óvarlegt að skipta um þjálfara núna „Ég myndi telja það mjög óvarlegt að skipta um þjálfara á þessum tímapunkti, nema því aðeins að hann vildi það sjálfur. En auðvitað verða menn að skoða mótið. Handknattleikssambandið þarf að fara í saumana á mótinu, það þarf að tala við leikmenn íslenska liðsins. Þeir geta og vilja ná góðum árangri í Þýskalandi, sem ég held að sé mögulegt. En auðvitað verður þjálfarinn að bera ábyrgð á gengi liðsins núna. Það var ekki nægilega gott. Væntingarnar voru miklar. Það má ekki gleyma því að Guðmundur hafði það að markmiði að ná ólympíusæti. Þegar hann tók við liðinu fyrir fimm árum ætlaði hann að koma íslenska liðinu á þremur árum á meðal átta bestu handboltaþjóða í heimi. Það hefur bara ekki tekist nægilega vel,“ sagði Guðjón og bætti einnig við: „Ég undirstrika að Guðmundur er frábær þjálfari. Eini íslenski þjálfarinn sem hefur náð í verðlaun á stórmóti með íslenskt landslið.“
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Bítið Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira