Flóttamenn á Íslandi: Maður af manni verður að máli kunnur Anh-Đào K. Trần og Atli Harðarson skrifa 23. janúar 2023 10:01 Í fyrirsögninni hér að ofan er tilvitnun í Hávamál þar sem segir: Funi kveikist af funa.Maður af manniverður að máli kunnuren til dælskur af dul. Þetta þýðir meðal annars að við öðlumst aukið vit með því að hitta annað fólk og tala við það. Í þessu gamla kvæði segir líka að „sá einn veit er víða ratar og hefir fjöld um farið.“ Skáldið sem orti þetta aftur í grárri forneskju skildi að menningarlegt ríkidæmi verður til þegar fólk kemur saman úr ólíkum áttum. Það bætir sjálfsþekkingu okkar að sjá eigin tilveru speglast í augum þeirra sem hafa ólíka reynslu. Undanfarin ár hefur annar höfundur þessa greinarkorns, Anh-Đào, tekið viðtöl við Víetnama sem komu hingað til lands sem flóttamenn árið 1979. Viðtölin segja sögu um líf þessa hóps en líka um samtíma okkar og samfélag. Umfjöllun um þau hefur birst í fræðilegum útgáfum. Fyrir Víetnamana sem komu hingað 1979 var margt gjörólíkt því sem þeir áttu að venjast. Einn þeirra, sem var bóndi, sagði frá komunni til landsins: „Þegar við fórum frá flugvellinum til Reykjavíkur horfði ég út um gluggann á rútunni og sá hvergi tré. Ég hugsaði með mér, hvernig get ég búið hér – hvað er hægt að rækta – ekki get ég gróðursett matjurtir – hvernig getum við lifað hérna.“ Samferðafólk hans hafði sömu áhyggjur og óttaðist að það væri lítið vit að setjast að í þessu landi. Það lýsir fyrstu árunum á Íslandi sem lífi á hrjóstrugum berangri þar sem auðnir, úfin hraun og vetrarmyrkur voru alger andstæða við birtuna heima, mannhafið og götur með skuggsælum trjám. Fáeinum vikum eftir komuna til landsins voru þau komin út á vinnumarkað og byrjuð að læra íslensku. Í viðtölunum kemur ýmislegt fram um málanám fólksins. Flest af því nam íslensku með hversdagslegum samskiptum fremur en með setu á námskeiðum enda naut það formlegrar íslenskukennslu í minna en hálft ár. Einnig kemur fram að þótt þau lærðu málið og stunduðu vinnu var erfitt fyrir þau að komast áfram á vinnumarkaði. Þorri hópsins var enn í sömu stöðu að fjórum áratugum liðnum, naut að vísu aukinnar viðurkenningar fyrir dugnað og áreiðanleika en stöðuhækkanir létu bíða eftir sér og þau höfðu ekki tækifæri til menntunar í skólakerfinu vegna þess að þau náðu ekki fullu valdi á tungumálinu. Af þessum sökum vantaði á að hæfileikar þeirra nytu sín. Annað efni sem sumir ræddu með trega og eftirsjá varðar ræktarsemi við víetnömskuna. Þótt hópnum sem kom 1979 hafi að mestu vegnað vel var það erfið reynsla að sjá börn sín tapa tengslum við móðurmálið. Um þetta sagði einn viðmælandinn: „Ég vann sjö daga vikunnar og hafði ekki tíma til að tala við þau á móðurmáli mínu. Þegar þau yrtu á mig eftir langan vinnudag svaraði ég stuttlega á íslensku. Ég var orðinn of þreyttur og þurfti að fara að sofa.“ Annar sagðist hafa reynt að tala víetnömsku við börnin sín „en þau önsuðu því ekki svo ég notaði þá litlu íslensku sem ég kunni til að ná sambandi við þau og fyrir vikið kunna þau lítið í víetnömsku.“ Raddir þessa fólks minna okkur á þann sannleika sem má lesa um í Hávamálum og var tæpt á hér í byrjun. Þær gefa líka tilefni til að hugsa um hvort við njótum ekki betur góðs af reynslu þeirra sem hafa víða ratað ef þau eiga þess bæði kost að leggja rækt við eigið mál og að læra íslensku. Atli Harðarson og Anh-Đào K. Trần starfa bæði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Atli hefur búið á Íslandi frá fæðingu. Anh-Đào flúði með fjölskyldu sinni frá Víetnam árið 1975. Hún var eftir það flóttamaður í Bandaríkjunum og flutti þaðan til Íslands árið 1984. Rannsóknir hennar á lífssögu víetnamskra flóttamanna á Íslandi voru unnar með styrk frá RANNÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Atli Harðarson Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrirsögninni hér að ofan er tilvitnun í Hávamál þar sem segir: Funi kveikist af funa.Maður af manniverður að máli kunnuren til dælskur af dul. Þetta þýðir meðal annars að við öðlumst aukið vit með því að hitta annað fólk og tala við það. Í þessu gamla kvæði segir líka að „sá einn veit er víða ratar og hefir fjöld um farið.“ Skáldið sem orti þetta aftur í grárri forneskju skildi að menningarlegt ríkidæmi verður til þegar fólk kemur saman úr ólíkum áttum. Það bætir sjálfsþekkingu okkar að sjá eigin tilveru speglast í augum þeirra sem hafa ólíka reynslu. Undanfarin ár hefur annar höfundur þessa greinarkorns, Anh-Đào, tekið viðtöl við Víetnama sem komu hingað til lands sem flóttamenn árið 1979. Viðtölin segja sögu um líf þessa hóps en líka um samtíma okkar og samfélag. Umfjöllun um þau hefur birst í fræðilegum útgáfum. Fyrir Víetnamana sem komu hingað 1979 var margt gjörólíkt því sem þeir áttu að venjast. Einn þeirra, sem var bóndi, sagði frá komunni til landsins: „Þegar við fórum frá flugvellinum til Reykjavíkur horfði ég út um gluggann á rútunni og sá hvergi tré. Ég hugsaði með mér, hvernig get ég búið hér – hvað er hægt að rækta – ekki get ég gróðursett matjurtir – hvernig getum við lifað hérna.“ Samferðafólk hans hafði sömu áhyggjur og óttaðist að það væri lítið vit að setjast að í þessu landi. Það lýsir fyrstu árunum á Íslandi sem lífi á hrjóstrugum berangri þar sem auðnir, úfin hraun og vetrarmyrkur voru alger andstæða við birtuna heima, mannhafið og götur með skuggsælum trjám. Fáeinum vikum eftir komuna til landsins voru þau komin út á vinnumarkað og byrjuð að læra íslensku. Í viðtölunum kemur ýmislegt fram um málanám fólksins. Flest af því nam íslensku með hversdagslegum samskiptum fremur en með setu á námskeiðum enda naut það formlegrar íslenskukennslu í minna en hálft ár. Einnig kemur fram að þótt þau lærðu málið og stunduðu vinnu var erfitt fyrir þau að komast áfram á vinnumarkaði. Þorri hópsins var enn í sömu stöðu að fjórum áratugum liðnum, naut að vísu aukinnar viðurkenningar fyrir dugnað og áreiðanleika en stöðuhækkanir létu bíða eftir sér og þau höfðu ekki tækifæri til menntunar í skólakerfinu vegna þess að þau náðu ekki fullu valdi á tungumálinu. Af þessum sökum vantaði á að hæfileikar þeirra nytu sín. Annað efni sem sumir ræddu með trega og eftirsjá varðar ræktarsemi við víetnömskuna. Þótt hópnum sem kom 1979 hafi að mestu vegnað vel var það erfið reynsla að sjá börn sín tapa tengslum við móðurmálið. Um þetta sagði einn viðmælandinn: „Ég vann sjö daga vikunnar og hafði ekki tíma til að tala við þau á móðurmáli mínu. Þegar þau yrtu á mig eftir langan vinnudag svaraði ég stuttlega á íslensku. Ég var orðinn of þreyttur og þurfti að fara að sofa.“ Annar sagðist hafa reynt að tala víetnömsku við börnin sín „en þau önsuðu því ekki svo ég notaði þá litlu íslensku sem ég kunni til að ná sambandi við þau og fyrir vikið kunna þau lítið í víetnömsku.“ Raddir þessa fólks minna okkur á þann sannleika sem má lesa um í Hávamálum og var tæpt á hér í byrjun. Þær gefa líka tilefni til að hugsa um hvort við njótum ekki betur góðs af reynslu þeirra sem hafa víða ratað ef þau eiga þess bæði kost að leggja rækt við eigið mál og að læra íslensku. Atli Harðarson og Anh-Đào K. Trần starfa bæði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Atli hefur búið á Íslandi frá fæðingu. Anh-Đào flúði með fjölskyldu sinni frá Víetnam árið 1975. Hún var eftir það flóttamaður í Bandaríkjunum og flutti þaðan til Íslands árið 1984. Rannsóknir hennar á lífssögu víetnamskra flóttamanna á Íslandi voru unnar með styrk frá RANNÍS.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun