Handbolti

Frakkar ó­sigraðir í átta liða úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nikola og Luka Karabatic sáttir.
Nikola og Luka Karabatic sáttir. Foto Olimpik/Getty Images

Frakkland og Spánn mættust í toppslag milliriðils eitt á HM í handbolta. Frakkar unnu leikinn 28-26 og þar með riðilinn. Fyrir leik höfðu bæði lið unnið alla sína leiki á mótinu og því varð eitthvað undan að láta.

Það var lýsandi fyrir gengi liðanna til þessa á mótinu að staðan í hálfleik var jöfn 13-13. Spánverjar héldu sig við þann fjölda marka í síðari hálfleik sömuleiðis á meðan Frakkland bætti í og skoraði tveimur mörkum meira.

Það var því Frakkland sem vann leikinn með tveggja marka mun, lokatölur 28-26. Mörk franska liðsins dreifðust vel en alls voru fjórir leikmenn sama markahæstir með fjögur mörk hver. Hjá Spáni var Daniel Fernandez Jimenez markahæstur með sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×