Þunglyndi, psilocybin og aktívismi Steindór J. Erlingsson skrifar 21. janúar 2023 12:00 Illt er að hreppa auðnurán illum tældur draumi; síðan flytjast friðar án í forlagana straumi. Það er með þungum hug sem ég rita þessar línur. Eins og sumir lesendur vita var ég á árum áður virkur þátttakandi í umræðu um ýmis málefni hér á landi, þar á meðal um Íslenska erfðagreiningu, þjóðkirkjuna, geðlæknisfræði, lyfjaiðnaðinn og starfsgetumatið. Álagið sem fylgdi aktívismanum hafði skelfileg áhrif á mitt ofurviðkvæma geð, sem varð til þess að fyrir sex árum síðan ákvað ég að láta staðar numið. Í ljósi umræðunnar um ofskynjunarlyfið psilocybin, sem nú tröllríður samfélaginu, finnst mér rétt að reka hausinn eilítið út úr skelinni. Þunglyndi Ég hef áratuga reynslu af baráttu við erfiðar geðraskanir, fyrst og fremst skelfilegt þunglyndi og kvíða, sem eiga rætur sínar í hörmulegum áföllum sem ég varð fyrir í Eþíópíu árið 1988. Af þessum sökum þekki ég vel til úrræða geðheilbrigðisþjónustunnar, svo sem spítalainnlagnir, raflækningar, lyfjameðferðir og sálfræðimeðferð, sem heimti mig loks úr helju. Ég átti það til að vera lokaður inni í helvíti þunglyndisins í áraraðir og virtist ekkert geta hjálpað. Af þessum sökum skil ég vel þrána eftir töfralausn sem getur, eins og hendi sé veifað, losað um þjáninguna. Við sem höfum kynnt okkur sögu geðlæknisfræðinnar vitum að þegar nýir lyfjaflokkar koma á markað er gjarnan talað um að framundan sé bylting í meðferð ákveðinna geðraskana. En því miður hefur þetta oft reynst sýnd veiði en ekki gefin. Ef við horfum sérstaklega á þunglyndi þá kemur fram í grein Ormels og félaga, sem birtist í fyrra í Clinical Psychology Review, að þrátt fyrir síðaukið aðgengi að meðferðum frá því á 9unda áratugnum hafi ekki dregið úr tíðni röskunarinnar. Psilocybin Þegar þetta er haft í huga er ekki skrýtið að jafnt aktívistar sem sérfræðingar, sem sumir eru einnig aktívistar, leyti logandi ljósi að nýjum aðferðum til þess að draga úr þjáningunni sem lamar líf fólks úti í samfélaginu. Allt er horfið heimsins lán, hvergi gleði nýt ég; trúar, vonar, ástar án einn því flækjast hlýt ég. Það sætir því ekki undrun þótt sumir í hópum aktívista og sérfræðinga bindi miklar vonir við ofskynjunarlyfið psilocybin. Ég hef á undanförnum misserum heyrt stórkarlalegar yfirlýsingar um lækningamátt lyfsins. Í ljósi þess sem ég veit um söguna þá kveikir slík umræða sjálfkrafa á efastöð heilans. Af þeim sökum fannst mér rétt að líta á það nýjasta sem vísindin segja um efnið. Í grein Goodwins og félaga, sem birtist skömmu fyrir áramót í New England Journal of Medicine, segir að stærri og lengri rannsóknir, sem innihaldi þar á meðal samanburð við núverandi meðferðir, séu nauðsynlegar áður en hægt sé að fullyrða neitt um virkni og öryggi psilocybins sem meðferðarúrræði við mjög erfiðu þunglyndi. Svipaðir varnaglar eru slegnir í yfirlitsgrein Dodds og félaga sem birtist í fyrra í CNS Spectrums. Aktívismi Eitt af því mikilvægasta sem aktívistar verða að tileinka sér er ákveðin rörsýn, sérstaklega þegar við ofurefli er að etja, sem nærð er af löngun þeirra til þess að leita réttlætis og bæta velferð almennings. Þetta þekki ég af eigin reynslu og að vísindin geta reynst aktívistanum óþægur ljár í þúfu. Sem fræðimaður hef ég alltaf reynt, ég ítreka, REYNT, að draga úr rörsýninni með því að vera algjörlega sjálfstæður og hella mér út í vísindaliteratúrinn sem liggur að baki málefnunum sem ég hef fjallað um. Við sem eigum að baki langt rannsóknatengt háskólanám höfðum með rannsóknum okkar reynt að nálgast sannleikann, en við vitum að okkur stendur einungis til boða sannleikur með litlu s-i. Þetta eiga aktívistar gjarnan erfitt með að sætta sig við. Þeir telja sig stundum hafa í höndunum sannleikann með stóru S-i. Hann er hins vegar einungis til staðar í trúarbrögðum, sem fékk til að mynda Votta Jehóva til þess að ganga hús úr húsi í viðleitni sinni að bjarga sálu fólks. Ég kannast því miður við einn aktívista sem hagar sér á hliðstæðan hátt. Hann fer einnig hús og húsi og færir geðsjúku fólki hjálpræði sitt, psilocybin. Ég hef á undanförnum tveimur árum kynnst fyrir tilviljun fjórum einstaklingum sem umræddur atívisti hefur fært hjálpræði sitt. Þrír þeirra eru að kljást við lífshættulegt þunglyndi og áttu tveir úr þessum hópi að baki eina eða fleiri mjög alvarlegar sjálfsvígstilraunir ekki löngu áður en aktívistann bar að garði. Ég tel nauðsynlegt að stöðva viðlíka starfsemi, enda fæ ég ekki betur séð en að hér sé á ferðinni varasamt trúboð. Niðurlag Samanburðarrannsóknir munu ef til vill leiða í ljós að psilocybin sé töframeðferðin sem geðlæknisfræðin hefur leitað að í gegnum aldirnar. En þangað til skulum við gjalda varhug við öllum þeim sem telja sig hafa höndlað psilocybin-sannleikann með stóru S-i. Enginn spornar ýta við örlaga þungum straumi. Ó, að ég mætti finna frið fjarri heimsins glaumi. Með þriðja og síðasta erindi „Þunglyndis“ eftir Kristján Jónsson Fjallaskáld þakka ég lesturinn. Byggt á erindi sem flutt var á Læknadögum 18. janúar, 2023. Höfundur er öryrki með BSc gráðu í líffræði og MSc og PhD gráður í vísindasagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Illt er að hreppa auðnurán illum tældur draumi; síðan flytjast friðar án í forlagana straumi. Það er með þungum hug sem ég rita þessar línur. Eins og sumir lesendur vita var ég á árum áður virkur þátttakandi í umræðu um ýmis málefni hér á landi, þar á meðal um Íslenska erfðagreiningu, þjóðkirkjuna, geðlæknisfræði, lyfjaiðnaðinn og starfsgetumatið. Álagið sem fylgdi aktívismanum hafði skelfileg áhrif á mitt ofurviðkvæma geð, sem varð til þess að fyrir sex árum síðan ákvað ég að láta staðar numið. Í ljósi umræðunnar um ofskynjunarlyfið psilocybin, sem nú tröllríður samfélaginu, finnst mér rétt að reka hausinn eilítið út úr skelinni. Þunglyndi Ég hef áratuga reynslu af baráttu við erfiðar geðraskanir, fyrst og fremst skelfilegt þunglyndi og kvíða, sem eiga rætur sínar í hörmulegum áföllum sem ég varð fyrir í Eþíópíu árið 1988. Af þessum sökum þekki ég vel til úrræða geðheilbrigðisþjónustunnar, svo sem spítalainnlagnir, raflækningar, lyfjameðferðir og sálfræðimeðferð, sem heimti mig loks úr helju. Ég átti það til að vera lokaður inni í helvíti þunglyndisins í áraraðir og virtist ekkert geta hjálpað. Af þessum sökum skil ég vel þrána eftir töfralausn sem getur, eins og hendi sé veifað, losað um þjáninguna. Við sem höfum kynnt okkur sögu geðlæknisfræðinnar vitum að þegar nýir lyfjaflokkar koma á markað er gjarnan talað um að framundan sé bylting í meðferð ákveðinna geðraskana. En því miður hefur þetta oft reynst sýnd veiði en ekki gefin. Ef við horfum sérstaklega á þunglyndi þá kemur fram í grein Ormels og félaga, sem birtist í fyrra í Clinical Psychology Review, að þrátt fyrir síðaukið aðgengi að meðferðum frá því á 9unda áratugnum hafi ekki dregið úr tíðni röskunarinnar. Psilocybin Þegar þetta er haft í huga er ekki skrýtið að jafnt aktívistar sem sérfræðingar, sem sumir eru einnig aktívistar, leyti logandi ljósi að nýjum aðferðum til þess að draga úr þjáningunni sem lamar líf fólks úti í samfélaginu. Allt er horfið heimsins lán, hvergi gleði nýt ég; trúar, vonar, ástar án einn því flækjast hlýt ég. Það sætir því ekki undrun þótt sumir í hópum aktívista og sérfræðinga bindi miklar vonir við ofskynjunarlyfið psilocybin. Ég hef á undanförnum misserum heyrt stórkarlalegar yfirlýsingar um lækningamátt lyfsins. Í ljósi þess sem ég veit um söguna þá kveikir slík umræða sjálfkrafa á efastöð heilans. Af þeim sökum fannst mér rétt að líta á það nýjasta sem vísindin segja um efnið. Í grein Goodwins og félaga, sem birtist skömmu fyrir áramót í New England Journal of Medicine, segir að stærri og lengri rannsóknir, sem innihaldi þar á meðal samanburð við núverandi meðferðir, séu nauðsynlegar áður en hægt sé að fullyrða neitt um virkni og öryggi psilocybins sem meðferðarúrræði við mjög erfiðu þunglyndi. Svipaðir varnaglar eru slegnir í yfirlitsgrein Dodds og félaga sem birtist í fyrra í CNS Spectrums. Aktívismi Eitt af því mikilvægasta sem aktívistar verða að tileinka sér er ákveðin rörsýn, sérstaklega þegar við ofurefli er að etja, sem nærð er af löngun þeirra til þess að leita réttlætis og bæta velferð almennings. Þetta þekki ég af eigin reynslu og að vísindin geta reynst aktívistanum óþægur ljár í þúfu. Sem fræðimaður hef ég alltaf reynt, ég ítreka, REYNT, að draga úr rörsýninni með því að vera algjörlega sjálfstæður og hella mér út í vísindaliteratúrinn sem liggur að baki málefnunum sem ég hef fjallað um. Við sem eigum að baki langt rannsóknatengt háskólanám höfðum með rannsóknum okkar reynt að nálgast sannleikann, en við vitum að okkur stendur einungis til boða sannleikur með litlu s-i. Þetta eiga aktívistar gjarnan erfitt með að sætta sig við. Þeir telja sig stundum hafa í höndunum sannleikann með stóru S-i. Hann er hins vegar einungis til staðar í trúarbrögðum, sem fékk til að mynda Votta Jehóva til þess að ganga hús úr húsi í viðleitni sinni að bjarga sálu fólks. Ég kannast því miður við einn aktívista sem hagar sér á hliðstæðan hátt. Hann fer einnig hús og húsi og færir geðsjúku fólki hjálpræði sitt, psilocybin. Ég hef á undanförnum tveimur árum kynnst fyrir tilviljun fjórum einstaklingum sem umræddur atívisti hefur fært hjálpræði sitt. Þrír þeirra eru að kljást við lífshættulegt þunglyndi og áttu tveir úr þessum hópi að baki eina eða fleiri mjög alvarlegar sjálfsvígstilraunir ekki löngu áður en aktívistann bar að garði. Ég tel nauðsynlegt að stöðva viðlíka starfsemi, enda fæ ég ekki betur séð en að hér sé á ferðinni varasamt trúboð. Niðurlag Samanburðarrannsóknir munu ef til vill leiða í ljós að psilocybin sé töframeðferðin sem geðlæknisfræðin hefur leitað að í gegnum aldirnar. En þangað til skulum við gjalda varhug við öllum þeim sem telja sig hafa höndlað psilocybin-sannleikann með stóru S-i. Enginn spornar ýta við örlaga þungum straumi. Ó, að ég mætti finna frið fjarri heimsins glaumi. Með þriðja og síðasta erindi „Þunglyndis“ eftir Kristján Jónsson Fjallaskáld þakka ég lesturinn. Byggt á erindi sem flutt var á Læknadögum 18. janúar, 2023. Höfundur er öryrki með BSc gráðu í líffræði og MSc og PhD gráður í vísindasagnfræði.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun