Fjölskylduvænni stemning í Fan Zone: Keyptu flugmiða aðra leið á HM Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2023 15:56 Mun færri en í fyrri tveimur leikjum Íslands á HM en frábær stemning. Myndir/Vilhelm Búist er við um fimm hundruð Íslendingum á leik Íslands og Suður-Kóreu í lokaleik riðilsins á HM. Ísland er með tvö stig í riðlinum en getur í raun enn unnið riðilinn ef úrslitin verða hagstæð í leik Ungverjalands og Portúgal. Fan Zone var aftur á móti að sjálfsögðu á sínum stað í dag og opnaði það klukkan 15 á staðartíma, þremur tímum fyrir leik. Þar var aðeins fjölskylduvænni stemning í dag en samt sem áður nokkur hundruð manns og góð og mikil stemning. „Mér líður bara mjög vel og ég held að þetta fari bara vel í kvöld,“ segir Unnur Ósk Steinþórsdóttir kærasta Bjarka Más Elíssonar sem var sjálf í góðu skapi í höllinni í dag. „Síðasti leikur var mjög skemmtilegur þangað til alveg í restina og þá var þetta svolítið leiðinlegt. En stemningin í síðasta leik var sturluð og það var ekkert eðlilega gaman að taka þátt í þessu.“ Unnur segist stundum verða stressuð þegar Bjarki er að henda sér inn úr horninu. „Já stundum er ég það, en hann er samt svo oft með þetta að maður getur samt heilt yfir verið nokkuð róleg,“ segir Unnur sem er handviss um að Ísland vinni leikinn á eftir. Klippa: Fjölskylduvænni stemning í Fan Zone: Keyptu flugmiða aðra leið á HM Í innslaginu hér að ofan, sem Sigurður Már Davíðsson tók, má sjá viðtal við tvo mikla meistara sem hafa verið alla riðlakeppnina hér í Svíþjóð, fara yfir til Gautaborgar á morgun og munu elta liðið allt mótið. Þeir einfaldlega keyptu sér flugmiða út, aðra leiðina og fara ekki heim fyrr en íslenska liðið hefur lokið sinni þátttöku á mótinu. Hér að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í fjörinu í Fan Zone í Kristanstad í dag. Fínasta stemning inni í sal. Vísir/vilhelm Allir klárir.Vísir/vilhelm Þessi fjölskylda lætur sig ekki vanta. Vísir/vilhelm Fjölskyldustemning í Fan Zone. Vísir/vilhelm Nokkur hundruð manns skemmta sér fyrir leik.Vísir/vilhelm Þessar tvær hafa verið alla riðlakeppnina. Vísir/vilhelm Fínasta mæting. Vísir/vilhelm Mikil eftirvænting fyrir leiknum. Vísir/vilhelm Andlitsmálningin allar til staðar. Vísir/vilhelm Þessar hressar fyrir leik. Vísir/vilhelm Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Ísland er með tvö stig í riðlinum en getur í raun enn unnið riðilinn ef úrslitin verða hagstæð í leik Ungverjalands og Portúgal. Fan Zone var aftur á móti að sjálfsögðu á sínum stað í dag og opnaði það klukkan 15 á staðartíma, þremur tímum fyrir leik. Þar var aðeins fjölskylduvænni stemning í dag en samt sem áður nokkur hundruð manns og góð og mikil stemning. „Mér líður bara mjög vel og ég held að þetta fari bara vel í kvöld,“ segir Unnur Ósk Steinþórsdóttir kærasta Bjarka Más Elíssonar sem var sjálf í góðu skapi í höllinni í dag. „Síðasti leikur var mjög skemmtilegur þangað til alveg í restina og þá var þetta svolítið leiðinlegt. En stemningin í síðasta leik var sturluð og það var ekkert eðlilega gaman að taka þátt í þessu.“ Unnur segist stundum verða stressuð þegar Bjarki er að henda sér inn úr horninu. „Já stundum er ég það, en hann er samt svo oft með þetta að maður getur samt heilt yfir verið nokkuð róleg,“ segir Unnur sem er handviss um að Ísland vinni leikinn á eftir. Klippa: Fjölskylduvænni stemning í Fan Zone: Keyptu flugmiða aðra leið á HM Í innslaginu hér að ofan, sem Sigurður Már Davíðsson tók, má sjá viðtal við tvo mikla meistara sem hafa verið alla riðlakeppnina hér í Svíþjóð, fara yfir til Gautaborgar á morgun og munu elta liðið allt mótið. Þeir einfaldlega keyptu sér flugmiða út, aðra leiðina og fara ekki heim fyrr en íslenska liðið hefur lokið sinni þátttöku á mótinu. Hér að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í fjörinu í Fan Zone í Kristanstad í dag. Fínasta stemning inni í sal. Vísir/vilhelm Allir klárir.Vísir/vilhelm Þessi fjölskylda lætur sig ekki vanta. Vísir/vilhelm Fjölskyldustemning í Fan Zone. Vísir/vilhelm Nokkur hundruð manns skemmta sér fyrir leik.Vísir/vilhelm Þessar tvær hafa verið alla riðlakeppnina. Vísir/vilhelm Fínasta mæting. Vísir/vilhelm Mikil eftirvænting fyrir leiknum. Vísir/vilhelm Andlitsmálningin allar til staðar. Vísir/vilhelm Þessar hressar fyrir leik. Vísir/vilhelm
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira