Vill banna kvendómara á HM karla Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2023 08:31 Systurnar Julie og Charlotte Bonaventura dæmdu á HM karla árið 2017 og eru enn að. Getty/Slavko Midzor Þrjú af dómarapörunum sem valin voru til að dæma á HM karla í handbolta eru skipuð konum. Ummæli fyrrverandi heims- og Evrópumeistarans Christians Shwarzer þess efnis að konur ættu ekki að dæma hjá körlum, og öfugt, hafa fallið í grýttan jarðveg. Konur hafa dæmt á stórmótum karla í handbolta síðustu ár og einnig til að mynda í sterkustu landsdeild heims, þýsku deildinni, sem og í Meistaradeild Evrópu. Við það er hinn 53 ára gamli Schwarzer, sem varð heimsmeistari með Þýskalandi árið 2007, ósáttur en hann sagði í hlaðvarpsþætti sínum, samkvæmt frétt Bild: „Ég hef ekki hugmynd um hvernig sú hugmynd kom upp að leyfa konum að dæma hjá körlum. Ég hefði ekki látið það gerast því þær geta dæmt hjá konum og karlar dæmt hjá körlum.“ Á meðal kvenna sem dæma á HM í Svíþjóð og Póllandi eru frönsku systurnar Charlotte og Julie Bonaventura, sem dæmdu einn af stórleikjum helgarinnar þegar Ísland og Ungverjaland mættust. Sorgmæddur og segir stopp Danski handboltasérfræðingurinn margreyndi Bent Nyegaard sá systurnar dæma þann leik og furðar sig á ummælum Schwarzer. „Maður verður bara pirraður og sorgmæddur yfir því að þetta sé einhver umræða. Sérstaklega þegar þetta kemur frá einhverjum sem er svona langt frá heiminum sem við lifum í, í dag. Þess vegna segi ég bara „stopp nú!“. Það eina sem skiptir máli er að ef þú hefur nógu mikla hæfileika þá skiptir engu máli hvort þú ert karl eða kona,“ sagði Nyegaard. At tænke sig i 2023 https://t.co/J1Z93qBS6F— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) January 15, 2023 Í samtali við Bild sagðist Schwarzer ekki sjá eftir ummælum sínum: „Ég var spurður út í dómara og sagði að ég teldi betra að konur myndu dæma HM kvenna en karlar dæma HM karla. Það er bara mín skoðun. Það þýðir ekki að ég hafi nokkuð á móti þeim. Það hvort að þær dæmi betur eða verr er opin spurning. Þetta er bara mín skoðun. Ég tel að það væri betra að karlar dæmdu hjá körlum en konur hjá konum. Það hefur ekkert með frammistöðu dómara að gera. Það er ekki heldur kvenhatur. Ég á dásamalega konu sjálfur og hef ekkert á móti konum,“ sagði Schwarzer. Samskiptin góð þegar Merz og Kuttler dæmdu leik Íslands og Þýskalands Þýska kvendómaraparið Maike Merz og Tanja Kuttler tjáði sig um málið við ARD í Þýskalandi. „Það góða er að við finnum engan mun. Okkur líður eins og við séum fullkomlega samþykktar. Tilfinningin er alltaf sú að samband okkar við leikmenn og þjálfara sé gott, og það skipti ekki máli hver það sé sem dæmir,“ sagði Kuttler. Fleiri en Nyegaard hafa mótmælt hugmyndum Schwarzer og þar á meðal er Johannes Golla, landsliðsmaður Þýskalands. „Fyrir mér er enginn munur á því hver dæmir leiki. Tveir kvendómarar [Merz og Kuttler] dæma í þýsku deildinni og eru einnig hér á HM. Þær voru einnig í vináttulandsleik sem við spiluðum við Ísland. Þar voru samskiptin á vellinum góð og full af virðingu,“ sagði Golla. HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Konur hafa dæmt á stórmótum karla í handbolta síðustu ár og einnig til að mynda í sterkustu landsdeild heims, þýsku deildinni, sem og í Meistaradeild Evrópu. Við það er hinn 53 ára gamli Schwarzer, sem varð heimsmeistari með Þýskalandi árið 2007, ósáttur en hann sagði í hlaðvarpsþætti sínum, samkvæmt frétt Bild: „Ég hef ekki hugmynd um hvernig sú hugmynd kom upp að leyfa konum að dæma hjá körlum. Ég hefði ekki látið það gerast því þær geta dæmt hjá konum og karlar dæmt hjá körlum.“ Á meðal kvenna sem dæma á HM í Svíþjóð og Póllandi eru frönsku systurnar Charlotte og Julie Bonaventura, sem dæmdu einn af stórleikjum helgarinnar þegar Ísland og Ungverjaland mættust. Sorgmæddur og segir stopp Danski handboltasérfræðingurinn margreyndi Bent Nyegaard sá systurnar dæma þann leik og furðar sig á ummælum Schwarzer. „Maður verður bara pirraður og sorgmæddur yfir því að þetta sé einhver umræða. Sérstaklega þegar þetta kemur frá einhverjum sem er svona langt frá heiminum sem við lifum í, í dag. Þess vegna segi ég bara „stopp nú!“. Það eina sem skiptir máli er að ef þú hefur nógu mikla hæfileika þá skiptir engu máli hvort þú ert karl eða kona,“ sagði Nyegaard. At tænke sig i 2023 https://t.co/J1Z93qBS6F— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) January 15, 2023 Í samtali við Bild sagðist Schwarzer ekki sjá eftir ummælum sínum: „Ég var spurður út í dómara og sagði að ég teldi betra að konur myndu dæma HM kvenna en karlar dæma HM karla. Það er bara mín skoðun. Það þýðir ekki að ég hafi nokkuð á móti þeim. Það hvort að þær dæmi betur eða verr er opin spurning. Þetta er bara mín skoðun. Ég tel að það væri betra að karlar dæmdu hjá körlum en konur hjá konum. Það hefur ekkert með frammistöðu dómara að gera. Það er ekki heldur kvenhatur. Ég á dásamalega konu sjálfur og hef ekkert á móti konum,“ sagði Schwarzer. Samskiptin góð þegar Merz og Kuttler dæmdu leik Íslands og Þýskalands Þýska kvendómaraparið Maike Merz og Tanja Kuttler tjáði sig um málið við ARD í Þýskalandi. „Það góða er að við finnum engan mun. Okkur líður eins og við séum fullkomlega samþykktar. Tilfinningin er alltaf sú að samband okkar við leikmenn og þjálfara sé gott, og það skipti ekki máli hver það sé sem dæmir,“ sagði Kuttler. Fleiri en Nyegaard hafa mótmælt hugmyndum Schwarzer og þar á meðal er Johannes Golla, landsliðsmaður Þýskalands. „Fyrir mér er enginn munur á því hver dæmir leiki. Tveir kvendómarar [Merz og Kuttler] dæma í þýsku deildinni og eru einnig hér á HM. Þær voru einnig í vináttulandsleik sem við spiluðum við Ísland. Þar voru samskiptin á vellinum góð og full af virðingu,“ sagði Golla.
HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira