Tónlist

Emmsjé Gauti á toppi Íslenska listans: „Hvaða klisja er það?“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Emmsjé Gauti trónir á toppi Íslenska listans á FM með lagið Klisja.
Emmsjé Gauti trónir á toppi Íslenska listans á FM með lagið Klisja. Vísir/Vilhelm

Rapparinn Emmsjé Gauti situr í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957 með ástarlagið Klisja. Aron Can fylgir fast á eftir með Morgunsólin og Rihanna skipar þriðja sæti með nýjasta lagið sitt Lift me up.

Klisja kom út síðastliðið sumar og er á einlægu nótunum. Í samtali við Íslenska listann sagði Gauti:

„Klisja er ástarlag, það er klisja að gera ástarlag. Lagið er samið um konuna mína og flutt í brúðkaupinu okkar, átti aldrei að koma út en síðar bara breytast hlutirnir. Hvaða klisja er það?“

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.

Lög Íslenska listans:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

Vinsælustu lögin á FM957 árið 2022

Á þessum síðasta degi ársins er vert að líta yfir farinn veg í tónlistarheiminum en Árslisti FM957 kynnti fyrr í dag vinsælustu lög ársins 2022 á stöðinni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.