Woke fyrir heimilið Þórarinn Hjartarson skrifar 13. janúar 2023 14:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tekið enn eitt skrefið í átt að réttlátu samfélagi. Nú munu opinberir starfsmenn sæta ábyrgð á sinni hegðun og skoðunum með hugrænni endurforritun til að koma í veg fyrir hatursorðræðu. Skyldunámskeið verða í boði fyrir starfsmenn þar sem þeir læra hvernig eigi að hugsa og koma í veg fyrir hatursorðræðu. Það hefur lengi verið vitað að eldra fólk er á rangri skoðun. Þessu samfélagsmeini hefur verið leyft að grassera óáreitt um langa hríð. En ekki lengur. Forsætisráðherra mun í krafti fræðslu koma í veg fyrir að eldri opinberir starfsmenn geti spúð hatri og röngum skoðunum yfir samborgara sína. Tjáningarfrelsi er mikilvægt svo lengi sem það er innan samþykkts ramma stjórnvalda um hvað sé rétt skoðun. Líkt og Katrín nefnir „er auðvitað ekki nema eðlilegt að við gerum ríkar kröfur til fólks í slíkum stöðum, að þau séu meðvituð um þessi málefni.“ En er þetta nóg? Um 30% launþega eru opinberir starfsmenn. Sem þýðir að um 70% geti enn óáreittir haldið í rangar og ógeðfelldar skoðanir. Hvert á fólk sem hefur réttar skoðanir og verður vitni að hatursorðræðu inni á sínum heimilum að leita? Lögreglan er með öllu vanbúin til þess að takast á við þetta vegna aukinnar hryðjuverkaógnar sem er bein afleiðing af hatursorðræðu. Ég legg til að stofnað verði ráðuneyti sannleikans. Slíkt ráðuneyti myndi hafa burði til að útrýma hatursorðræðu, koma í veg fyrir rangar skoðanir og færa okkur nær réttlátu samfélagi. Starfsmenn og embættismenn ráðuneytisins myndu skylda fólk með rangar skoðanir á námskeið gegn hatursorðræðu. Börn sem yrðu vitni af hatursorðræðu foreldra eða vina gætu sent nafnlausar ábendingar rafrænt til ráðuneytisins sem myndi gera viðeigandi ráðstafanir. Atvinnurekendur gætu sent upplýsingar um starfsfólk og starfsfólk um vinnufélaga. Þannig væri hægt að ná til fólks bæði innan og utan heimilis. Enginn myndi vera á rangri skoðun og hatursorðræða yrði kveðin í kútinn á skyldunámskeiðum hins opinbera. Íslensk heimili eiga betra skilið en að einungis 30% landsmanna séu á réttri skoðun. Ég hélt að við værum komin lengra. Það er árið 2023. Gerum betur. Höfundur er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Stjórnsýsla Tjáningarfrelsi Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tekið enn eitt skrefið í átt að réttlátu samfélagi. Nú munu opinberir starfsmenn sæta ábyrgð á sinni hegðun og skoðunum með hugrænni endurforritun til að koma í veg fyrir hatursorðræðu. Skyldunámskeið verða í boði fyrir starfsmenn þar sem þeir læra hvernig eigi að hugsa og koma í veg fyrir hatursorðræðu. Það hefur lengi verið vitað að eldra fólk er á rangri skoðun. Þessu samfélagsmeini hefur verið leyft að grassera óáreitt um langa hríð. En ekki lengur. Forsætisráðherra mun í krafti fræðslu koma í veg fyrir að eldri opinberir starfsmenn geti spúð hatri og röngum skoðunum yfir samborgara sína. Tjáningarfrelsi er mikilvægt svo lengi sem það er innan samþykkts ramma stjórnvalda um hvað sé rétt skoðun. Líkt og Katrín nefnir „er auðvitað ekki nema eðlilegt að við gerum ríkar kröfur til fólks í slíkum stöðum, að þau séu meðvituð um þessi málefni.“ En er þetta nóg? Um 30% launþega eru opinberir starfsmenn. Sem þýðir að um 70% geti enn óáreittir haldið í rangar og ógeðfelldar skoðanir. Hvert á fólk sem hefur réttar skoðanir og verður vitni að hatursorðræðu inni á sínum heimilum að leita? Lögreglan er með öllu vanbúin til þess að takast á við þetta vegna aukinnar hryðjuverkaógnar sem er bein afleiðing af hatursorðræðu. Ég legg til að stofnað verði ráðuneyti sannleikans. Slíkt ráðuneyti myndi hafa burði til að útrýma hatursorðræðu, koma í veg fyrir rangar skoðanir og færa okkur nær réttlátu samfélagi. Starfsmenn og embættismenn ráðuneytisins myndu skylda fólk með rangar skoðanir á námskeið gegn hatursorðræðu. Börn sem yrðu vitni af hatursorðræðu foreldra eða vina gætu sent nafnlausar ábendingar rafrænt til ráðuneytisins sem myndi gera viðeigandi ráðstafanir. Atvinnurekendur gætu sent upplýsingar um starfsfólk og starfsfólk um vinnufélaga. Þannig væri hægt að ná til fólks bæði innan og utan heimilis. Enginn myndi vera á rangri skoðun og hatursorðræða yrði kveðin í kútinn á skyldunámskeiðum hins opinbera. Íslensk heimili eiga betra skilið en að einungis 30% landsmanna séu á réttri skoðun. Ég hélt að við værum komin lengra. Það er árið 2023. Gerum betur. Höfundur er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun