Hrapandi lýðræðiseinkunn þjóðar S. Maggi Snorrason skrifar 13. janúar 2023 10:30 Giskaðu nú á hvað það var sem Ísland fékk hvorki meira né minna en 9,18 í einkunn af 10 árið 2021. Jú, auðvitað lýðræðið sem við höldum svo mikið upp á. Sú einkunn setur okkur í fimmta sæti á heimsvísu og þar erum við umkringd öðrum Norðurlöndum sem saman tróna á toppnum. Sú staða hljómar vel þar til við skoðum aftur í tímann og sjáum okkur í öðru sæti árið 2018 með 9,58 og þegar skráning hófst árið 2006 vorum við með einkunnina 9,71 [1]. Í því samhengi þá kemur upp töluvert dekkri mynd sem sýnir þjóð að dragast aftur úr. Að því sögðu fylgjum við í takt við heimsþróun í þessum málum og eins og fjallað var um á ráðstefnunni World Forum for Democracy seint á síðasta ári þá eru allir heimshlutar búnir að lækka í einkunn. Mikið hefur gengið á í heiminum þar sem ríki hafa fallið í einræðisstjórn, fólk misst trú á núverandi lýðræðislegum kerfum, nýjar áskoranir skapast vegna mikils hraða í tækniþróun og nýjungum, auk fleiri þátta sem ræddir voru á ráðstefnunni [2]. Þær upplýsingar sem eru til um aðrar þjóðir eiga mögulega ekki við um okkur þar sem lýðræðislegar áskoranir okkar og annarra þjóða geta verið gríðarlega mismunandi. Þrátt fyrir lélegt gengi lýðræðis annars staðar þá tel ég að við eigum ekki að afsaka okkar frammistöðu með því. Það er mikilvægt að við stöndum vörð um það lýðræði sem við búum við og leitum leiða til þess að efla það enn frekar. Það er verkefni sem mun vonandi aldrei líða undir lok því ef það endar þá hefur eitthvað farið rækilega úrskeiðis með lýðræðið. En þá má spyrja sig hvað það er sem þarf að standa vörð um. Á ráðstefnunni kom fram hugleiðing um hvort það sé í raun og veru lýðræði að kjósa bara á fjögurra ára fresti og svo ekkert meir. Niðurstaðan sem komist var að þá var að aðeins fulltrúalýðræði, þar sem eina aðkoma lýðsins að stjórnun þjóðar er í gegnum kosningarnar, er ekki nóg heldur þurfi aðkoma fólks að yfirvöldum að vera tryggð á fleiri vegu. Ég tel að við þurfum að passa okkur á að líta ekki á lýðræðið sem aðeins kosningar heldur heildarmöguleika almennings til að hafa áhrif í samfélaginu og þegar við veltum fyrir okkur hvað það er sem þurfi að standa vörð um þá tel ég það vera skyldu þeirra sem fara með völd að leita stöðugt til þjóðarinnar í allri ákvörðunartöku með viðeigandi og aðgengilegum hætti. Fólkið sjálft þarf að gera þessa kröfu til valdhafa og það er meira en að segja það að almenningur geti verið það aðhald sem þarf í lýðræðisríki. Fólk þarf að vita hvar og hvernig það getur haft áhrif og fengið réttar upplýsingar. Öll heimsins bestu tól verða gagnslaus ef enginn notar þau eða kann að nota þau. Þess vegna skiptir máli í framhaldinu að bæði fjölga og bæta þær leiðir sem standa fólki til boða til að hafa áhrif og samhliða þeim að efla lýðræðisvitund í samfélaginu. Þar komum við að ákveðnu lykilatriði: ungu fólki. Ungt fólk er framtíð hverrar þjóðar og keyrir áfram þær breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir framþróun hvers samfélags. Ef við komum fram við ungt fólk af virðingarleysi og hlustum ekki á það, ölum við upp kynslóð sem lætur vaða yfir sig. Þá kynslóð sitjum við svo uppi með í heila lífstíð. Hins vegar, ef við treystum ungu fólki fyrir ábyrgð, gefum því rými til að tjá sig og hlustum á það þá gefst þar risastórt tækifæri fyrir þau til að læra og öðlast lýðræðisvitundina sem þarf fyrir heilbrigt lýðræðisríki. Ungt fólk áttar sig alveg á því þegar það er ekki hlustað á það, jafnvel þó það fái að tala. Þess háttar framkoma í þeirra garð dregur úr trausti, letur það frá lýðræðisþátttöku og leiðir til ævarandi raddleysis. Upp á síðkastið hefur verið vinsælt að sýna ungt fólk taka þátt í verkefnum og það má sjá alls konar ungmennaráð undir ýmsum stofnunum og samtökum. Nú verða þeir aðilar að hugsa sig um hvort þetta séu ungmenni sem eru til skrauts og valfrjálsrar ráðleggingar, eða séu raunverulega að koma að ákvörðunartöku, sé haldið vel upplýstum um gang mála og aðstoðuð við að færa eitthvað raunverulegt að borðinu. Þá má hafa eftirfarandi mynd í huga sem sýnir mismunandi þrep stöðu ungmenna í átt að öflugri og uppbyggjandi ungmennaþátttöku sem sjá má efst í stiganum. Það sem ungt fólk þarf er aðkoma og þátttaka í öllu sem kemur þeim við. Til dæmis má velta fyrir sér: Væri betra að stofna ungmennaráð Alþingis fyrir 16-30 ára eða einfaldlega hafa ungt fólk á þingi? Hið síðara er augljóslega betri kosturinn ef við horfum á efsta þrepið. Ég sé ekki betur en að framtíð lýðræðis þjóðarinnar sé í höndum næstu kynslóða og það muni alltaf vera þannig. Ef við viljum styrkja lýðræðið þá er fjárfesting í ungu fólki oftar en ekki góð fjárfesting eins og í svo mörgu öðru. Höldum áfram að taka fleiri og stærri skref í að koma ungu fólki að, valdefla það svo það sé vel undirbúið þegar það tekur loks við keflinu og gefum þeim þau tól sem þau þurfa í þeirra vegferð. Það er mín lausn á hrapandi lýðræðiseinkunn Íslendinga. Höfundur er lýðræðisfulltrúi Landssambands ungmennafélaga. Heimildir: [1] Democracy Index 2021: The China challenge (London: EIU, 2022). [2] “Time for Facts 2022.” World Forum for Democracy, Council of Europe, tekið upp 7. nóvember, 2022. Myndband af ráðstefnu, 3:01:37. Sótt af https://www.coe.int/en/web/world-forum-democracy/time-for-facts-2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Giskaðu nú á hvað það var sem Ísland fékk hvorki meira né minna en 9,18 í einkunn af 10 árið 2021. Jú, auðvitað lýðræðið sem við höldum svo mikið upp á. Sú einkunn setur okkur í fimmta sæti á heimsvísu og þar erum við umkringd öðrum Norðurlöndum sem saman tróna á toppnum. Sú staða hljómar vel þar til við skoðum aftur í tímann og sjáum okkur í öðru sæti árið 2018 með 9,58 og þegar skráning hófst árið 2006 vorum við með einkunnina 9,71 [1]. Í því samhengi þá kemur upp töluvert dekkri mynd sem sýnir þjóð að dragast aftur úr. Að því sögðu fylgjum við í takt við heimsþróun í þessum málum og eins og fjallað var um á ráðstefnunni World Forum for Democracy seint á síðasta ári þá eru allir heimshlutar búnir að lækka í einkunn. Mikið hefur gengið á í heiminum þar sem ríki hafa fallið í einræðisstjórn, fólk misst trú á núverandi lýðræðislegum kerfum, nýjar áskoranir skapast vegna mikils hraða í tækniþróun og nýjungum, auk fleiri þátta sem ræddir voru á ráðstefnunni [2]. Þær upplýsingar sem eru til um aðrar þjóðir eiga mögulega ekki við um okkur þar sem lýðræðislegar áskoranir okkar og annarra þjóða geta verið gríðarlega mismunandi. Þrátt fyrir lélegt gengi lýðræðis annars staðar þá tel ég að við eigum ekki að afsaka okkar frammistöðu með því. Það er mikilvægt að við stöndum vörð um það lýðræði sem við búum við og leitum leiða til þess að efla það enn frekar. Það er verkefni sem mun vonandi aldrei líða undir lok því ef það endar þá hefur eitthvað farið rækilega úrskeiðis með lýðræðið. En þá má spyrja sig hvað það er sem þarf að standa vörð um. Á ráðstefnunni kom fram hugleiðing um hvort það sé í raun og veru lýðræði að kjósa bara á fjögurra ára fresti og svo ekkert meir. Niðurstaðan sem komist var að þá var að aðeins fulltrúalýðræði, þar sem eina aðkoma lýðsins að stjórnun þjóðar er í gegnum kosningarnar, er ekki nóg heldur þurfi aðkoma fólks að yfirvöldum að vera tryggð á fleiri vegu. Ég tel að við þurfum að passa okkur á að líta ekki á lýðræðið sem aðeins kosningar heldur heildarmöguleika almennings til að hafa áhrif í samfélaginu og þegar við veltum fyrir okkur hvað það er sem þurfi að standa vörð um þá tel ég það vera skyldu þeirra sem fara með völd að leita stöðugt til þjóðarinnar í allri ákvörðunartöku með viðeigandi og aðgengilegum hætti. Fólkið sjálft þarf að gera þessa kröfu til valdhafa og það er meira en að segja það að almenningur geti verið það aðhald sem þarf í lýðræðisríki. Fólk þarf að vita hvar og hvernig það getur haft áhrif og fengið réttar upplýsingar. Öll heimsins bestu tól verða gagnslaus ef enginn notar þau eða kann að nota þau. Þess vegna skiptir máli í framhaldinu að bæði fjölga og bæta þær leiðir sem standa fólki til boða til að hafa áhrif og samhliða þeim að efla lýðræðisvitund í samfélaginu. Þar komum við að ákveðnu lykilatriði: ungu fólki. Ungt fólk er framtíð hverrar þjóðar og keyrir áfram þær breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir framþróun hvers samfélags. Ef við komum fram við ungt fólk af virðingarleysi og hlustum ekki á það, ölum við upp kynslóð sem lætur vaða yfir sig. Þá kynslóð sitjum við svo uppi með í heila lífstíð. Hins vegar, ef við treystum ungu fólki fyrir ábyrgð, gefum því rými til að tjá sig og hlustum á það þá gefst þar risastórt tækifæri fyrir þau til að læra og öðlast lýðræðisvitundina sem þarf fyrir heilbrigt lýðræðisríki. Ungt fólk áttar sig alveg á því þegar það er ekki hlustað á það, jafnvel þó það fái að tala. Þess háttar framkoma í þeirra garð dregur úr trausti, letur það frá lýðræðisþátttöku og leiðir til ævarandi raddleysis. Upp á síðkastið hefur verið vinsælt að sýna ungt fólk taka þátt í verkefnum og það má sjá alls konar ungmennaráð undir ýmsum stofnunum og samtökum. Nú verða þeir aðilar að hugsa sig um hvort þetta séu ungmenni sem eru til skrauts og valfrjálsrar ráðleggingar, eða séu raunverulega að koma að ákvörðunartöku, sé haldið vel upplýstum um gang mála og aðstoðuð við að færa eitthvað raunverulegt að borðinu. Þá má hafa eftirfarandi mynd í huga sem sýnir mismunandi þrep stöðu ungmenna í átt að öflugri og uppbyggjandi ungmennaþátttöku sem sjá má efst í stiganum. Það sem ungt fólk þarf er aðkoma og þátttaka í öllu sem kemur þeim við. Til dæmis má velta fyrir sér: Væri betra að stofna ungmennaráð Alþingis fyrir 16-30 ára eða einfaldlega hafa ungt fólk á þingi? Hið síðara er augljóslega betri kosturinn ef við horfum á efsta þrepið. Ég sé ekki betur en að framtíð lýðræðis þjóðarinnar sé í höndum næstu kynslóða og það muni alltaf vera þannig. Ef við viljum styrkja lýðræðið þá er fjárfesting í ungu fólki oftar en ekki góð fjárfesting eins og í svo mörgu öðru. Höldum áfram að taka fleiri og stærri skref í að koma ungu fólki að, valdefla það svo það sé vel undirbúið þegar það tekur loks við keflinu og gefum þeim þau tól sem þau þurfa í þeirra vegferð. Það er mín lausn á hrapandi lýðræðiseinkunn Íslendinga. Höfundur er lýðræðisfulltrúi Landssambands ungmennafélaga. Heimildir: [1] Democracy Index 2021: The China challenge (London: EIU, 2022). [2] “Time for Facts 2022.” World Forum for Democracy, Council of Europe, tekið upp 7. nóvember, 2022. Myndband af ráðstefnu, 3:01:37. Sótt af https://www.coe.int/en/web/world-forum-democracy/time-for-facts-2022.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun