Skattamálum Samherja lokið með sátt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. janúar 2023 12:40 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir félagið hafa unnið af heilindum með skattyfirvöldum og afhent öll þau gögn sem óskað var eftir. Vísir Skatturinn hefur lokið rannsókn sem tók til bókhalds og skattskila samstæðu Samherja hf. árin 2010-2018 þar sem öll gögn í rekstri þeirra félaga voru ítarlega yfirfarin. Úttektinni lýkur í sátt á milli skattrannsóknarstjóra og Samherja. Þessar málalyktir felast í endurálagningu Skattsins á félög í samstæðu Samherja vegna rekstraráranna 2012-2018. Samhliða hefur embætti héraðssaksóknara fellt niður sakamál á hendur félögunum og starfsfólki þeirra og staðfest að hvorki stjórnendur né starfsmenn samstæðunnar hafi gerst sekir um refsiverð brot vegna þessa. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Samherji sendi frá sér fyrr í dag en Morgunblaðið greinir jafnframt frá því að að Samherji og annað tengt félag, Sæból, hafi í kjölfar endurálagningar greitt um 214 milljónir auk vaxta og dráttarvaxta. Þá greiðir félagið um 15 milljónir króna í sekt. Samherji hf. greiðir viðbótarskatt vegna staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds af nokkrum sjómönnum á erlendum skipum. Að teknu tilliti til leiðréttinga á tekjuskattsálagningu nemur nettó viðbótarskattgreiðsla Samherja hf. 60 milljónum króna. Á þessu tímabili greiddi félagið 30.116 milljónir króna í skatta og hækkar skattgreiðsla félagsins því um 0,2 prósent á tímabilinu vegna þessa. Segir umræðuna um félagið hafa verið hvassa Þá mun Sæból fjárfestingafélag ehf. Greiða tæplega 153 milljónir króna í viðbótarskatt. Þar af eru 20 prósent fjárhæðarinnar vegna álags. Skattlagningin kemur til þar sem tekjur dótturfélags Sæbóls erlendis voru taldar skattskyldar hér á landi. Þær tekjur fengust reyndar aldrei greiddar. Um þennan þátt málsins ríkti veruleg réttaróvissa sem skorið var úr með nýlegum dómi Landsréttar í sambærilegu máli. Á því tímabili sem var til rannsóknar greiddi Sæból alls 2.300 milljónir króna í skatta og hækkar skattgreiðsla félagsins því um 6 prósent á tímabilinu. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir félagið hafa unnið af heilindum með skattyfirvöldum og afhent öll þau gögn sem óskað var eftir. „Skattrannsóknarstjóri átti frumkvæði að því að ljúka málunum með sátt, svo því sé haldið til haga. Það hefur verið óvenjulega hvöss umræða um félagið og okkar fólk, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi. Það er því mikill léttir að geta hreinsað burt svo alvarlegar ásakanir með staðfestingu opinberra aðila. Hér er lykilatriði að málunum er nú lokið án þess að höfðað sé mál á hendur félaginu eða nokkrum einstaklingi.“ Skattar og tollar Sjávarútvegur Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Samhliða hefur embætti héraðssaksóknara fellt niður sakamál á hendur félögunum og starfsfólki þeirra og staðfest að hvorki stjórnendur né starfsmenn samstæðunnar hafi gerst sekir um refsiverð brot vegna þessa. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Samherji sendi frá sér fyrr í dag en Morgunblaðið greinir jafnframt frá því að að Samherji og annað tengt félag, Sæból, hafi í kjölfar endurálagningar greitt um 214 milljónir auk vaxta og dráttarvaxta. Þá greiðir félagið um 15 milljónir króna í sekt. Samherji hf. greiðir viðbótarskatt vegna staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds af nokkrum sjómönnum á erlendum skipum. Að teknu tilliti til leiðréttinga á tekjuskattsálagningu nemur nettó viðbótarskattgreiðsla Samherja hf. 60 milljónum króna. Á þessu tímabili greiddi félagið 30.116 milljónir króna í skatta og hækkar skattgreiðsla félagsins því um 0,2 prósent á tímabilinu vegna þessa. Segir umræðuna um félagið hafa verið hvassa Þá mun Sæból fjárfestingafélag ehf. Greiða tæplega 153 milljónir króna í viðbótarskatt. Þar af eru 20 prósent fjárhæðarinnar vegna álags. Skattlagningin kemur til þar sem tekjur dótturfélags Sæbóls erlendis voru taldar skattskyldar hér á landi. Þær tekjur fengust reyndar aldrei greiddar. Um þennan þátt málsins ríkti veruleg réttaróvissa sem skorið var úr með nýlegum dómi Landsréttar í sambærilegu máli. Á því tímabili sem var til rannsóknar greiddi Sæból alls 2.300 milljónir króna í skatta og hækkar skattgreiðsla félagsins því um 6 prósent á tímabilinu. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir félagið hafa unnið af heilindum með skattyfirvöldum og afhent öll þau gögn sem óskað var eftir. „Skattrannsóknarstjóri átti frumkvæði að því að ljúka málunum með sátt, svo því sé haldið til haga. Það hefur verið óvenjulega hvöss umræða um félagið og okkar fólk, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi. Það er því mikill léttir að geta hreinsað burt svo alvarlegar ásakanir með staðfestingu opinberra aðila. Hér er lykilatriði að málunum er nú lokið án þess að höfðað sé mál á hendur félaginu eða nokkrum einstaklingi.“
Skattar og tollar Sjávarútvegur Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira