Upplýsingaóreiða er lýðheilsuvandamál Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar 12. janúar 2023 10:01 Í upphafi nýs árs hefur lengi verið hefð fyrir því að fólk strengi sér áramótaheit. Þau geta verið eins mismunandi eins og þau eru mörg og hefur undirritaður sjálfur sett sér ýmis misgáfuleg markmið, sem hafa vissulega oftast gleymst á nokkrum vikum. Sú tegund áramótaheita sem er ef til vill hvað algengust er að fólk vill fara að huga að heilsu og mataræði í upphafi árs. Allir eru vel mettir af söltum mat og sælgæti eftir hátíðarnar og tilbúnir að nota tímamótin sem meðbyr til þess að umturna lífstílnum. Líkamsræktarstöðvarnar fyllast, auglýsingar um hvers kyns fæðubótaefni, töflur og töfralausnir til að komast í besta form lífsins fylla auglýsingaskilti og tímalínur landsmanna – og allt virðist svo auðvelt. Trúið mér, ég hef fallið fyrir þessu öllu saman! Þá er það stóra spurningin. Hvaða leið er rétt þegar maður ætlar að halda af stað í þessa vegferð? Sjálfur er ég með líklega í kringum tíu mismunandi heilsuáhrifavalda sem ég fylgi á mínum samfélagsmiðlum en gallinn er að þeir segja allir sitt hvorn hlutinn og mæla með mismunandi aðferðum. Hvernig á ég sem hreinræktaður félagsvísindamaður án nokkurs bakgrunns í næringartengdum fræðum að átta mig á því hvort best sé að fara á ketó, djúskúr eða telja macros, borða bara kjöt eða borða ekkert kjöt, nú eða bara fasta bróðurpart sólarhringsins? Það er að minnsta kosti ljóst að allir sem tala fyrir þessum mismunandi leiðum til þess að nærast eru mjög sannfærandi, og ekki get ég gert þetta allt í einu eða hvað? Þetta yfirgnæfandi magn upplýsinga um mataræði sem ég er fullviss um að einkennir ekki bara mína samfélagsmiðla er dæmi um upplýsingaóreiðu. Upplýsingaóreiða er mikið og vaxandi vandamál í nútímasamfélagi, þá sérstaklega á veraldarvefnum. Margir þekkja til hugtaksins í samhengi við falsfréttir og pólitískan málflutning, en upplýsingaóreiða er ekki síður mikil í heilsu- og lífstílstengdum upplýsingum og getur gert einstaklingum erfitt fyrir að nálgast og nýta sér áreiðanlegar upplýsingar um næringu og mataræði til að hlúa að eigin heilsu. Upplýsingaóreiða er þess vegna lýðheilsuvandamál. Hluti af lokaverkefni mínu til BA gráðu fólst í rannsókn á upplýsingaóreiðu um næringu og mataræði á íslenskum samfélagsmiðlareikningum og í íslenskum fjölmiðlum. Niðurstöðurnar sýndu með skýrum hætti að mikið magn misgóðra upplýsinga um næringu og mataræði er til staðar á íslensku bæði á Instagram og helstu vefmiðlum, t.a.m. gaf tæplega þriðjungur íslenskra Instagram reikninga ráðleggingar sem fara gegn opinberum ráðleggingum um næringu. Í heildina hafði minna en helmingur einstaklinga á bakvið viðkomandi reikninga háskólamenntun sem tengist faginu, og af þeim fimm reikningum sem höfðu flesta fylgjendur var einungis einn þar sem einstaklingurinn að baki reikningnum hafði háskólamenntun á sviðinu. Svipað var uppi á teningnum hvað vefmiðla varðar, en þar reyndist um helmingur umfjallana um næringu eða mataræði koma frá þjóðþekktum einstaklingi en einungis þriðjungur frá fagfólki. Það er því ærið tilefni, í upphafi árs þegar margir hverjir hefja sína vegferð til betri heilsu, að hvetja okkur öll eindregið til þess að vera meðvituð um þessa gríðarlegu upplýsingaóreiðu og þá hættu sem hún skapar. Mikilvægt er að leita sér að traustum upplýsingum og nota gagnrýna hugsun til þess að móta sér skoðun og taka þannig ábyrgar ákvarðanir um eigin heilsu. Höfundur er að ljúka námi í miðlun og almannatengslum úr Háskólanum á Bifröst. Fyrir áhugasama má benda á vef Embættis landlæknis þar sem má finna gagnlegar upplýsingar um heilsu og mataræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í upphafi nýs árs hefur lengi verið hefð fyrir því að fólk strengi sér áramótaheit. Þau geta verið eins mismunandi eins og þau eru mörg og hefur undirritaður sjálfur sett sér ýmis misgáfuleg markmið, sem hafa vissulega oftast gleymst á nokkrum vikum. Sú tegund áramótaheita sem er ef til vill hvað algengust er að fólk vill fara að huga að heilsu og mataræði í upphafi árs. Allir eru vel mettir af söltum mat og sælgæti eftir hátíðarnar og tilbúnir að nota tímamótin sem meðbyr til þess að umturna lífstílnum. Líkamsræktarstöðvarnar fyllast, auglýsingar um hvers kyns fæðubótaefni, töflur og töfralausnir til að komast í besta form lífsins fylla auglýsingaskilti og tímalínur landsmanna – og allt virðist svo auðvelt. Trúið mér, ég hef fallið fyrir þessu öllu saman! Þá er það stóra spurningin. Hvaða leið er rétt þegar maður ætlar að halda af stað í þessa vegferð? Sjálfur er ég með líklega í kringum tíu mismunandi heilsuáhrifavalda sem ég fylgi á mínum samfélagsmiðlum en gallinn er að þeir segja allir sitt hvorn hlutinn og mæla með mismunandi aðferðum. Hvernig á ég sem hreinræktaður félagsvísindamaður án nokkurs bakgrunns í næringartengdum fræðum að átta mig á því hvort best sé að fara á ketó, djúskúr eða telja macros, borða bara kjöt eða borða ekkert kjöt, nú eða bara fasta bróðurpart sólarhringsins? Það er að minnsta kosti ljóst að allir sem tala fyrir þessum mismunandi leiðum til þess að nærast eru mjög sannfærandi, og ekki get ég gert þetta allt í einu eða hvað? Þetta yfirgnæfandi magn upplýsinga um mataræði sem ég er fullviss um að einkennir ekki bara mína samfélagsmiðla er dæmi um upplýsingaóreiðu. Upplýsingaóreiða er mikið og vaxandi vandamál í nútímasamfélagi, þá sérstaklega á veraldarvefnum. Margir þekkja til hugtaksins í samhengi við falsfréttir og pólitískan málflutning, en upplýsingaóreiða er ekki síður mikil í heilsu- og lífstílstengdum upplýsingum og getur gert einstaklingum erfitt fyrir að nálgast og nýta sér áreiðanlegar upplýsingar um næringu og mataræði til að hlúa að eigin heilsu. Upplýsingaóreiða er þess vegna lýðheilsuvandamál. Hluti af lokaverkefni mínu til BA gráðu fólst í rannsókn á upplýsingaóreiðu um næringu og mataræði á íslenskum samfélagsmiðlareikningum og í íslenskum fjölmiðlum. Niðurstöðurnar sýndu með skýrum hætti að mikið magn misgóðra upplýsinga um næringu og mataræði er til staðar á íslensku bæði á Instagram og helstu vefmiðlum, t.a.m. gaf tæplega þriðjungur íslenskra Instagram reikninga ráðleggingar sem fara gegn opinberum ráðleggingum um næringu. Í heildina hafði minna en helmingur einstaklinga á bakvið viðkomandi reikninga háskólamenntun sem tengist faginu, og af þeim fimm reikningum sem höfðu flesta fylgjendur var einungis einn þar sem einstaklingurinn að baki reikningnum hafði háskólamenntun á sviðinu. Svipað var uppi á teningnum hvað vefmiðla varðar, en þar reyndist um helmingur umfjallana um næringu eða mataræði koma frá þjóðþekktum einstaklingi en einungis þriðjungur frá fagfólki. Það er því ærið tilefni, í upphafi árs þegar margir hverjir hefja sína vegferð til betri heilsu, að hvetja okkur öll eindregið til þess að vera meðvituð um þessa gríðarlegu upplýsingaóreiðu og þá hættu sem hún skapar. Mikilvægt er að leita sér að traustum upplýsingum og nota gagnrýna hugsun til þess að móta sér skoðun og taka þannig ábyrgar ákvarðanir um eigin heilsu. Höfundur er að ljúka námi í miðlun og almannatengslum úr Háskólanum á Bifröst. Fyrir áhugasama má benda á vef Embættis landlæknis þar sem má finna gagnlegar upplýsingar um heilsu og mataræði.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun