Í tilkynningu kemur fram að Skattadagurinn hafi verið haldinn árlega frá árinu 2004 og sé því haldinn í tuttugasta sinn nú árið 2023. Hefur Skattadagurinn fest sig í sessi hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem vilji hlýða á það nýjasta sem er að gerast í skattamálum hverju sinni.Fram kemur að sýnd verði myndbandsinnslög með sjö fjármálaráðherrum síðustu tuttugu ára. Sögulega fróðlegt þar sem landslag skatta og fjármála breytist með heimsmynd ráðherranna og pólitík. Frasinn „sá veldur sem á heldur“ hefur sjaldan átt jafn vel við, þótt ytra umhverfi láti ekki að sér hæða.
Hægt er að fylgjast með dagskránni í spilaranum að neðan.
