Þetta er ekki nóg Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 9. janúar 2023 15:00 Í Silfrinu á RÚV 8. janúar ræddi Svanhildi Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um heildarlaun nokkurra heilbrigðisstétta, byggðum á upplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins frá janúar til september 2022. Í þeim gögnum er máluð mjög skökk mynd af þeim launakjörum sem þessar stéttir búa við og er það miður. Mér finnst miklu máli skipta að þegar fólk tjáir sig um þessi mál, þá viti það hvað það er að segja og hvað liggur að baki slíkum tölum eins og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, gerði svo vel á í sama þætti. Á bakvið heildarlaun hjúkrunarfræðinga eru t.d. greiðslur fyrir vaktaálag en það er greitt fyrir þann tíma sem unninn er utan hefðbundins dagvinnutíma. Þetta á við um vinnu á kvöldin, nóttunni, um helgar og á lögbundnum frídögum eins og t.d. um páska eða þegar aðrir eru í fríi. Jafnframt vantar hjúkrunarfræðinga til starfa og er því viðvarandi krafa um yfirvinnu á hjúkrunarfræðinga og margar aðrar heilbrigðisstéttir, svo hægt sé að veita þá grunnheilbrigðisþjónustu sem við stærum okkur af að sé svo góð og landsmenn gera kröfu um. Yfirvinnan er ekki bara vegna skorts á starfandi hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, heldur einnig vegna afleiðinga heimsfaraldurs sem við erum enn þá að glíma við. Á sama tíma hafa veikindi og þar með talið langvarandi veikindi aukist og allt eykur þetta á kröfu um frekari óumbeðna yfirvinnu svo hægt sé að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Allt endurspeglar þetta mikla yfirvinnu og aukið vinnuálag sem er ekki til að laða fólk til starfa eða halda því í starfi, eins og við sjáum raungerast þessa mánuðina í flótta úr þessum störfum. Samkvæmt könnun sem við gerðum meðal hjúkrunarfræðinga síðasta haust kemur í ljós að rúmlega tveir þriðju hafa alvarlega íhugað að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. Það er ekki hægt að ganga að því vísu að hjúkrunarfræðingar haldi áfram að vinna þessa gífurlegu yfirvinnu að öllu óbreyttu. Af umræddum launaupplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, eru dagvinnulaun aðeins 65% hlutfall heildarlaunanna. Restin af laununum eru t.d. vaktaálagið og yfirvinnan. Um helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga er í dagvinnu. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. Launin eru því í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu og starfstengt álag. Svanhildur spurði hvað væri nóg? Þetta er ekki nóg. Það eru ekki allir sem hafa tækifæri til eða vilja vinna yfirvinnu og því eru þetta tölurnar sem þarf að ræða. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki samið um launakjör sín síðan 2011 og eru með tvo gerðardóma í farteskinu, sá seinni rennur út 31. mars. Nú þurfa yfirvöld að sína kjark og fara í stóra verkefnið sem er að tryggja launajafnrétti milli kynja. Þetta er tíminn til að leiðrétta það. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Kjaramál Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í Silfrinu á RÚV 8. janúar ræddi Svanhildi Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um heildarlaun nokkurra heilbrigðisstétta, byggðum á upplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins frá janúar til september 2022. Í þeim gögnum er máluð mjög skökk mynd af þeim launakjörum sem þessar stéttir búa við og er það miður. Mér finnst miklu máli skipta að þegar fólk tjáir sig um þessi mál, þá viti það hvað það er að segja og hvað liggur að baki slíkum tölum eins og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, gerði svo vel á í sama þætti. Á bakvið heildarlaun hjúkrunarfræðinga eru t.d. greiðslur fyrir vaktaálag en það er greitt fyrir þann tíma sem unninn er utan hefðbundins dagvinnutíma. Þetta á við um vinnu á kvöldin, nóttunni, um helgar og á lögbundnum frídögum eins og t.d. um páska eða þegar aðrir eru í fríi. Jafnframt vantar hjúkrunarfræðinga til starfa og er því viðvarandi krafa um yfirvinnu á hjúkrunarfræðinga og margar aðrar heilbrigðisstéttir, svo hægt sé að veita þá grunnheilbrigðisþjónustu sem við stærum okkur af að sé svo góð og landsmenn gera kröfu um. Yfirvinnan er ekki bara vegna skorts á starfandi hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, heldur einnig vegna afleiðinga heimsfaraldurs sem við erum enn þá að glíma við. Á sama tíma hafa veikindi og þar með talið langvarandi veikindi aukist og allt eykur þetta á kröfu um frekari óumbeðna yfirvinnu svo hægt sé að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Allt endurspeglar þetta mikla yfirvinnu og aukið vinnuálag sem er ekki til að laða fólk til starfa eða halda því í starfi, eins og við sjáum raungerast þessa mánuðina í flótta úr þessum störfum. Samkvæmt könnun sem við gerðum meðal hjúkrunarfræðinga síðasta haust kemur í ljós að rúmlega tveir þriðju hafa alvarlega íhugað að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. Það er ekki hægt að ganga að því vísu að hjúkrunarfræðingar haldi áfram að vinna þessa gífurlegu yfirvinnu að öllu óbreyttu. Af umræddum launaupplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, eru dagvinnulaun aðeins 65% hlutfall heildarlaunanna. Restin af laununum eru t.d. vaktaálagið og yfirvinnan. Um helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga er í dagvinnu. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. Launin eru því í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu og starfstengt álag. Svanhildur spurði hvað væri nóg? Þetta er ekki nóg. Það eru ekki allir sem hafa tækifæri til eða vilja vinna yfirvinnu og því eru þetta tölurnar sem þarf að ræða. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki samið um launakjör sín síðan 2011 og eru með tvo gerðardóma í farteskinu, sá seinni rennur út 31. mars. Nú þurfa yfirvöld að sína kjark og fara í stóra verkefnið sem er að tryggja launajafnrétti milli kynja. Þetta er tíminn til að leiðrétta það. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun