Gleðilegt Evrópuár! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. janúar 2023 07:00 Það var ánægjulegt að ein fyrsta frétt ársins var um framsýni og þrautseigju Króata. Um áramótin tóku þeir upp Evru og gengu í Schengen-samstarfið eftir góðan og krefjandi undirbúning. Fyrir 12 árum síðan vorum við Íslendingar einnig umsóknarríki að Evrópusambandinu. Ætluðum jafnvel að vera á undan Króötum með aðild og upptöku Evru. En nú er öldin önnur. Aðild að ESB er ekki eitthvert eitt verkefni með upphafs og lokapunkti. Þetta er ekki eins og jarðgöng sem klárast þegar búið er að bora í gegn og ganga frá. Þetta er viðvarandi verkefni áskorana og tækifæra þar sem samvinna og samtal, oft ólíkra þjóða, er lykill að velgengi. Á stríðstímum er síðan verðugt að muna að viðskipti og varnir eru tvær hliðar á sama peningnum. Til að tryggja frið. Þess vegna lögðu forystumenn vestrænna lýðræðisríkja eftir seinni heimstyrjöldina áherslu á að byggja upp bæði varnar- og efnahagsbandalag í Evrópu. Þar liggja ræturnar. Viðreisn leggur áherslu á að auka samkeppnishæfni atvinnulífsins, styrkja velferðarkerfið, tryggja viðskiptafrelsi og taka stærri skref í loftslagsmálum. Að við vinnum saman með öðrum þjóðum í markvissu samstarfi að friði, farsæld, öryggi og stöðugleika. Aðild að ESB er leið til að ná þessum markmiðum. Þurfum meiri aga í ríkisfjármálin En það kostar vandaðan undirbúning. Agi í ríkisfjármálum er líklega eitt snúnasta verkefnið. Ár eftir ár er ríkissjóður rekinn með halla. Ríkisstjórnin ætlar reyndar að gera gott betur, hún ætlar að velta vandanum yfir á næstu ríkisstjórn og skila ríkissjóði með halla til ársins 2027. Með vaxtagjöld nú sem þriðja stærsta útgjaldalið ríkissjóðs og hlutfallslega mestu vaxtagjöldin innan OECD. Vaxtagjöld sem gætu svo auðveldlega verið notuð í aðra hluti eins og eflingu heilbrigðiskerfisins og uppbyggingu innviða. Ef ráðist væri að rótum vandans og breytt um gjaldmiðil. Viðvarandi andúð ríkisstjórnarflokkana gagnvart ESB og Evru kann að markast af ótta við krefjandi og viðfangsmikið verkefni ef taka á upp Evru. Því aukinn agi í ríkisfjármálum og efnahagsstjórnun er nauðsynlegur. Það breytir ekki því að þessi leið er ekki óyfirstíganleg eins og Króatar hafa nú nýlega sýnt fram á. Heimatilbúin fákeppni Aðild að Evrópusambandinu er leið að markmiði sem getur tryggt efnahagslega sem félagslega velferð. En hún er einnig leið sem gerir stjórnvöldum erfiðara fyrir að taka sérhagsmuni framar almannahagsmunum. Hún ýtir undir gegnsæi, samkeppni og aðhald. Við sjáum að þar sem EES samningnum sleppir ríkir meiri fákeppni á markaði og í þjónustu. Með aðild að ESB opnast tækifæri sem getur sveigt okkur frá hinum heimasmíðaða veruleika fákeppni og sérgæslu. Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkar samkeppni og gríðarlegan kostnað sem síðan fylgir skorti á samkeppni. Fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði, eldsneytismarkaði eða í landbúnaði er ávallt neytendum og heimilum í landinu í óhag. Þetta þarf ekki að vera svona. Nú er rétti tíminn! Í áraraðir hefur verið sagt að nú sé ekki rétti tíminn til að ræða ESB, hvað þá taka stærri skref til að klára aðildarviðræður í umboði þjóðarinnar. Ég er ósammála því. Ungt fólk og þau sem stjórna litlum og meðalstórum fyrirtækjum vilja meiri fyrirsjáanleika. Ef þau ætla á annað borð að starfa hér heima. Enda nóg komið af smáskammtalækningum og skammtímasjónarmiðum. Líka reglubundnum kreppum og dýfum þar sem lausn gömlu stjórnmálaflokkana virðist alltaf vera að færa vandann yfir á komandi kynslóðir. Í nýjum sem eldri umbúðum. Jafnvel með rauðri slaufu. Króatía er ágætt dæmi hvað hægt er að gera ef stjórnmálafólk setur mál á dagskrá og hefur þolinmæði og hugrekki til að fylgja því eftir. Þrátt fyrir klassískar úrtöluraddir og íhaldsmennsku. Pawel Bartoszek svaraði fólki í gær á Twitter sem segir upptöku Evru ekki var neina töfralausn og hún taki tíma. „Allt rétt“, segir Pawel. „En það að eitthvað taki tíma eru rök til að byrja strax að vinna í því, ekki að það taki því ekki“. Ég er sammála því. Það er ekki eftir neinu að bíða. Nú er tíminn. Gleðilegt Evrópuár! Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að ein fyrsta frétt ársins var um framsýni og þrautseigju Króata. Um áramótin tóku þeir upp Evru og gengu í Schengen-samstarfið eftir góðan og krefjandi undirbúning. Fyrir 12 árum síðan vorum við Íslendingar einnig umsóknarríki að Evrópusambandinu. Ætluðum jafnvel að vera á undan Króötum með aðild og upptöku Evru. En nú er öldin önnur. Aðild að ESB er ekki eitthvert eitt verkefni með upphafs og lokapunkti. Þetta er ekki eins og jarðgöng sem klárast þegar búið er að bora í gegn og ganga frá. Þetta er viðvarandi verkefni áskorana og tækifæra þar sem samvinna og samtal, oft ólíkra þjóða, er lykill að velgengi. Á stríðstímum er síðan verðugt að muna að viðskipti og varnir eru tvær hliðar á sama peningnum. Til að tryggja frið. Þess vegna lögðu forystumenn vestrænna lýðræðisríkja eftir seinni heimstyrjöldina áherslu á að byggja upp bæði varnar- og efnahagsbandalag í Evrópu. Þar liggja ræturnar. Viðreisn leggur áherslu á að auka samkeppnishæfni atvinnulífsins, styrkja velferðarkerfið, tryggja viðskiptafrelsi og taka stærri skref í loftslagsmálum. Að við vinnum saman með öðrum þjóðum í markvissu samstarfi að friði, farsæld, öryggi og stöðugleika. Aðild að ESB er leið til að ná þessum markmiðum. Þurfum meiri aga í ríkisfjármálin En það kostar vandaðan undirbúning. Agi í ríkisfjármálum er líklega eitt snúnasta verkefnið. Ár eftir ár er ríkissjóður rekinn með halla. Ríkisstjórnin ætlar reyndar að gera gott betur, hún ætlar að velta vandanum yfir á næstu ríkisstjórn og skila ríkissjóði með halla til ársins 2027. Með vaxtagjöld nú sem þriðja stærsta útgjaldalið ríkissjóðs og hlutfallslega mestu vaxtagjöldin innan OECD. Vaxtagjöld sem gætu svo auðveldlega verið notuð í aðra hluti eins og eflingu heilbrigðiskerfisins og uppbyggingu innviða. Ef ráðist væri að rótum vandans og breytt um gjaldmiðil. Viðvarandi andúð ríkisstjórnarflokkana gagnvart ESB og Evru kann að markast af ótta við krefjandi og viðfangsmikið verkefni ef taka á upp Evru. Því aukinn agi í ríkisfjármálum og efnahagsstjórnun er nauðsynlegur. Það breytir ekki því að þessi leið er ekki óyfirstíganleg eins og Króatar hafa nú nýlega sýnt fram á. Heimatilbúin fákeppni Aðild að Evrópusambandinu er leið að markmiði sem getur tryggt efnahagslega sem félagslega velferð. En hún er einnig leið sem gerir stjórnvöldum erfiðara fyrir að taka sérhagsmuni framar almannahagsmunum. Hún ýtir undir gegnsæi, samkeppni og aðhald. Við sjáum að þar sem EES samningnum sleppir ríkir meiri fákeppni á markaði og í þjónustu. Með aðild að ESB opnast tækifæri sem getur sveigt okkur frá hinum heimasmíðaða veruleika fákeppni og sérgæslu. Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkar samkeppni og gríðarlegan kostnað sem síðan fylgir skorti á samkeppni. Fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði, eldsneytismarkaði eða í landbúnaði er ávallt neytendum og heimilum í landinu í óhag. Þetta þarf ekki að vera svona. Nú er rétti tíminn! Í áraraðir hefur verið sagt að nú sé ekki rétti tíminn til að ræða ESB, hvað þá taka stærri skref til að klára aðildarviðræður í umboði þjóðarinnar. Ég er ósammála því. Ungt fólk og þau sem stjórna litlum og meðalstórum fyrirtækjum vilja meiri fyrirsjáanleika. Ef þau ætla á annað borð að starfa hér heima. Enda nóg komið af smáskammtalækningum og skammtímasjónarmiðum. Líka reglubundnum kreppum og dýfum þar sem lausn gömlu stjórnmálaflokkana virðist alltaf vera að færa vandann yfir á komandi kynslóðir. Í nýjum sem eldri umbúðum. Jafnvel með rauðri slaufu. Króatía er ágætt dæmi hvað hægt er að gera ef stjórnmálafólk setur mál á dagskrá og hefur þolinmæði og hugrekki til að fylgja því eftir. Þrátt fyrir klassískar úrtöluraddir og íhaldsmennsku. Pawel Bartoszek svaraði fólki í gær á Twitter sem segir upptöku Evru ekki var neina töfralausn og hún taki tíma. „Allt rétt“, segir Pawel. „En það að eitthvað taki tíma eru rök til að byrja strax að vinna í því, ekki að það taki því ekki“. Ég er sammála því. Það er ekki eftir neinu að bíða. Nú er tíminn. Gleðilegt Evrópuár! Höfundur er formaður Viðreisnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun