Körfubolti

Subway Körfu­bolta­kvöld um Hött: „Þeir vita bara að þeir verða að halda sér uppi“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson, Örvar Þór Kristjánsson og Hermann Hauksson fóru yfir málin í Subway Körfuboltakvöldi.
Kjartan Atli Kjartansson, Örvar Þór Kristjánsson og Hermann Hauksson fóru yfir málin í Subway Körfuboltakvöldi. Vísir

Lið Hattar frá Egilsstöðum var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi á föstudaginn en nýliðarnir eru í 9.sæti Subway-deildarinnar með tíu stig eftir ellefu umferðir. Liðið hefur aldrei byrjað jafn vel í efstu deild.

Höttur er nýliði í Subway-deildinni og hefur byrjað tímabilið ágætlega. Þeir eru með fimm sigra úr ellefu leikjum og sitja í 9.sæti deildarinnar, sex stigum fyrir ofan Þór frá Þorlákshöfn sem sitja í fallsæti með fjögur stig.

Í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudag ræddu þeir Kjartan Atli Kjartansson, Örvar Þór Kristjánsson og Hermann Hauksson lið Hattar sem vann góðan sigur á ÍR á fimmtudaginn.

„Ég hugsa að KR sé með hæfileikaríkara lið á pappír en þeir eru að fá gæja sem eru að vinna í Nettó og á bensínstöð sem er ekki sama. Maður horfir á útlendingana hjá þeim og þeir eru bara orðnir Hattarmenn,“ sagði Örvar Þór sem sagði metnaðinn vera mikinn fyrir austan.

„Höttur er búið að vera að koma upp og fara niður. Þeir vita núna að þeir verða bara að halda sér uppi. Þeir eru að byggja þarna upp fyrir austan, ég þekki Viðar (Hafsteinsson) og þeir eru búnir að hringja í íslenska leikmenn og reyna að fá þá austur. Það er svo mikill metnaður.“

Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Örvars Þórs og Hermanns má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hött



Fleiri fréttir

Sjá meira


×