Að rota jólin Eva María Jónsdóttir skrifar 24. desember 2022 08:00 Ekkert okkar fer varhluta af jólakveðjum. Þær eru orðaðar á ýmsan hátt, en þó er orðalagið G L E Ð I L E G J Ó L O G F A R S Æ L T K O M A N D I Á R sú kveðja sem við heyrum og sjáum oftast, þetta er kveðjan sem við höfum flest alist upp við og mörg notað óspart og af alhug í gegnum tíðina. Íslenskan er síbreytileg og frjó, en líka gömul og ráðsett. Hún er skapandi en einnig íhaldssöm. Við sem tölum íslensku getum staðsett okkur á hvaða útnára tungumálsins sem er og tekið upp hanskann fyrir skapandi notkun þess eða kallað eftir aukinni íhaldssemi og staðið vörð um hefðir. Einhverjir málnotendur kunna að vera uggandi eftir að umræða um kynhlutlaust mál varð áberandi. Einnig gæti fólki orðið órótt þegar farið er að setja ofan í við fólk sem finnur að því að þágufallssýki (nýrra og mildara orð er þágufallshneigð) fái að grassera. Hvort tveggja bendir til þess að fólki sé ekki sama um tungumálið en allt sem lifir þróast og því má óttinn við breytingar ekki verða til þess að tungumálið staðni. Í landinu lifa saman margar málhefðir, ólíkur framburður, fjölbreytileg niðurröðun orða og mismunandi styrkleikar málnotenda. Orðalag sem verður ofan á í almennri notkun, eins og í tilfelli hinnar algengu jólakveðju hér að ofan, getur verið tilviljunum háð. Margvíslegt annað orðalag kæmi til greina. Ef litið er í orðabækur, sem eru auðfundnar á vefgáttinni málið.is má sjá að í nútímaíslensku er orðið jól aðeins til sem hvorugkyns orð í fleirtölu. Þórbergur Þórðarson notaði orðið hinsvegar í eintölu; „Fyrir jólið 1914 átti ég engan eyri til þess að kaupa mér þvott á nærfötum.” Með einfaldri uppflettingu í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má sjá að einlæg jólakveðja finnst í handriti frá árinu 1659. Sú er ögn frábrugðin þeirri sem við þekkjum best: „med beztu farsælldar oskum luckusamlegra jola og farsællegz nya ars.” Við þessa kveðju má bæta voninni um að allir geti að endingu rotað jólin og hvatningu til lesenda að nýta sér alnetið til að finna merkingu þess síðastnefnda. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva María Jónsdóttir Íslensk tunga Jól Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ekkert okkar fer varhluta af jólakveðjum. Þær eru orðaðar á ýmsan hátt, en þó er orðalagið G L E Ð I L E G J Ó L O G F A R S Æ L T K O M A N D I Á R sú kveðja sem við heyrum og sjáum oftast, þetta er kveðjan sem við höfum flest alist upp við og mörg notað óspart og af alhug í gegnum tíðina. Íslenskan er síbreytileg og frjó, en líka gömul og ráðsett. Hún er skapandi en einnig íhaldssöm. Við sem tölum íslensku getum staðsett okkur á hvaða útnára tungumálsins sem er og tekið upp hanskann fyrir skapandi notkun þess eða kallað eftir aukinni íhaldssemi og staðið vörð um hefðir. Einhverjir málnotendur kunna að vera uggandi eftir að umræða um kynhlutlaust mál varð áberandi. Einnig gæti fólki orðið órótt þegar farið er að setja ofan í við fólk sem finnur að því að þágufallssýki (nýrra og mildara orð er þágufallshneigð) fái að grassera. Hvort tveggja bendir til þess að fólki sé ekki sama um tungumálið en allt sem lifir þróast og því má óttinn við breytingar ekki verða til þess að tungumálið staðni. Í landinu lifa saman margar málhefðir, ólíkur framburður, fjölbreytileg niðurröðun orða og mismunandi styrkleikar málnotenda. Orðalag sem verður ofan á í almennri notkun, eins og í tilfelli hinnar algengu jólakveðju hér að ofan, getur verið tilviljunum háð. Margvíslegt annað orðalag kæmi til greina. Ef litið er í orðabækur, sem eru auðfundnar á vefgáttinni málið.is má sjá að í nútímaíslensku er orðið jól aðeins til sem hvorugkyns orð í fleirtölu. Þórbergur Þórðarson notaði orðið hinsvegar í eintölu; „Fyrir jólið 1914 átti ég engan eyri til þess að kaupa mér þvott á nærfötum.” Með einfaldri uppflettingu í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má sjá að einlæg jólakveðja finnst í handriti frá árinu 1659. Sú er ögn frábrugðin þeirri sem við þekkjum best: „med beztu farsælldar oskum luckusamlegra jola og farsællegz nya ars.” Við þessa kveðju má bæta voninni um að allir geti að endingu rotað jólin og hvatningu til lesenda að nýta sér alnetið til að finna merkingu þess síðastnefnda. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar