Handbolti

Ís­lensku tví­eykin allt í öllu þegar Gum­mers­bach og Mag­deburg komust í átta liða úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gísli Þorgeir var frábær í kvöld.
Gísli Þorgeir var frábær í kvöld. Vísir/Getty

Íslendingaliðin Gummersbach og Magdeburg tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta. Eyjamennirnir í liði Gummersbach áttu frábæran leik í kvöld á meðan íslenska tvíeykið í liði Magdeburg var að venju öflugt.

Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson voru markahæstu leikmenn Gummersbach þegar liðið vann þriggja marka útisigur á Hamm í kvöld, lokatölur 31-34.

Elliði Snær skoraði sjö mörk og gaf eina stoðsendingu á meðan Hákon Daði skoraði sex mörk og gaf eina stoðsendingu.

Magdeburg átti ekki í neinum vandræðum með Bergischer í kvöld, lokatölur 43-31 Þýskalandsmeisturunum í vil. 

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk og gaf hvorki meira né minna en níu stoðsendingar. Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk og af fjórar stoðsendingar. Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk í liði Bergischer.

Ýmir Örn Gíslason og liðsfélagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu góðan sigur á Melsungen, lokatölur 36-28.  Ýmir Örn skoraði ekki en tók vel á því í vörninni að venju.

Elvar Örn Jónsson skoraði sex mörk og gaf eina stoðsendingu fyrir Melsungen. Þá skoraði Arnar Freyr Arnarsson tvö mörk fyrir Melsungen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×