Jónatan um brotthvarf sitt frá KA: „Engin dramatík í þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. desember 2022 07:01 Jónatan Magnússon mun ekki stýra KA á næstu leiktíð. VÍSIR/VILHELM Jónatan Magnússon mun hætta sem þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta að tímabilinu loknu. Jónatan segir ástæðuna einfalda, hann hafi verið lengi með liðið og tími til kominn að fá inn ferskt blóð. Að sama skapi segir hann að arftaki sinn muni taka við góðu búi enda sé vel staðið að öllu hjá KA. Á dögunum var greint frá því að Jónatan myndi hætta sem þjálfari KA að tímabilinu loknu. Samningur hans við félagið rennur þá út en það kom samt sem áður á óvart að tilkynning sem þessi bærist þegar tímabilið væri rétt hálfnað. Þjálfarinn fráfarandi fór yfir stöðu mála og af hverju hann ákvað að opinbera að hann væri að hætta með liðið sem situr í 10. sæti með 9 stig, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni. „Fyrst og fremst af því ég er búinn að vera með liðið lengi og samningurinn minn er búinn núna í sumar. Tók því þá ákvörðun að halda ekki áfram. Fannst upplagt að láta alla vita svo menn geti undirbúið bæði liðið og leikmenn fyrir nýjan þjálfara. Aðallega þess vegna sem ég ákvað að vera tímanlega með þetta.“ „Ekkert sem er í hendi. Lét stjórnina vita að ég vildi ekki halda áfram og ætla svo að sjá hvort það séu önnur verkefni sem koma. Hef verið í tveimur störfum hjá KA þar sem ég hef líka verið með yngri flokkana en þetta er svolítið opið hjá mér akkúrat núna.“ Ekki hættur að þjálfa „Það er ekki stefnan, alls ekki. Þetta var sjötta árið mitt í meistaraflokks þjálfun hérna fyrir norðan og mér fannst kominn tími til að hleypa öðrum að því eins og menn vita erum við með skemmtilegt lið og efnilega stráka að koma upp. Væri mjög gott fyrir leikmennina að fá ferskt blóð inn.“ Um viðskilnaðinn Jónatan er KA maður mikill.Vísir/Hulda Margrét „Það er engin dramatík í þessu. Ég hefði alveg getað beðið með að tilkynna stjórn og leikmönnum þangað til samningurinn klárast í vor en við höfum unnið þetta mjög vel saman síðan ég kom inn. Verið opnir með allt svo mér fannst betra fyrir alla að vera tímanlega með það. Vonandi gefur þetta innblástur til að enda þetta samstarf mitt við meistaraflokkinn vel.“ „Er í miðju tímabili með liðið og er mjög metnaðargjarn að reyna enda þetta vel. Er búinn að vera lengi í KA og það er engin sérstök tilfinning, er með metnað til að klára þetta almennilega.“ Staðan hjá KA „Sem félag hefur verið mikill meðbyr með okkur undanfarin ár. Tímabilið í ár er bara hálfnað þannig það er ekki hægt að svara til um það enn.“ „Hingað til hefur þetta verið mikill uppgangur hjá meistaraflokkunum báðum og yngri flokkum. Félagið er á frábærum stað og það er mikil eftirvænting og björt framtíð af því við tengjumst stelpunum. Ótrúlega margir ungir og efnilegir leikmenn hjá KA og KA/Þór ásamt frábærum leikmönnum í meistaraflokkunum þannig ég kvíði framtíðinni ekki neitt.“ „Ég myndi segja það að þetta er spennandi lið að taka við,“ sagði Jónatan Magnússon að endingu. Klippa: Jónatan Þór Magnússon, fráfarandi þjálfari KA: Engin dramatík í þessu Handbolti Olís-deild karla KA Akureyri Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að Jónatan myndi hætta sem þjálfari KA að tímabilinu loknu. Samningur hans við félagið rennur þá út en það kom samt sem áður á óvart að tilkynning sem þessi bærist þegar tímabilið væri rétt hálfnað. Þjálfarinn fráfarandi fór yfir stöðu mála og af hverju hann ákvað að opinbera að hann væri að hætta með liðið sem situr í 10. sæti með 9 stig, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni. „Fyrst og fremst af því ég er búinn að vera með liðið lengi og samningurinn minn er búinn núna í sumar. Tók því þá ákvörðun að halda ekki áfram. Fannst upplagt að láta alla vita svo menn geti undirbúið bæði liðið og leikmenn fyrir nýjan þjálfara. Aðallega þess vegna sem ég ákvað að vera tímanlega með þetta.“ „Ekkert sem er í hendi. Lét stjórnina vita að ég vildi ekki halda áfram og ætla svo að sjá hvort það séu önnur verkefni sem koma. Hef verið í tveimur störfum hjá KA þar sem ég hef líka verið með yngri flokkana en þetta er svolítið opið hjá mér akkúrat núna.“ Ekki hættur að þjálfa „Það er ekki stefnan, alls ekki. Þetta var sjötta árið mitt í meistaraflokks þjálfun hérna fyrir norðan og mér fannst kominn tími til að hleypa öðrum að því eins og menn vita erum við með skemmtilegt lið og efnilega stráka að koma upp. Væri mjög gott fyrir leikmennina að fá ferskt blóð inn.“ Um viðskilnaðinn Jónatan er KA maður mikill.Vísir/Hulda Margrét „Það er engin dramatík í þessu. Ég hefði alveg getað beðið með að tilkynna stjórn og leikmönnum þangað til samningurinn klárast í vor en við höfum unnið þetta mjög vel saman síðan ég kom inn. Verið opnir með allt svo mér fannst betra fyrir alla að vera tímanlega með það. Vonandi gefur þetta innblástur til að enda þetta samstarf mitt við meistaraflokkinn vel.“ „Er í miðju tímabili með liðið og er mjög metnaðargjarn að reyna enda þetta vel. Er búinn að vera lengi í KA og það er engin sérstök tilfinning, er með metnað til að klára þetta almennilega.“ Staðan hjá KA „Sem félag hefur verið mikill meðbyr með okkur undanfarin ár. Tímabilið í ár er bara hálfnað þannig það er ekki hægt að svara til um það enn.“ „Hingað til hefur þetta verið mikill uppgangur hjá meistaraflokkunum báðum og yngri flokkum. Félagið er á frábærum stað og það er mikil eftirvænting og björt framtíð af því við tengjumst stelpunum. Ótrúlega margir ungir og efnilegir leikmenn hjá KA og KA/Þór ásamt frábærum leikmönnum í meistaraflokkunum þannig ég kvíði framtíðinni ekki neitt.“ „Ég myndi segja það að þetta er spennandi lið að taka við,“ sagði Jónatan Magnússon að endingu. Klippa: Jónatan Þór Magnússon, fráfarandi þjálfari KA: Engin dramatík í þessu
Handbolti Olís-deild karla KA Akureyri Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira