Áskorun til matvælaráðherra Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 19. desember 2022 10:01 Staða þeirra landsmanna sem stunda sauðfjárrækt að atvinnu hefur verið til umræðu um langa hríð án þess að nokkurt bitastætt hafi gerst í þá veru að gera því fólki rekstur sinna sauðfjárbúa bærilegan með tilliti til afkomu. Það er helst á hátíðis- og tyllidögum sem ráðamenn hafa uppi stór orð um að aðgerða sé þörf en þegar til kastanna kemur þá gerist því miður fátt. Nú nálgast jólahátíð og tyllidagar þar í kring og því þykir mér a.m.k. tilraunarinnar virði að vekja athygli á málinu og byggi grein þessa á áskorun sem sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 15. desember s.l. og sendi til matvælaráðherra og einnig til nokkurra alþingismanna til upplýsinga en a.m.k. hafa enn sem komið er viðbrögðin ekki verið mikil. Áskorunin hljóðar svo: „Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á matvælaráðherra að virða það samkomulag sem gert var við undirritun búvörusamninga í febrúar 2016 og fresta fyrirhugaðri niðurtröppun greiðslumarks hjá sauðfjárbændum til 1. janúar 2024. Markmið samningsins um aukna verðmætasköpun greinarinnar hafa alls ekki gengið eftir sem var megin forsenda niðurtröppunar samkvæmt því samkomulagi.“ Til frekari upplýsinga þá voru árið 2021 rúmlega 24.000 vetrarfóðraðar kindur í Dalabyggð en í skýrslu Byggðastofnunnar sem unnin var fyrir Innviðaráðuneytið fyrr á þessu ár kemur fram að sauðfjárrækt sé hlutfallslega mikilvægust á landinu í Dalabyggð en 5,3 sauðfjárbú, með fleiri en 300 kindur, eru á hverja 100 íbúa sveitarfélagins. 70% skólabarna í grunnskóladeild Auðarskóla koma úr dreifbýlinu utan Búðardals. Flest börnin úr dreifbýli koma frá heimilum þar sem sauðfjárrækt er undirstaða í atvinnutekjum heimils. Nokkur endurnýjun hefur verið á sauðfjárbúum í sveitarfélaginu uppá síðkasti og ábúendur fjárfest í greiðslumarki sem nú á að trappa niður þannig að hluti ríkisstuðnings mun flytja úr Dalabyggð í önnur sveitarfélög þar sem atvinnugreinin er minna mikilvæg en í Dalabyggð. Samkvæmt skýrslum um rekstur sauðfjárbúa undanfarin ár hefur greiðslumark mikil áhrif á rekstrarhæfni þeirra. Best reknu búin hafa meiri afurðir eftir hverjar kind sem leiðir til lægra kolefnisspors á dilkakjötsframleiðsluna. Að draga úr vægi greiðslumarks sauðfjárbænda gengur því gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi ásamt því að ganga gegn markmið búvörulaga nr. 99/1993 um að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Sveitarstjórn Dalabyggðar ítrekar hvatningu til ráðherra og vonar að matvælaráðherra taki áskoruninni vel og gefi sauðfjárbændum tækifæri til að kynna aðstæður og forsendur í sínum rekstri þegar að fyrirhugaðri heimsókn ráðherrans í Dalina verður á nýju ári. Samtal um málefni sauðfjárræktar á forsendum möguleika til aukinnar verðmætasköpunar verður að verða og það er von Dalamanna að ráðherrann komi vel undirbúin til viðræðna um málefni landbúnaðarins þegar heimsókn hennar í Dalabyggð verður að veruleika, því aðgerða er þörf. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landbúnaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Staða þeirra landsmanna sem stunda sauðfjárrækt að atvinnu hefur verið til umræðu um langa hríð án þess að nokkurt bitastætt hafi gerst í þá veru að gera því fólki rekstur sinna sauðfjárbúa bærilegan með tilliti til afkomu. Það er helst á hátíðis- og tyllidögum sem ráðamenn hafa uppi stór orð um að aðgerða sé þörf en þegar til kastanna kemur þá gerist því miður fátt. Nú nálgast jólahátíð og tyllidagar þar í kring og því þykir mér a.m.k. tilraunarinnar virði að vekja athygli á málinu og byggi grein þessa á áskorun sem sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 15. desember s.l. og sendi til matvælaráðherra og einnig til nokkurra alþingismanna til upplýsinga en a.m.k. hafa enn sem komið er viðbrögðin ekki verið mikil. Áskorunin hljóðar svo: „Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á matvælaráðherra að virða það samkomulag sem gert var við undirritun búvörusamninga í febrúar 2016 og fresta fyrirhugaðri niðurtröppun greiðslumarks hjá sauðfjárbændum til 1. janúar 2024. Markmið samningsins um aukna verðmætasköpun greinarinnar hafa alls ekki gengið eftir sem var megin forsenda niðurtröppunar samkvæmt því samkomulagi.“ Til frekari upplýsinga þá voru árið 2021 rúmlega 24.000 vetrarfóðraðar kindur í Dalabyggð en í skýrslu Byggðastofnunnar sem unnin var fyrir Innviðaráðuneytið fyrr á þessu ár kemur fram að sauðfjárrækt sé hlutfallslega mikilvægust á landinu í Dalabyggð en 5,3 sauðfjárbú, með fleiri en 300 kindur, eru á hverja 100 íbúa sveitarfélagins. 70% skólabarna í grunnskóladeild Auðarskóla koma úr dreifbýlinu utan Búðardals. Flest börnin úr dreifbýli koma frá heimilum þar sem sauðfjárrækt er undirstaða í atvinnutekjum heimils. Nokkur endurnýjun hefur verið á sauðfjárbúum í sveitarfélaginu uppá síðkasti og ábúendur fjárfest í greiðslumarki sem nú á að trappa niður þannig að hluti ríkisstuðnings mun flytja úr Dalabyggð í önnur sveitarfélög þar sem atvinnugreinin er minna mikilvæg en í Dalabyggð. Samkvæmt skýrslum um rekstur sauðfjárbúa undanfarin ár hefur greiðslumark mikil áhrif á rekstrarhæfni þeirra. Best reknu búin hafa meiri afurðir eftir hverjar kind sem leiðir til lægra kolefnisspors á dilkakjötsframleiðsluna. Að draga úr vægi greiðslumarks sauðfjárbænda gengur því gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi ásamt því að ganga gegn markmið búvörulaga nr. 99/1993 um að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Sveitarstjórn Dalabyggðar ítrekar hvatningu til ráðherra og vonar að matvælaráðherra taki áskoruninni vel og gefi sauðfjárbændum tækifæri til að kynna aðstæður og forsendur í sínum rekstri þegar að fyrirhugaðri heimsókn ráðherrans í Dalina verður á nýju ári. Samtal um málefni sauðfjárræktar á forsendum möguleika til aukinnar verðmætasköpunar verður að verða og það er von Dalamanna að ráðherrann komi vel undirbúin til viðræðna um málefni landbúnaðarins þegar heimsókn hennar í Dalabyggð verður að veruleika, því aðgerða er þörf. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun