Mannslíf í húfi Ingvi K. Skjaldarson og Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifa 18. desember 2022 09:00 Fram hefur sprottið mikil umræða að undanförnu um stöðu heimilislausra í borginni. Nú hafa nokkrir hugrakkir einstaklingar í þessari viðkvæmu stöðu gripið til þess ráðs að koma fram í fjölmiðlum og segja frá ástandinu eins og það blasir við þeim. Á Hjálpræðishernum á Suðurlandsbraut 72, er boðið upp á heita máltíð alla virka daga í hádeginu til þeirra sem eru jaðarsettir á einhvern hátt. Þau sem hafa tök á geta verslað máltíð eða annað meðlæti á kaffihúsinu, Kastalakaffi og stutt þannig við velferðarstarfið í leiðinni. Ásamt heitri máltíð hefur Hjálpræðisherinn í Reykjavík upp á að bjóða sturtuaðstöðu fyrir þau sem þess þurfa, sem aðgengileg er hreyfihömluðum. Í húsnæðinu er einnig að finna hvíldarherbergi fyrir þau sem vantar athvarf, sem opið er alla virka daga frá 10 til 17. Það hefur verið vilji Hjálpræðishersins að styðja enn betur við jaðarsetta hópa í samfélaginu og þá sérstaklega þau sem eru heimilislaus, eða allt frá því Herinn starfrækti dagsetur frá 2007-2015. Samtal hefur átt sér stað við starfsmenn velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar ásamt því að sendir hafa verið póstar á pólitískt kjörna fulltrúa í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem óskað hefur verið eftir samtali til að mæta þeirri brýnu þörf sem nú er uppi. Hjálpræðisherinn telur mjög mikilvægt að brugðist sé við, ekki einungis í borginni, heldur sé þetta sameiginlegt verkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (og jafnvel víðar) ásamt því að ríkið þyrfti að koma að því að úrræði sem opið er á dagtíma sé í boði fyrir þennan hóp. Um afar viðkvæman hóp er að ræða sem upplifir því miður fordóma víða og hefur oft á tíðum flóknar þjónustuþarfir. Mikilvægt er að komið sé fram af kærleika og virðingu við þá sem þurfa að nýta þjónustu sem þessa og notendasamráð sé haft. Margir af þessum einstaklingum búa við fötlun vegna langvarandi veikinda. Við teljum mikilvægt að farsæl lausn verði fundin hið fyrsta fyrir þennan hóp því hér er um mannslíf að ræða. Hjálpræðisherinn vill að þau sveitarfélög sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu og þau ráðuneyti sem að þessu máli koma, taki höndum saman, því saman getum við gert þetta vel og af virðingu fyrir þau sem höllum fæti standa í samfélaginu. Hafa ekki öll líf sama vægi? Höfundar eru foringi Hjálpræðishersins í Reykjavík og fulltrúi ÖBÍ í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fram hefur sprottið mikil umræða að undanförnu um stöðu heimilislausra í borginni. Nú hafa nokkrir hugrakkir einstaklingar í þessari viðkvæmu stöðu gripið til þess ráðs að koma fram í fjölmiðlum og segja frá ástandinu eins og það blasir við þeim. Á Hjálpræðishernum á Suðurlandsbraut 72, er boðið upp á heita máltíð alla virka daga í hádeginu til þeirra sem eru jaðarsettir á einhvern hátt. Þau sem hafa tök á geta verslað máltíð eða annað meðlæti á kaffihúsinu, Kastalakaffi og stutt þannig við velferðarstarfið í leiðinni. Ásamt heitri máltíð hefur Hjálpræðisherinn í Reykjavík upp á að bjóða sturtuaðstöðu fyrir þau sem þess þurfa, sem aðgengileg er hreyfihömluðum. Í húsnæðinu er einnig að finna hvíldarherbergi fyrir þau sem vantar athvarf, sem opið er alla virka daga frá 10 til 17. Það hefur verið vilji Hjálpræðishersins að styðja enn betur við jaðarsetta hópa í samfélaginu og þá sérstaklega þau sem eru heimilislaus, eða allt frá því Herinn starfrækti dagsetur frá 2007-2015. Samtal hefur átt sér stað við starfsmenn velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar ásamt því að sendir hafa verið póstar á pólitískt kjörna fulltrúa í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem óskað hefur verið eftir samtali til að mæta þeirri brýnu þörf sem nú er uppi. Hjálpræðisherinn telur mjög mikilvægt að brugðist sé við, ekki einungis í borginni, heldur sé þetta sameiginlegt verkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (og jafnvel víðar) ásamt því að ríkið þyrfti að koma að því að úrræði sem opið er á dagtíma sé í boði fyrir þennan hóp. Um afar viðkvæman hóp er að ræða sem upplifir því miður fordóma víða og hefur oft á tíðum flóknar þjónustuþarfir. Mikilvægt er að komið sé fram af kærleika og virðingu við þá sem þurfa að nýta þjónustu sem þessa og notendasamráð sé haft. Margir af þessum einstaklingum búa við fötlun vegna langvarandi veikinda. Við teljum mikilvægt að farsæl lausn verði fundin hið fyrsta fyrir þennan hóp því hér er um mannslíf að ræða. Hjálpræðisherinn vill að þau sveitarfélög sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu og þau ráðuneyti sem að þessu máli koma, taki höndum saman, því saman getum við gert þetta vel og af virðingu fyrir þau sem höllum fæti standa í samfélaginu. Hafa ekki öll líf sama vægi? Höfundar eru foringi Hjálpræðishersins í Reykjavík og fulltrúi ÖBÍ í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun