Mannslíf í húfi Ingvi K. Skjaldarson og Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifa 18. desember 2022 09:00 Fram hefur sprottið mikil umræða að undanförnu um stöðu heimilislausra í borginni. Nú hafa nokkrir hugrakkir einstaklingar í þessari viðkvæmu stöðu gripið til þess ráðs að koma fram í fjölmiðlum og segja frá ástandinu eins og það blasir við þeim. Á Hjálpræðishernum á Suðurlandsbraut 72, er boðið upp á heita máltíð alla virka daga í hádeginu til þeirra sem eru jaðarsettir á einhvern hátt. Þau sem hafa tök á geta verslað máltíð eða annað meðlæti á kaffihúsinu, Kastalakaffi og stutt þannig við velferðarstarfið í leiðinni. Ásamt heitri máltíð hefur Hjálpræðisherinn í Reykjavík upp á að bjóða sturtuaðstöðu fyrir þau sem þess þurfa, sem aðgengileg er hreyfihömluðum. Í húsnæðinu er einnig að finna hvíldarherbergi fyrir þau sem vantar athvarf, sem opið er alla virka daga frá 10 til 17. Það hefur verið vilji Hjálpræðishersins að styðja enn betur við jaðarsetta hópa í samfélaginu og þá sérstaklega þau sem eru heimilislaus, eða allt frá því Herinn starfrækti dagsetur frá 2007-2015. Samtal hefur átt sér stað við starfsmenn velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar ásamt því að sendir hafa verið póstar á pólitískt kjörna fulltrúa í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem óskað hefur verið eftir samtali til að mæta þeirri brýnu þörf sem nú er uppi. Hjálpræðisherinn telur mjög mikilvægt að brugðist sé við, ekki einungis í borginni, heldur sé þetta sameiginlegt verkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (og jafnvel víðar) ásamt því að ríkið þyrfti að koma að því að úrræði sem opið er á dagtíma sé í boði fyrir þennan hóp. Um afar viðkvæman hóp er að ræða sem upplifir því miður fordóma víða og hefur oft á tíðum flóknar þjónustuþarfir. Mikilvægt er að komið sé fram af kærleika og virðingu við þá sem þurfa að nýta þjónustu sem þessa og notendasamráð sé haft. Margir af þessum einstaklingum búa við fötlun vegna langvarandi veikinda. Við teljum mikilvægt að farsæl lausn verði fundin hið fyrsta fyrir þennan hóp því hér er um mannslíf að ræða. Hjálpræðisherinn vill að þau sveitarfélög sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu og þau ráðuneyti sem að þessu máli koma, taki höndum saman, því saman getum við gert þetta vel og af virðingu fyrir þau sem höllum fæti standa í samfélaginu. Hafa ekki öll líf sama vægi? Höfundar eru foringi Hjálpræðishersins í Reykjavík og fulltrúi ÖBÍ í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Fram hefur sprottið mikil umræða að undanförnu um stöðu heimilislausra í borginni. Nú hafa nokkrir hugrakkir einstaklingar í þessari viðkvæmu stöðu gripið til þess ráðs að koma fram í fjölmiðlum og segja frá ástandinu eins og það blasir við þeim. Á Hjálpræðishernum á Suðurlandsbraut 72, er boðið upp á heita máltíð alla virka daga í hádeginu til þeirra sem eru jaðarsettir á einhvern hátt. Þau sem hafa tök á geta verslað máltíð eða annað meðlæti á kaffihúsinu, Kastalakaffi og stutt þannig við velferðarstarfið í leiðinni. Ásamt heitri máltíð hefur Hjálpræðisherinn í Reykjavík upp á að bjóða sturtuaðstöðu fyrir þau sem þess þurfa, sem aðgengileg er hreyfihömluðum. Í húsnæðinu er einnig að finna hvíldarherbergi fyrir þau sem vantar athvarf, sem opið er alla virka daga frá 10 til 17. Það hefur verið vilji Hjálpræðishersins að styðja enn betur við jaðarsetta hópa í samfélaginu og þá sérstaklega þau sem eru heimilislaus, eða allt frá því Herinn starfrækti dagsetur frá 2007-2015. Samtal hefur átt sér stað við starfsmenn velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar ásamt því að sendir hafa verið póstar á pólitískt kjörna fulltrúa í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem óskað hefur verið eftir samtali til að mæta þeirri brýnu þörf sem nú er uppi. Hjálpræðisherinn telur mjög mikilvægt að brugðist sé við, ekki einungis í borginni, heldur sé þetta sameiginlegt verkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (og jafnvel víðar) ásamt því að ríkið þyrfti að koma að því að úrræði sem opið er á dagtíma sé í boði fyrir þennan hóp. Um afar viðkvæman hóp er að ræða sem upplifir því miður fordóma víða og hefur oft á tíðum flóknar þjónustuþarfir. Mikilvægt er að komið sé fram af kærleika og virðingu við þá sem þurfa að nýta þjónustu sem þessa og notendasamráð sé haft. Margir af þessum einstaklingum búa við fötlun vegna langvarandi veikinda. Við teljum mikilvægt að farsæl lausn verði fundin hið fyrsta fyrir þennan hóp því hér er um mannslíf að ræða. Hjálpræðisherinn vill að þau sveitarfélög sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu og þau ráðuneyti sem að þessu máli koma, taki höndum saman, því saman getum við gert þetta vel og af virðingu fyrir þau sem höllum fæti standa í samfélaginu. Hafa ekki öll líf sama vægi? Höfundar eru foringi Hjálpræðishersins í Reykjavík og fulltrúi ÖBÍ í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun