Matur

Helvítis jólakokkurinn: Helvítis lambahryggurinn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Í þriðja þætti gefur Ívar hugmynd af lambahrygg fyrir hátíðarnar.
Í þriðja þætti gefur Ívar hugmynd af lambahrygg fyrir hátíðarnar. Vísir

Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, er kominn í jólaskap. Hann ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ fram á jólum.

Matreiðsluþátturinn Helvítis jólakokkurinn verður sýndur vikulega fram að jólum. Líkt og fyrri þættir Ívars eru þeir fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat. Þriðja þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en uppskriftirnar má finna neðar í fréttinni.

Klippa: Helvítis jólakokkurinn - Helvítis lambahryggurinn

Helvítis lambahryggurinn

 • 1 léttreyktur lambahryggur frá KEA
 • Vatn
 • 1 krukka Helvítis eldpiparsultan Jalapeno og Basil

Aðferð:

Sjóðið í steikarpotti með fituhliðina niður í ofni stilltum á 200° í 20 – 30 mín. Hellið vökvanum af og látið standa á fati í 20 mín. Setjið hrygg aftur í steikarpott, fituhliðina upp. Makið Helvítis eldiparsultunni á allan hrygginn. Sleikið rest af puttum…. Setjið inn í ofn á 180° í 20 mín. Hvílið í 15 mín, skerið og njótið.

Jóla-Sólberjaperur

 • 3 perur skrældar,skornar í helming og kjarnhreinsaðar
 • 200 ml rauðvín
 • 300 ml sólberjasafi
 • 1 tsk salt
 • 2 kanilstöng
 • 2-3 negulnaglar
 • 3 Kardimommur
 • 4 ræmur af sítrónuberki
 • 300 g púðursykur

Aðferð:

Sjóða allt saman í 40 mín á vægum hita. Hellið vökva frá.

Sætkartöflumús með bökuðum hvítlauk

 • 2 sætar kartöflur
 • 1 heill hvítlaukur
 • 4 msk smjör
 • Salt
 • Pipar

Aðferð:

Bakið kartöflur í ofnskúffu ásamt hvítlauk í 60 mín á 200°. Látið standa í 30 mín á borði. Fjarlægið hýði af kartöflum og setjið í skál. Kreistið hvítlauk útí og stappið með smjöri,salt og pipar.

Rósakál hjúkkunnar

 • 1 poki rósakál
 • 12 sneiðar beikon
 • Pipar

Aðferð:

Hreinsið rósakál og skerið beikon í bita. Steikið beikon í 5-10 mín. Bætið rósakáli á pönnu og steikið allt saman þangað til kálið er eldað í gegn. Kryddið með pipar.

Jólasósa a la Finnsson

 • 1 box sveppir
 • 40 gr kóngasveppir
 • ½ rauðLaukur
 • ½ tsk timjan
 • 4 msk smjör
 • 200 ml Sherry
 • 400 ml nautasoð
 • Pipar
 • Salt
 • 500 ml Rjómi

Aðferð:

Setjið smjör í pott og bræðið. Skerið sveppi og saxið lauk, kryddið með timjan, salti og pipar og steikið upp úr smjöri í 10 – 15 mín. Hellið sherry saman við og kveikið í alkahólinu með kveikjara. Þegar hætt er að loga skal sjóða niður um 30%. Hellið soði saman við og sjóðið aftur niður um 50%. Hellið rjóma saman við og sjóðið á vægum hita um helming og þegar sósan er búinn að ná réttri þykkt eru komin jól.


Tengdar fréttir

Hel­vítis jóla­kokkurinn: Lamb og bearna­ise

Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, er kominn í jólaskap. Hann ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ fram á jólum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.