Bíó og sjónvarp

Dansarinn tWitch er látinn

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
tWitch öðlaðist frægð sína í gegnum danskeppni.
tWitch öðlaðist frægð sína í gegnum danskeppni. Getty/Jason Mendez

Dansarinn og plötusnúðurinn Stephen „tWitch“ Boss er látinn 40 ára að aldri.

TMZ greindi fyrst frá þessu og segir dansarann jafnframt hafa fallið fyrir eigin hendi. Hann hafi skotið sjálfan sig á hóteli í Los Angeles. Eiginkona hans staðfesti í framhaldinu andlátið við People.

Dansarinn varð þekktur fyrir að lenda í öðru sæti danskeppninnar „So You Think You Can Dance.“ Árið 2014 hóf hann störf sem plötusnúður og framleiðandi fyrir „The Ellen Show“ með Ellen DeGeneres.

Boss var giftur, þriggja barna faðir. 

Hér að neðan má sjá myndband sem þáttastjórnandinn Ellen DeGeneres lét gera tWitch til heiðurs þegar þættirnir hættu göngu sinni. 

Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×