Það er ekkert að því að fara í jólaköttinn Árni Páll Árnason skrifar 12. desember 2022 12:32 Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu. Íslensk þjóðtrú segir að þau okkar sem ekki fá nýja flík fyrir jólin fari í jólaköttinn. Það eru á hinn bóginn engin nýleg eða staðfest dæmi um að fólk hafi beinlínis verið étið af slíkum ketti. Það væri miklu nær fyrir jólaköttinn að hugsa um að hvetja (en ekki éta) fólk til að nýta frekar hlutina okkar betur, breyta þeim, láta laga þá eða fá lánað í stað þess að kaupa alltaf nýtt. Flestum okkar finnst hvort sem er betra að njóta samvista við ástvini og fjölskyldur en að fá veigamiklar jólagjafir. Það er líka mun umhverfisvænna að gæta hófs í jólagjöfum og leggja frekar áherslu á samveru og notalegheit. Skyldu það vera hringrásarjól? Að mörgu er að hyggja við val á jólagjöfum og um að gera að nota ímyndunaraflið við valið. Það er líka alltaf góð hugmynd að hugsa um umhverfisáhrifin. Umhverfisvæn og endingargóð jólagjöf sem hittir í mark er augljóslega mjög góður kostur. Ef þú ert að hugsa um að halda umhverfisvænni jól er ekki úr vegi að hugsa út í umhverfisáhrifin og velta fyrir sér hvort gjöfin, ef það er hlutur, passar inni í hringrásarhagkerfið. Hringrásarhagkerfi er kerfi þar sem vöruhönnun, framleiðsla, dreifing, neysla og meðhöndlun úrgangs mynda lokaða hringrás. Vörur, hlutir og efni halda þar verðmæti sínu og notagildi, eins lengi og hægt er. Markmiðið er að nýta auðlindir jarðar betur, lengja líftíma þeirra og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu sem úrgangur. Neysluvenjur og kröfur um þægindi hafa stytt líftíma vöru og aukið ásókn í auðlindir jarðar. Öfugt við línulegt hagkerfi þar sem auðlindir eru nýttar til að framleiða vörur, þær síðan seldar og notaðar en að lokum hent, þá er í hringrásarhagkerfi lögð áhersla að endurnota og deila, gera við, endurframleiða og endurvinna. Með hringrásarhagkerfi verða til ný, græn störf, þar sem hagsæld og lífsgæði fara saman við takmarkaðar auðlindir jarðar og felur í sér ótal tækifæri fyrir framtíðina. Um leið stuðlum við að sjálfbærni og drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda. Um hvað snúast jólin? Þegar hugað er að grænni jólum getur verið ágætt að muna að velja gæði fremur en magn. Það getur verið sniðugt að fá fleiri með í að gefa mögulega dýrari og eigulegri hlut, frekar en að kaupa gjöf sem nýtist ekki jafn vel. Gjafir sem mögulega fara beinustu leið ofan í skúffu hafa ekki bara óþarflega neikvæð áhrif á umhverfið heldur eru einnig óþarfa eyðsla á peningunum sem þú hefur unnið þér fyrir. Jólin verða nákvæmlega jafn góð þótt maður kaupi engar óþarfa gjafir og það sem meira er, þau verða líklega bara enn betri þar sem svokallaðir „jólatimburmenn“ munu ekki ásækja okkur mánuðina eftir í formi greiðsludreifingar á jólareikningnum. Hvað sem jólagjöfum, jólasveinum, Grýlu og jólakettinum, grænum jólum og hringrásarhagkerfinu líður er þó það mikilvægasta við jólin að njóta góðra samverustunda til hins ítrasta og muna að jólin snúast um væntumþykju og kærleika. Gleðilega hátíð! Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærniteymi Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Jól Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu. Íslensk þjóðtrú segir að þau okkar sem ekki fá nýja flík fyrir jólin fari í jólaköttinn. Það eru á hinn bóginn engin nýleg eða staðfest dæmi um að fólk hafi beinlínis verið étið af slíkum ketti. Það væri miklu nær fyrir jólaköttinn að hugsa um að hvetja (en ekki éta) fólk til að nýta frekar hlutina okkar betur, breyta þeim, láta laga þá eða fá lánað í stað þess að kaupa alltaf nýtt. Flestum okkar finnst hvort sem er betra að njóta samvista við ástvini og fjölskyldur en að fá veigamiklar jólagjafir. Það er líka mun umhverfisvænna að gæta hófs í jólagjöfum og leggja frekar áherslu á samveru og notalegheit. Skyldu það vera hringrásarjól? Að mörgu er að hyggja við val á jólagjöfum og um að gera að nota ímyndunaraflið við valið. Það er líka alltaf góð hugmynd að hugsa um umhverfisáhrifin. Umhverfisvæn og endingargóð jólagjöf sem hittir í mark er augljóslega mjög góður kostur. Ef þú ert að hugsa um að halda umhverfisvænni jól er ekki úr vegi að hugsa út í umhverfisáhrifin og velta fyrir sér hvort gjöfin, ef það er hlutur, passar inni í hringrásarhagkerfið. Hringrásarhagkerfi er kerfi þar sem vöruhönnun, framleiðsla, dreifing, neysla og meðhöndlun úrgangs mynda lokaða hringrás. Vörur, hlutir og efni halda þar verðmæti sínu og notagildi, eins lengi og hægt er. Markmiðið er að nýta auðlindir jarðar betur, lengja líftíma þeirra og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu sem úrgangur. Neysluvenjur og kröfur um þægindi hafa stytt líftíma vöru og aukið ásókn í auðlindir jarðar. Öfugt við línulegt hagkerfi þar sem auðlindir eru nýttar til að framleiða vörur, þær síðan seldar og notaðar en að lokum hent, þá er í hringrásarhagkerfi lögð áhersla að endurnota og deila, gera við, endurframleiða og endurvinna. Með hringrásarhagkerfi verða til ný, græn störf, þar sem hagsæld og lífsgæði fara saman við takmarkaðar auðlindir jarðar og felur í sér ótal tækifæri fyrir framtíðina. Um leið stuðlum við að sjálfbærni og drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda. Um hvað snúast jólin? Þegar hugað er að grænni jólum getur verið ágætt að muna að velja gæði fremur en magn. Það getur verið sniðugt að fá fleiri með í að gefa mögulega dýrari og eigulegri hlut, frekar en að kaupa gjöf sem nýtist ekki jafn vel. Gjafir sem mögulega fara beinustu leið ofan í skúffu hafa ekki bara óþarflega neikvæð áhrif á umhverfið heldur eru einnig óþarfa eyðsla á peningunum sem þú hefur unnið þér fyrir. Jólin verða nákvæmlega jafn góð þótt maður kaupi engar óþarfa gjafir og það sem meira er, þau verða líklega bara enn betri þar sem svokallaðir „jólatimburmenn“ munu ekki ásækja okkur mánuðina eftir í formi greiðsludreifingar á jólareikningnum. Hvað sem jólagjöfum, jólasveinum, Grýlu og jólakettinum, grænum jólum og hringrásarhagkerfinu líður er þó það mikilvægasta við jólin að njóta góðra samverustunda til hins ítrasta og muna að jólin snúast um væntumþykju og kærleika. Gleðilega hátíð! Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærniteymi Landsbankans.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun