Körfubolti

Sjáðu bestu tilþrif 9. umferðar í Subway-deild karla

Atli Arason skrifar
Kristófer Acox, leikmanni Vals, leiðist ekki að troða boltanum ofan í körfuna.
Kristófer Acox, leikmanni Vals, leiðist ekki að troða boltanum ofan í körfuna. Visir/ Diego

Troðsla Kristófers Acox, sem tryggði Valsmönnum sigur á ÍR, varð fyrir valinu sem flottustu tilþrif 9. umferðar Subway-deildar karla í körfubolta, að mati Körfuboltakvölds.

Nobertas Giga, leikmaður Hauka, átti einnig tvær körfur sem voru á meðal tíu bestu tilþrifa í umferðinni og liðsfélagi hans Hilmar Smári Henningsson kom líka fyrir í tilþrifa pakkanum með tvær flottar stoðsendingar í sigri Hauka á Stjörnunni. Robert Turner, leikmaður Stjörnunnar, kemur einnig fyrir með varið skot í sama leik, sem og troðsla Daniel Mortensen, leikmanns Hauka.

Þrjú tilþrif úr sigri Njarðvíkur á KR koma einnig fyrir í topp tíu þar sem Nicolas Richotti og Mario Matasovic eru fulltrúar Njarðvíkur ásamt tilþrifum EC Matthews, leikmanns KR.

Einnig koma þeir Vincent Shahid, leikmaður Þór Þorlákshafnar, og David Okeke, leikmaður Keflavíkur, fyrir á meðal þeirra tíu bestu. Sjón er hins vegar sögu ríkari en tíu bestu tilþrif 9. umferðar má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Bestu tilþrif 9. umferðar í Subway-deild karla



Fleiri fréttir

Sjá meira


×