Styrkleikar eru öflugt verkfæri Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 17. nóvember 2022 08:00 Með hraðri framþróun tækninnar og auknu áreiti frá samfélagsmiðlum hefur andlegt álag á börn og unglinga aukist töluvert. Því er mikilvægt að byrja sem fyrst að vinna með sjálfsmynd barna þannig að þau eigi auðveldara með að blómstra í lífinu. Gott er að auka skilning barns á eigin sjálfsmynd, hvað það er sem hefur áhrif á hana og í hvaða aðstæðum hún er jákvæð og neikvæð. Sjálfsmyndina er nefnilega hægt að vinna með og efla á hverjum einasta degi eins og hvern annan vöðva líkamans. Komum auga á styrkleika barnsins Þegar unnið er með sjálfsmynd barna eru styrkleikar afar mikilvægt verkfæri því öll búum við yfir styrkleikum. Börn fæðast með ákveðna hæfileika sem æskilegt er að koma auga á sem fyrst. Þessa hæfileika þarf að ýta undir og æfa. Eftir því sem barn þroskast og eldist geta hæfileikarnir þróast yfir í styrkleika. Það fara mikil verðmæti til spillis þegar barn gerir sér ekki grein fyrir styrkleikum sínum og hæfileikum eða hefur ekki sjálfstraust til að nýta þá. Því miður er það oft raunin hjá börnum með greiningar þar sem helsta áherslan er lögð á það sem vinna þarf með, styrkleikar þeirra eiga þá til að gleymast. Barn sem þekkir styrkleika sína tekst frekar á við krefjandi verkefni vegna þess að það treystir sér og veit hvaða kröfur það getur gert til sín. Það áttar sig betur á því hvað skiptir það raunverulega máli og hvað það er sem eykur á hamingju þess og gleði. Hvar liggja styrkleikarnir? Styrkleikar tengjast ekki bara námi, íþróttum eða tómstundum heldur geta þetta verið atriði eins og að vera skipulagður, umhyggjusamur, þrautseigur, hjálpsamur, jákvæður, góður vinur o.s.frv. Til að hjálpa barni að koma auga á styrkleika sína getum við spurt: Hvað finnst þér gaman að gera? Í hverju ertu góð/ur? Hvað gerir þig einstaka/n? Hvenær líður þér best? Hvað gefur þér mesta orku? Af hverju ertu stoltust/stoltastur í eigin fari? Hvernig myndu systkini eða vinir lýsa þér? Fyrir hvað er þér oft hrósað? Þegar barn er búið að átta sig á styrkleikum sínum er tilvalið að útbúa lista yfir þá og hafa hann uppi við alla daga til að minna barnið á hvar styrkleikar þess liggja. Með yngri börnum getur verið gott að gera styrkleikafingur. Þeir eru gerðir með því að teikna útlínur af fingrum og lófa barnsins á blað. Inni í lófann er nafn barnsins skrifað og á hvern fingur styrkleiki sem barnið býr yfir. Með þessu móti lærir barnið að þekkja að minnsta kosti fimm styrkleika í eigin fari. Hægt er að snúa blaðinu við og taka höndina í gegn til að bæta við öðrum fimm styrkleikum. Styrkleikaæfingar eru frábært mótvægi við snjalltæki Gott er að hvetja barnið til að gefa sér tíma á hverjum degi til að sinna styrkleikum sínum. Ef það á erfitt með að finna stund fyrir styrkleikaæfingar getur verið gott að nota þær sem mótvægi við snjalltækjanotkun. Þá fær barnið afmarkaðan tíma, til dæmis 30-60 mínútur, í tölvu eða snjalltæki. Barnið notar síðan sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfu sér. Það velur einn af styrkleikum sínum og þjálfar sig betur í honum. Það getur einnig verið gagnlegt að taka styrkleikaumræðu við matarborðið þegar fjölskyldumeðlimir sitja saman en þá nefnir allir einn styrkleika í eigin fari. Síðan er hægt að fara aðra umferð þar sem hver og einn nefnir styrkleika í fari annars fjölskyldumeðlims. Því oftar sem barn nýtir styrkleika sína þeim mun öflugri verða þeir. Við það upplifir barnið gleði og aukna orku. Á þeim tímapunkti er það ekki bara að auka vellíðan sína heldur líka að efla sjálfsmyndina. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ingrid Kuhlman Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Með hraðri framþróun tækninnar og auknu áreiti frá samfélagsmiðlum hefur andlegt álag á börn og unglinga aukist töluvert. Því er mikilvægt að byrja sem fyrst að vinna með sjálfsmynd barna þannig að þau eigi auðveldara með að blómstra í lífinu. Gott er að auka skilning barns á eigin sjálfsmynd, hvað það er sem hefur áhrif á hana og í hvaða aðstæðum hún er jákvæð og neikvæð. Sjálfsmyndina er nefnilega hægt að vinna með og efla á hverjum einasta degi eins og hvern annan vöðva líkamans. Komum auga á styrkleika barnsins Þegar unnið er með sjálfsmynd barna eru styrkleikar afar mikilvægt verkfæri því öll búum við yfir styrkleikum. Börn fæðast með ákveðna hæfileika sem æskilegt er að koma auga á sem fyrst. Þessa hæfileika þarf að ýta undir og æfa. Eftir því sem barn þroskast og eldist geta hæfileikarnir þróast yfir í styrkleika. Það fara mikil verðmæti til spillis þegar barn gerir sér ekki grein fyrir styrkleikum sínum og hæfileikum eða hefur ekki sjálfstraust til að nýta þá. Því miður er það oft raunin hjá börnum með greiningar þar sem helsta áherslan er lögð á það sem vinna þarf með, styrkleikar þeirra eiga þá til að gleymast. Barn sem þekkir styrkleika sína tekst frekar á við krefjandi verkefni vegna þess að það treystir sér og veit hvaða kröfur það getur gert til sín. Það áttar sig betur á því hvað skiptir það raunverulega máli og hvað það er sem eykur á hamingju þess og gleði. Hvar liggja styrkleikarnir? Styrkleikar tengjast ekki bara námi, íþróttum eða tómstundum heldur geta þetta verið atriði eins og að vera skipulagður, umhyggjusamur, þrautseigur, hjálpsamur, jákvæður, góður vinur o.s.frv. Til að hjálpa barni að koma auga á styrkleika sína getum við spurt: Hvað finnst þér gaman að gera? Í hverju ertu góð/ur? Hvað gerir þig einstaka/n? Hvenær líður þér best? Hvað gefur þér mesta orku? Af hverju ertu stoltust/stoltastur í eigin fari? Hvernig myndu systkini eða vinir lýsa þér? Fyrir hvað er þér oft hrósað? Þegar barn er búið að átta sig á styrkleikum sínum er tilvalið að útbúa lista yfir þá og hafa hann uppi við alla daga til að minna barnið á hvar styrkleikar þess liggja. Með yngri börnum getur verið gott að gera styrkleikafingur. Þeir eru gerðir með því að teikna útlínur af fingrum og lófa barnsins á blað. Inni í lófann er nafn barnsins skrifað og á hvern fingur styrkleiki sem barnið býr yfir. Með þessu móti lærir barnið að þekkja að minnsta kosti fimm styrkleika í eigin fari. Hægt er að snúa blaðinu við og taka höndina í gegn til að bæta við öðrum fimm styrkleikum. Styrkleikaæfingar eru frábært mótvægi við snjalltæki Gott er að hvetja barnið til að gefa sér tíma á hverjum degi til að sinna styrkleikum sínum. Ef það á erfitt með að finna stund fyrir styrkleikaæfingar getur verið gott að nota þær sem mótvægi við snjalltækjanotkun. Þá fær barnið afmarkaðan tíma, til dæmis 30-60 mínútur, í tölvu eða snjalltæki. Barnið notar síðan sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfu sér. Það velur einn af styrkleikum sínum og þjálfar sig betur í honum. Það getur einnig verið gagnlegt að taka styrkleikaumræðu við matarborðið þegar fjölskyldumeðlimir sitja saman en þá nefnir allir einn styrkleika í eigin fari. Síðan er hægt að fara aðra umferð þar sem hver og einn nefnir styrkleika í fari annars fjölskyldumeðlims. Því oftar sem barn nýtir styrkleika sína þeim mun öflugri verða þeir. Við það upplifir barnið gleði og aukna orku. Á þeim tímapunkti er það ekki bara að auka vellíðan sína heldur líka að efla sjálfsmyndina. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun