Hvað ætlar skólinn að gera? Sigurður Arnar Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2022 07:31 Mikil umræða hefur skapast um íslenskar skólastofnanir á síðustu misserum. Umræðan hefur oftar en ekki tengst neikvæðum hlutum s.s. að árangur skólastarfs sé slakur, að skólafólk sinni ekki eineltismálum sem skyldi eða jafnvel að skólafólk beiti ekki réttum kennsluaðferðum t.d varðandi lestrarkennslu. Þessi umræða einkennist umfram annað af fullyrðingum sem standast illa skoðun og byggja oftar en ekki á mati einstaklinga sem telja sig hafa fundið upp einu réttu lausnina og hafi svar við öllum hlutum. Allir ættu hins vegar að vita að nám og uppeldi er flóknara en svo að til sé eitt rétt svar eða ein rétt leið sem hentar öllum. Fjölmiðlar vilja gjarnan fjalla um skólafólk en hafa minni áhuga á að tala við það. Ef upp koma fullyrðingar um eitthvað sem betur má fara í skólum, taka fjölmiðlar og samskiptamiðlar við sér. Umræðan er oft á tíðum með slíkum eindæmum að skólafólk á ekki eitt aukatekið orð. Harkan og óbilgirnin sem þarna á sér stað er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að hugsa alvarlega um. Ég ætla ekki að halda því hér fram að allt sé fullkomið í skólum eða samfélaginu almennt. Margt gengur ekki eins vel og við viljum hafa það. Það að halda því hins vegar fram að skólafólk leggi sig ekki fram eða láti sig ekki varða hagsmuni nemenda sinna og samfélags er kolrangt. Í skólum starfar vel menntað starfsfólk sem leggur nótt við dag við að sinna því sem mestu skiptir í lífinu. Það er að gæta barnanna okkar og efla þau á allan hátt. Í öllum skólum er unnið að frábærum skólaverkefnum. Ég hef starfað að skólamálum í þrjátíu ár og þekki vel til. Í hvert skipti sem ég kem inn í skóla sé ég eitthvað nýtt og frábært sem ég reyni að læra af og nýta. Ekki verður annað séð en að almenningur sé á sama máli því samkvæmt könnunum og gæðamati fær skólastarfið á Íslandi góða umsögn. Hér á vel við orðatiltækið, glöggt er gests auga. Erlendis vekur t.d. athygli hvernig íslenskt skólakerfi hélt úti kennslu og starfsskipulagi í heimsfaraldri meðan aðrar þjóðir þurftu að loka sínum skólum svo vikum og mánuðum skipti. En hvað veldur þessari neikvæðu umræðu í fjölmiðlum? Hér er erfitt að svara en svo virðist sem skólastofnanir séu gerðar ábyrgar fyrir öllu sem misferst í samfélaginu. Dæmi um það eru nýlegar fréttir í fjölmiðlum. Til dæmis fréttir þar sem fjallað er um erfiðar forræðisdeilur og vaxandi rasíska orðræðu. Annað dæmi eru eineltismál sem tengjast inn í marga skóla, íþróttafélög og fjölda heimila. Þriðja dæmið er stuldur ungmenna í stórmarkaði að kvöldi og lögregla er kölluð til. Fjórða dæmið eru hópslagsmál ungmenna á leiksvæði um helgi. Fimmta dæmið er vaxandi áhyggjur af tölvu og símafíkn barna og ungmenna. Áfram mætti lengi telja en það sem þessar fréttir eiga sameiginlegt er að í umræðu í tengslum við þær er alltafspurt: Hvað ætlar skólinn að gera? Skólastofnanir sinna mikilvægu hlutverki í samfélaginu, það er óumdeilanlegt. En að gera skóla og skólafólk ábyrgt fyrir öllu sem misferst er einkennilegt svo ekki sé sterkaratil orða tekið. Lykill að góðum árangri er ekki að finna sökudólg fyrir því sem misferst. Árangur okkar ræðst af góðu samstarfi heimilis og skóla. Við sem samfélag stöndum frammi fyrir óteljandi hættum og áskorunum. Það hefur sjaldan eða aldrei verið flóknara að ala upp barn. Stafræn tækni hefur tekið völdin og við höfum öll það verk að vinna að láta tæknina þjóna okkur en ekki stjórna. Allt samfélagið þarf að leggjast á eitt til að vinna saman á uppbyggilegan hátt og gera betur. Skólar og starfsmenn þeirra ætla ekki að elta niðurrifstal, sleggjudóma og á köflum hreinan dónaskap á samfélagsmiðlum. Á slíku er ekkert gott að byggja. Ég fullyrði að skólafólk vill vinna með nemendum sínum, foreldrum og skólasamfélaginu í að skapa betra samfélag. Áskoranir nútímans eru ekki einkamál skóla heldur okkar allra. Til að skólar verði enn betri menntastofnanir og veiti betri þjónustu þarf aðhald en fyrst og fremst samvinnu, velvild og stuðning. Stöndum saman, aukum samstarf og eflum skólastarf á öllum skólastigum með jákvæðni að leiðarljósi. Höfundur er skólastjóri Grundaskóla og formaður skólastjórnendafélags Vesturlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um íslenskar skólastofnanir á síðustu misserum. Umræðan hefur oftar en ekki tengst neikvæðum hlutum s.s. að árangur skólastarfs sé slakur, að skólafólk sinni ekki eineltismálum sem skyldi eða jafnvel að skólafólk beiti ekki réttum kennsluaðferðum t.d varðandi lestrarkennslu. Þessi umræða einkennist umfram annað af fullyrðingum sem standast illa skoðun og byggja oftar en ekki á mati einstaklinga sem telja sig hafa fundið upp einu réttu lausnina og hafi svar við öllum hlutum. Allir ættu hins vegar að vita að nám og uppeldi er flóknara en svo að til sé eitt rétt svar eða ein rétt leið sem hentar öllum. Fjölmiðlar vilja gjarnan fjalla um skólafólk en hafa minni áhuga á að tala við það. Ef upp koma fullyrðingar um eitthvað sem betur má fara í skólum, taka fjölmiðlar og samskiptamiðlar við sér. Umræðan er oft á tíðum með slíkum eindæmum að skólafólk á ekki eitt aukatekið orð. Harkan og óbilgirnin sem þarna á sér stað er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að hugsa alvarlega um. Ég ætla ekki að halda því hér fram að allt sé fullkomið í skólum eða samfélaginu almennt. Margt gengur ekki eins vel og við viljum hafa það. Það að halda því hins vegar fram að skólafólk leggi sig ekki fram eða láti sig ekki varða hagsmuni nemenda sinna og samfélags er kolrangt. Í skólum starfar vel menntað starfsfólk sem leggur nótt við dag við að sinna því sem mestu skiptir í lífinu. Það er að gæta barnanna okkar og efla þau á allan hátt. Í öllum skólum er unnið að frábærum skólaverkefnum. Ég hef starfað að skólamálum í þrjátíu ár og þekki vel til. Í hvert skipti sem ég kem inn í skóla sé ég eitthvað nýtt og frábært sem ég reyni að læra af og nýta. Ekki verður annað séð en að almenningur sé á sama máli því samkvæmt könnunum og gæðamati fær skólastarfið á Íslandi góða umsögn. Hér á vel við orðatiltækið, glöggt er gests auga. Erlendis vekur t.d. athygli hvernig íslenskt skólakerfi hélt úti kennslu og starfsskipulagi í heimsfaraldri meðan aðrar þjóðir þurftu að loka sínum skólum svo vikum og mánuðum skipti. En hvað veldur þessari neikvæðu umræðu í fjölmiðlum? Hér er erfitt að svara en svo virðist sem skólastofnanir séu gerðar ábyrgar fyrir öllu sem misferst í samfélaginu. Dæmi um það eru nýlegar fréttir í fjölmiðlum. Til dæmis fréttir þar sem fjallað er um erfiðar forræðisdeilur og vaxandi rasíska orðræðu. Annað dæmi eru eineltismál sem tengjast inn í marga skóla, íþróttafélög og fjölda heimila. Þriðja dæmið er stuldur ungmenna í stórmarkaði að kvöldi og lögregla er kölluð til. Fjórða dæmið eru hópslagsmál ungmenna á leiksvæði um helgi. Fimmta dæmið er vaxandi áhyggjur af tölvu og símafíkn barna og ungmenna. Áfram mætti lengi telja en það sem þessar fréttir eiga sameiginlegt er að í umræðu í tengslum við þær er alltafspurt: Hvað ætlar skólinn að gera? Skólastofnanir sinna mikilvægu hlutverki í samfélaginu, það er óumdeilanlegt. En að gera skóla og skólafólk ábyrgt fyrir öllu sem misferst er einkennilegt svo ekki sé sterkaratil orða tekið. Lykill að góðum árangri er ekki að finna sökudólg fyrir því sem misferst. Árangur okkar ræðst af góðu samstarfi heimilis og skóla. Við sem samfélag stöndum frammi fyrir óteljandi hættum og áskorunum. Það hefur sjaldan eða aldrei verið flóknara að ala upp barn. Stafræn tækni hefur tekið völdin og við höfum öll það verk að vinna að láta tæknina þjóna okkur en ekki stjórna. Allt samfélagið þarf að leggjast á eitt til að vinna saman á uppbyggilegan hátt og gera betur. Skólar og starfsmenn þeirra ætla ekki að elta niðurrifstal, sleggjudóma og á köflum hreinan dónaskap á samfélagsmiðlum. Á slíku er ekkert gott að byggja. Ég fullyrði að skólafólk vill vinna með nemendum sínum, foreldrum og skólasamfélaginu í að skapa betra samfélag. Áskoranir nútímans eru ekki einkamál skóla heldur okkar allra. Til að skólar verði enn betri menntastofnanir og veiti betri þjónustu þarf aðhald en fyrst og fremst samvinnu, velvild og stuðning. Stöndum saman, aukum samstarf og eflum skólastarf á öllum skólastigum með jákvæðni að leiðarljósi. Höfundur er skólastjóri Grundaskóla og formaður skólastjórnendafélags Vesturlands.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun