Klúður! Staðfest Sigmar Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2022 11:49 Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. Þar liggja miklir fjármunir, tugir milljarða, sem til stóð að losa um til hagsbóta fyrir ríkissjóð. Lestur skýrslunnar leiðir okkur klárlega til þeirrar niðurstöðu að óhjákvæmilegt er að rannsóknarnefnd alþingis verði skipuð sem fyrst, því það kemur skýrt fram í skýrslunni að Ríkisendurskoðun tók ekki til athugunar fjölmarga þætti sem brýnt er að skoða. Þar má nefna að ákvarðanatakan í ráðherranefndinni er ekki skoðuð og reyndar er öll athugun á pólitískri ábyrgð víðs fjarri, líkt og bent var á að yrði óhjákvæmilega niðurstaðan hjá Ríkisendurskoðun, enda rannsóknarhlutverk hennar mun afmarkaðra en hjá sérstakri rannsóknarnefnd. Bara sú staðreynd, að einn ráðherra í ráðherranefndinni sem fór með málið, varaði við því að fara þessa leið og sá fyrir klúðrið, kallar á nánari skoðun en nú liggur fyrir. Bráðaniðurlagningu bankasýslunnar í eftirleiknum þarf líka auðvitað að rannsaka. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að ekki er tekin afstaða til þess hvort þetta hafi verið rétti tíminn til að selja eða til þeirra sem fengu að kaupa. Eða hvort rétta fyrirkomulagið hafi verið valið. En þótt það komi skýrt fram í skýrslunni að fleira þurfi að rannsaka og skoða, er ansi margt í henni sem vekur mikla athygli. Til að mynda efasemdir Ríkisendurskoðunar um að rétt hafi verið og nauðsynlegt að gefa þann afslátt af kaupverðinu sem varð raunin. Verðið hafi verið of lágt og of mikið miðast við erlenda fjárfesta. Jafnræði hafi ekki verið tryggt nægjanlega vel á milli fjárfesta, upplýsingagjöf hafi ekki verið í lagi, ekki gætt að meginreglum um gagnsæi og hlutlægni. Ríkisendurskoðun nefnir einnig orðsporsáhættuna sem var ekki tekið tillit til. Þetta síðastnefnda skiptir gríðarlegu máli í svona ferli, ekki síst þegar kemur að áframhaldi sölu. Traustið er fokið út um gluggann. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir stóru verkefni sem er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar hafa því miður lítið vilja kannast við þá ábyrgð og velt henni alfarið yfir á bankasýsluna. Það er ekki stórmannlegt því það vita allir sem vilja vita að ef salan hefði gengið vel þá væru sömu ráðherrar nú að baða sig í ljóma vel heppnaðrar einkavæðingar. Líka ráðherrar VG sem almennt eru nú ekki mikið fyrir að selja ríkiseigur. Því miður er líka niðurstaðan í þessu öllu sú að hægri flokknum í stjórnarsamstarfinu hefur tekist að slá öll áform um frekari sölu út af borðinu um langa hríð, án þess að hafa ætlað sér það. Það er talsvert afrek í sjálfu sér. Sigmar Guðmundsson Alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Alþingi Stjórnsýsla Sigmar Guðmundsson Mest lesið Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Batseba, konungar og völd Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Kjörnir fulltrúar og buxnahysjanir! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Minnst vegna EES-samningsins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. Þar liggja miklir fjármunir, tugir milljarða, sem til stóð að losa um til hagsbóta fyrir ríkissjóð. Lestur skýrslunnar leiðir okkur klárlega til þeirrar niðurstöðu að óhjákvæmilegt er að rannsóknarnefnd alþingis verði skipuð sem fyrst, því það kemur skýrt fram í skýrslunni að Ríkisendurskoðun tók ekki til athugunar fjölmarga þætti sem brýnt er að skoða. Þar má nefna að ákvarðanatakan í ráðherranefndinni er ekki skoðuð og reyndar er öll athugun á pólitískri ábyrgð víðs fjarri, líkt og bent var á að yrði óhjákvæmilega niðurstaðan hjá Ríkisendurskoðun, enda rannsóknarhlutverk hennar mun afmarkaðra en hjá sérstakri rannsóknarnefnd. Bara sú staðreynd, að einn ráðherra í ráðherranefndinni sem fór með málið, varaði við því að fara þessa leið og sá fyrir klúðrið, kallar á nánari skoðun en nú liggur fyrir. Bráðaniðurlagningu bankasýslunnar í eftirleiknum þarf líka auðvitað að rannsaka. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að ekki er tekin afstaða til þess hvort þetta hafi verið rétti tíminn til að selja eða til þeirra sem fengu að kaupa. Eða hvort rétta fyrirkomulagið hafi verið valið. En þótt það komi skýrt fram í skýrslunni að fleira þurfi að rannsaka og skoða, er ansi margt í henni sem vekur mikla athygli. Til að mynda efasemdir Ríkisendurskoðunar um að rétt hafi verið og nauðsynlegt að gefa þann afslátt af kaupverðinu sem varð raunin. Verðið hafi verið of lágt og of mikið miðast við erlenda fjárfesta. Jafnræði hafi ekki verið tryggt nægjanlega vel á milli fjárfesta, upplýsingagjöf hafi ekki verið í lagi, ekki gætt að meginreglum um gagnsæi og hlutlægni. Ríkisendurskoðun nefnir einnig orðsporsáhættuna sem var ekki tekið tillit til. Þetta síðastnefnda skiptir gríðarlegu máli í svona ferli, ekki síst þegar kemur að áframhaldi sölu. Traustið er fokið út um gluggann. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir stóru verkefni sem er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar hafa því miður lítið vilja kannast við þá ábyrgð og velt henni alfarið yfir á bankasýsluna. Það er ekki stórmannlegt því það vita allir sem vilja vita að ef salan hefði gengið vel þá væru sömu ráðherrar nú að baða sig í ljóma vel heppnaðrar einkavæðingar. Líka ráðherrar VG sem almennt eru nú ekki mikið fyrir að selja ríkiseigur. Því miður er líka niðurstaðan í þessu öllu sú að hægri flokknum í stjórnarsamstarfinu hefur tekist að slá öll áform um frekari sölu út af borðinu um langa hríð, án þess að hafa ætlað sér það. Það er talsvert afrek í sjálfu sér. Sigmar Guðmundsson Alþingismaður
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar