Viðskipti innlent

Ingunn tekur við Opna há­skólanum í HR

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen er ný forstöðukona Opna háskólans í HR.
Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen er ný forstöðukona Opna háskólans í HR.

Dr. Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensem hefur verið ráðin forstöðukona Opna háskólans í HR. Sem forstöðukona mun hún leiða sókn háskólans á sviði nýsköpunar og þróunar og marka honum sess á mörkum atvinnulífs, háskóla og vísinda. 

Ingunn var áður aðstoðarframkvæmdastýra Mjölnis og er einn eiganda heilahristingsmóttökunnar Heilaheilsu. Hún varði nýlega doktorsverkefni sitt við sálfræðideild HR. Hún lauk grunnnámi og meistaragráðu sinni í sálfræði við Háskóla íslands. 

Opni háskólinn í HR býður einstaklingum endurmenntun og símenntun til að hjálpa vinnustöðum og fólki við að ná markmiðum, skerpa á þekkingu og bæta við nýjum styrkleikum. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.