Ægir: Við erum búnir að finna eitthvað mojó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 12:02 Ægir Þór Steinarsson í leik með íslenska landsliðinu í undankeppni HM. Vísir/Hulda Margrét Íslenska körfuboltalandsliðið hefur aldrei verið eins nálægt því að komast á HM og það er í dag. Næsti leikur liðsins, á móti Georgíu í Laugardalshöllinni annað kvöld, ræður miklu um hvort HM-draumurinn lifi góðu lífi eða ekki. Ægir Þór Steinarsson hefur spilað frábærlega með landsliðinu á þessu ári og hann er spenntur fyrir þessu krefjandi verkefni á móti Eurobasket liði Georgíumanna. „Við eigum risastóran leik á móti Georgíu á föstudaginn á okkar heimavelli. Við erum mega peppaðir. Það er góð einbeiting í hópnum og við erum svo sannarlega klárir í þetta,“ sagði Ægir Þór Steinarsson. Íslenska liðið hefur unnið alla heimaleiki ársins og er búið að koma sér í mjög góða stöðu í riðlinum. Höfum verið að gera leiki aðeins of áhugaverða „Þetta hefur verið mjög gott og við höfum fengið góðan stuðning. Við höfum verið að spila leikstíl sem hentar okkur. Við erum snöggir að koma okkur inn í hlutina og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í undanfarin ár í þessum gluggum sem hafa verið á undan þessum glugga. Við erum búnir að finna eitthvað mojó og við ætlum að stýra því í rétta átt,“ sagði Ægir Þór. Ægir Þór Steinarsson.S2 Sport Heimaleikir liðsins hafa verið æsispennandi og íslensku strákarnir hafa sýnt mikinn styrk með að klára alla þessa jöfnu leiki. „Við höfum verið að reyna að fá fólk til þess að mæta á völlinn og gera þetta svolítið áhugavert. Við höfum samt verið að gera leiki aðeins of áhugaverða að mínu mati. Maður þarf alltaf að komast yfir þessa hraðahindrun að vinna leiki og sérstaklega á móti stórum þjóðum. Við erum búnir að sanna það að við getum það og það er annað próf fyrir okkur að reyna að klára þennan leik á móti Georgíu,“ sagði Ægir Þór. En hvernig er þetta Georgíulið sem bíður strákanna í Höllinni annað kvöld. Gæði í hverjum einasta leikmanni „Það eru gæði í hverjum einasta leikmanni og þeir eru með þrjá pósta sem eru sérstaklega góðir í þeim [Thad] McFadden, [Tornike] Shengelia og [Giorgi] Shermadini. Þetta eru tvistur, þristum og svo fimman þeirra. Þetta eru leikmenn sem eru í hópi bestu leikmanna í Evrópu. Við erum að fá þvílíka áskorun að spila á móti þeim og að vinna þá væri risastórt,“ sagði Ægir. „Þetta er stærsti leikurinn eins og allir leikir hafa verið. Við erum bara í því að undirbúa okkur og gera okkur klára. Við ætlum að sækja á þá og sækja á stóra og hávaxna leikmenn. Við erum orðnir vanir því í síðustu gluggum og þurfum að venjast því og halda áfram,“ sagði Ægir. Ægir Þór Steinarsson skorar hér á móti Úkraínu.Vísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins í undanförnum verkefnum. „Það verður einhver að vera fyrirliði en við erum með helling að leiðtogum í þessu liði. Ég stíg bara mjög auðveldlega inn í það hlutverk sama hvað það er. Við erum með leiðtoga í öllum leikstöðum. Við erum með sterka karaktera og mitt hlutverk er að stýra þeim,“ sagði Ægir léttur. Ægir spilar með liði Lucentum Alicante í spænsku b-deildinni en hvernig hefur það gengið? Mjög fjölbreytt og krefjandi hlutverk „Við erum upp og ofan. Það gekk illa til þess að byrja með félagsliðinu en hefur gengið vel undanfarið. Þetta er alltaf þannig á Spáni að við erum að reyna að þjappa saman tíu nýjum leikmönnum og nýjum þjálfurum. Það tekur bara sinn tíma en það hefur gengið mjög vel undanfarið,“ sagði Ægir. „Það er mikil áhersla lögð á það að ég setji boltann í netið ásamt því að dekka besta manninn og allt þetta. Mitt hlutverk er mjög fjölbreytt og mjög krefjandi. Ég fagna því og fagna stórum hlutverkum,“ sagði Ægir. Íslenska liðið hefur spilað heimaleiki sína á árinu í Ólafssal en færir sig nú aftur yfir í Laugardalshöllina. „Það er bara það sem við viljum. Við erum mjög þakklátir fyrir þann tíma sem við fengum í Ólafssal. Það eru mjög skemmtilegar minningar þar en nú bara kominn tími á að stækka salinn, stækka stemmninguna og mæta á stóra sviðið og standa sig,“ sagði Ægir. Það má horfa á viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Ægi fyrir Georgíuleik HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Sjá meira
Ægir Þór Steinarsson hefur spilað frábærlega með landsliðinu á þessu ári og hann er spenntur fyrir þessu krefjandi verkefni á móti Eurobasket liði Georgíumanna. „Við eigum risastóran leik á móti Georgíu á föstudaginn á okkar heimavelli. Við erum mega peppaðir. Það er góð einbeiting í hópnum og við erum svo sannarlega klárir í þetta,“ sagði Ægir Þór Steinarsson. Íslenska liðið hefur unnið alla heimaleiki ársins og er búið að koma sér í mjög góða stöðu í riðlinum. Höfum verið að gera leiki aðeins of áhugaverða „Þetta hefur verið mjög gott og við höfum fengið góðan stuðning. Við höfum verið að spila leikstíl sem hentar okkur. Við erum snöggir að koma okkur inn í hlutina og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í undanfarin ár í þessum gluggum sem hafa verið á undan þessum glugga. Við erum búnir að finna eitthvað mojó og við ætlum að stýra því í rétta átt,“ sagði Ægir Þór. Ægir Þór Steinarsson.S2 Sport Heimaleikir liðsins hafa verið æsispennandi og íslensku strákarnir hafa sýnt mikinn styrk með að klára alla þessa jöfnu leiki. „Við höfum verið að reyna að fá fólk til þess að mæta á völlinn og gera þetta svolítið áhugavert. Við höfum samt verið að gera leiki aðeins of áhugaverða að mínu mati. Maður þarf alltaf að komast yfir þessa hraðahindrun að vinna leiki og sérstaklega á móti stórum þjóðum. Við erum búnir að sanna það að við getum það og það er annað próf fyrir okkur að reyna að klára þennan leik á móti Georgíu,“ sagði Ægir Þór. En hvernig er þetta Georgíulið sem bíður strákanna í Höllinni annað kvöld. Gæði í hverjum einasta leikmanni „Það eru gæði í hverjum einasta leikmanni og þeir eru með þrjá pósta sem eru sérstaklega góðir í þeim [Thad] McFadden, [Tornike] Shengelia og [Giorgi] Shermadini. Þetta eru tvistur, þristum og svo fimman þeirra. Þetta eru leikmenn sem eru í hópi bestu leikmanna í Evrópu. Við erum að fá þvílíka áskorun að spila á móti þeim og að vinna þá væri risastórt,“ sagði Ægir. „Þetta er stærsti leikurinn eins og allir leikir hafa verið. Við erum bara í því að undirbúa okkur og gera okkur klára. Við ætlum að sækja á þá og sækja á stóra og hávaxna leikmenn. Við erum orðnir vanir því í síðustu gluggum og þurfum að venjast því og halda áfram,“ sagði Ægir. Ægir Þór Steinarsson skorar hér á móti Úkraínu.Vísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins í undanförnum verkefnum. „Það verður einhver að vera fyrirliði en við erum með helling að leiðtogum í þessu liði. Ég stíg bara mjög auðveldlega inn í það hlutverk sama hvað það er. Við erum með leiðtoga í öllum leikstöðum. Við erum með sterka karaktera og mitt hlutverk er að stýra þeim,“ sagði Ægir léttur. Ægir spilar með liði Lucentum Alicante í spænsku b-deildinni en hvernig hefur það gengið? Mjög fjölbreytt og krefjandi hlutverk „Við erum upp og ofan. Það gekk illa til þess að byrja með félagsliðinu en hefur gengið vel undanfarið. Þetta er alltaf þannig á Spáni að við erum að reyna að þjappa saman tíu nýjum leikmönnum og nýjum þjálfurum. Það tekur bara sinn tíma en það hefur gengið mjög vel undanfarið,“ sagði Ægir. „Það er mikil áhersla lögð á það að ég setji boltann í netið ásamt því að dekka besta manninn og allt þetta. Mitt hlutverk er mjög fjölbreytt og mjög krefjandi. Ég fagna því og fagna stórum hlutverkum,“ sagði Ægir. Íslenska liðið hefur spilað heimaleiki sína á árinu í Ólafssal en færir sig nú aftur yfir í Laugardalshöllina. „Það er bara það sem við viljum. Við erum mjög þakklátir fyrir þann tíma sem við fengum í Ólafssal. Það eru mjög skemmtilegar minningar þar en nú bara kominn tími á að stækka salinn, stækka stemmninguna og mæta á stóra sviðið og standa sig,“ sagði Ægir. Það má horfa á viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Ægi fyrir Georgíuleik
HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti