Kynfræðsla – hver ætlar að redda málunum? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 07:31 Kynfræðslu þarf að auka, það þarf að gera stórátak í kynfræðslu á öllum skólastigum, kynfræðsla þarf að vera skyldufag, börn og unglingar þurfa kynfræðslu frá unga aldri. Þessar yfirlýsingar eru ekki nýjar af nálinni, heldur birtust þær fyrst í greinaskrifum um kynfræðslu árið 1986. Síðan þá höfum við oft lagt af stað í þá vegferð að raungera þessar yfirlýsingar. Stýrihópar, sérfræðingahópar, áætlanir og fréttatilkynningar um að nú eigi aldeilis að taka til hendinni, en enn bíða þau sem eiga að taka þátt í eflingunni eftir raunverulegum efndum. Fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum er þannig sett í þá ómögulegu stöðu að vera krafin um fræðslu frá samfélaginu, án nægjanlegs stuðnings eða fræðslu. Hópar sem hljóta öfluga kynfræðslu eru líklegri til að lifa góðu og heilbrigðara kynlífi og eru ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, það hlýtur því að vera til einhvers að vinna að sinna fræðslunni vel. Því miður er það enn of víða þannig að kennarar kasta málefninu á milli sín og of margir treysta sér ekki til að taka kynfræðsluna fyrir. Þó verður að taka það fram að víða er verið að gera vel þar sem margir koma að kennslunni og vonandi styður það fleiri til að takast á við málefnið. En hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna leyfum við kynfræðslu að verða útundan með afsökunum um að hún sé siðferðislega flókin og vandræðaleg? Værum við sem samfélag sátt við að nemendur á grunnskólastigi myndu ekki læra neitt um fallbeygingar eða deilingu á þeim forsendum að hugtökin væru flókin og fáir kennarar treystu sér í að kenna þessa þætti? Eins og staðan er í dag fá kennaranemar og nemendur í tómstunda og félagsmálafræði, ekki kennslu tengda kynfræði en hægt er að taka diplómagráðu í kynfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Það gefur því augaleið að við stöndum ekki nógu vel að því að mennta fagfólkið sem kemur að börnunum okkar á hinum ýmsu skeiðum ævinnar þegar kemur að kynfræðslu. Það er því ekki skrýtið að kennarar og annað fagfólk veigri sér við umræðunni þegar fræðsla til þeirra sjálfra er af skornum skammti. Við verðum, fræðasamfélagið, fagfólk sem vinnur með börnum og ungmennum og öll sem höfum áhuga og vilja á að búa til heilbrigt samfélag þar sem börn fá góða, heildstæða kynfræðslu, að taka okkur saman í andlitinu. Við verðum að styðja fagfólkið okkar betur til að veita kynfræðsluna og það verður að huga betur að endurnýjun námsefnis. Það má ekki láta enn eina kynslóðina detta á milli skips og bryggju því við fullorðna fólkið vorum upptekin í „pant ekki ég“ leiknum. Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarkona í KynÍs, Kynfræðifélagi Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni SexDaga, viðburðaröð KynÍs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynlíf Mest lesið Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Handboltaangistin Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Kynfræðslu þarf að auka, það þarf að gera stórátak í kynfræðslu á öllum skólastigum, kynfræðsla þarf að vera skyldufag, börn og unglingar þurfa kynfræðslu frá unga aldri. Þessar yfirlýsingar eru ekki nýjar af nálinni, heldur birtust þær fyrst í greinaskrifum um kynfræðslu árið 1986. Síðan þá höfum við oft lagt af stað í þá vegferð að raungera þessar yfirlýsingar. Stýrihópar, sérfræðingahópar, áætlanir og fréttatilkynningar um að nú eigi aldeilis að taka til hendinni, en enn bíða þau sem eiga að taka þátt í eflingunni eftir raunverulegum efndum. Fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum er þannig sett í þá ómögulegu stöðu að vera krafin um fræðslu frá samfélaginu, án nægjanlegs stuðnings eða fræðslu. Hópar sem hljóta öfluga kynfræðslu eru líklegri til að lifa góðu og heilbrigðara kynlífi og eru ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, það hlýtur því að vera til einhvers að vinna að sinna fræðslunni vel. Því miður er það enn of víða þannig að kennarar kasta málefninu á milli sín og of margir treysta sér ekki til að taka kynfræðsluna fyrir. Þó verður að taka það fram að víða er verið að gera vel þar sem margir koma að kennslunni og vonandi styður það fleiri til að takast á við málefnið. En hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna leyfum við kynfræðslu að verða útundan með afsökunum um að hún sé siðferðislega flókin og vandræðaleg? Værum við sem samfélag sátt við að nemendur á grunnskólastigi myndu ekki læra neitt um fallbeygingar eða deilingu á þeim forsendum að hugtökin væru flókin og fáir kennarar treystu sér í að kenna þessa þætti? Eins og staðan er í dag fá kennaranemar og nemendur í tómstunda og félagsmálafræði, ekki kennslu tengda kynfræði en hægt er að taka diplómagráðu í kynfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Það gefur því augaleið að við stöndum ekki nógu vel að því að mennta fagfólkið sem kemur að börnunum okkar á hinum ýmsu skeiðum ævinnar þegar kemur að kynfræðslu. Það er því ekki skrýtið að kennarar og annað fagfólk veigri sér við umræðunni þegar fræðsla til þeirra sjálfra er af skornum skammti. Við verðum, fræðasamfélagið, fagfólk sem vinnur með börnum og ungmennum og öll sem höfum áhuga og vilja á að búa til heilbrigt samfélag þar sem börn fá góða, heildstæða kynfræðslu, að taka okkur saman í andlitinu. Við verðum að styðja fagfólkið okkar betur til að veita kynfræðsluna og það verður að huga betur að endurnýjun námsefnis. Það má ekki láta enn eina kynslóðina detta á milli skips og bryggju því við fullorðna fólkið vorum upptekin í „pant ekki ég“ leiknum. Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarkona í KynÍs, Kynfræðifélagi Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni SexDaga, viðburðaröð KynÍs.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar