Kynfræðsla – hver ætlar að redda málunum? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 07:31 Kynfræðslu þarf að auka, það þarf að gera stórátak í kynfræðslu á öllum skólastigum, kynfræðsla þarf að vera skyldufag, börn og unglingar þurfa kynfræðslu frá unga aldri. Þessar yfirlýsingar eru ekki nýjar af nálinni, heldur birtust þær fyrst í greinaskrifum um kynfræðslu árið 1986. Síðan þá höfum við oft lagt af stað í þá vegferð að raungera þessar yfirlýsingar. Stýrihópar, sérfræðingahópar, áætlanir og fréttatilkynningar um að nú eigi aldeilis að taka til hendinni, en enn bíða þau sem eiga að taka þátt í eflingunni eftir raunverulegum efndum. Fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum er þannig sett í þá ómögulegu stöðu að vera krafin um fræðslu frá samfélaginu, án nægjanlegs stuðnings eða fræðslu. Hópar sem hljóta öfluga kynfræðslu eru líklegri til að lifa góðu og heilbrigðara kynlífi og eru ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, það hlýtur því að vera til einhvers að vinna að sinna fræðslunni vel. Því miður er það enn of víða þannig að kennarar kasta málefninu á milli sín og of margir treysta sér ekki til að taka kynfræðsluna fyrir. Þó verður að taka það fram að víða er verið að gera vel þar sem margir koma að kennslunni og vonandi styður það fleiri til að takast á við málefnið. En hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna leyfum við kynfræðslu að verða útundan með afsökunum um að hún sé siðferðislega flókin og vandræðaleg? Værum við sem samfélag sátt við að nemendur á grunnskólastigi myndu ekki læra neitt um fallbeygingar eða deilingu á þeim forsendum að hugtökin væru flókin og fáir kennarar treystu sér í að kenna þessa þætti? Eins og staðan er í dag fá kennaranemar og nemendur í tómstunda og félagsmálafræði, ekki kennslu tengda kynfræði en hægt er að taka diplómagráðu í kynfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Það gefur því augaleið að við stöndum ekki nógu vel að því að mennta fagfólkið sem kemur að börnunum okkar á hinum ýmsu skeiðum ævinnar þegar kemur að kynfræðslu. Það er því ekki skrýtið að kennarar og annað fagfólk veigri sér við umræðunni þegar fræðsla til þeirra sjálfra er af skornum skammti. Við verðum, fræðasamfélagið, fagfólk sem vinnur með börnum og ungmennum og öll sem höfum áhuga og vilja á að búa til heilbrigt samfélag þar sem börn fá góða, heildstæða kynfræðslu, að taka okkur saman í andlitinu. Við verðum að styðja fagfólkið okkar betur til að veita kynfræðsluna og það verður að huga betur að endurnýjun námsefnis. Það má ekki láta enn eina kynslóðina detta á milli skips og bryggju því við fullorðna fólkið vorum upptekin í „pant ekki ég“ leiknum. Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarkona í KynÍs, Kynfræðifélagi Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni SexDaga, viðburðaröð KynÍs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynlíf Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Kynfræðslu þarf að auka, það þarf að gera stórátak í kynfræðslu á öllum skólastigum, kynfræðsla þarf að vera skyldufag, börn og unglingar þurfa kynfræðslu frá unga aldri. Þessar yfirlýsingar eru ekki nýjar af nálinni, heldur birtust þær fyrst í greinaskrifum um kynfræðslu árið 1986. Síðan þá höfum við oft lagt af stað í þá vegferð að raungera þessar yfirlýsingar. Stýrihópar, sérfræðingahópar, áætlanir og fréttatilkynningar um að nú eigi aldeilis að taka til hendinni, en enn bíða þau sem eiga að taka þátt í eflingunni eftir raunverulegum efndum. Fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum er þannig sett í þá ómögulegu stöðu að vera krafin um fræðslu frá samfélaginu, án nægjanlegs stuðnings eða fræðslu. Hópar sem hljóta öfluga kynfræðslu eru líklegri til að lifa góðu og heilbrigðara kynlífi og eru ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, það hlýtur því að vera til einhvers að vinna að sinna fræðslunni vel. Því miður er það enn of víða þannig að kennarar kasta málefninu á milli sín og of margir treysta sér ekki til að taka kynfræðsluna fyrir. Þó verður að taka það fram að víða er verið að gera vel þar sem margir koma að kennslunni og vonandi styður það fleiri til að takast á við málefnið. En hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna leyfum við kynfræðslu að verða útundan með afsökunum um að hún sé siðferðislega flókin og vandræðaleg? Værum við sem samfélag sátt við að nemendur á grunnskólastigi myndu ekki læra neitt um fallbeygingar eða deilingu á þeim forsendum að hugtökin væru flókin og fáir kennarar treystu sér í að kenna þessa þætti? Eins og staðan er í dag fá kennaranemar og nemendur í tómstunda og félagsmálafræði, ekki kennslu tengda kynfræði en hægt er að taka diplómagráðu í kynfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Það gefur því augaleið að við stöndum ekki nógu vel að því að mennta fagfólkið sem kemur að börnunum okkar á hinum ýmsu skeiðum ævinnar þegar kemur að kynfræðslu. Það er því ekki skrýtið að kennarar og annað fagfólk veigri sér við umræðunni þegar fræðsla til þeirra sjálfra er af skornum skammti. Við verðum, fræðasamfélagið, fagfólk sem vinnur með börnum og ungmennum og öll sem höfum áhuga og vilja á að búa til heilbrigt samfélag þar sem börn fá góða, heildstæða kynfræðslu, að taka okkur saman í andlitinu. Við verðum að styðja fagfólkið okkar betur til að veita kynfræðsluna og það verður að huga betur að endurnýjun námsefnis. Það má ekki láta enn eina kynslóðina detta á milli skips og bryggju því við fullorðna fólkið vorum upptekin í „pant ekki ég“ leiknum. Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarkona í KynÍs, Kynfræðifélagi Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni SexDaga, viðburðaröð KynÍs.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun