Veröld átta milljarða manna Antonio Guterres skrifar 15. nóvember 2022 08:01 Jarðarbúar verða orðnir 8 milljarðar um miðjan nóvember, þökk sé vísindalegum framförum og bættri næringu, lýðheilsu og hreinlæti. En á meðan mannkyninu fjölgar setur sundrung í æ ríkari mæli mark sitt á heiminn. Milljarðar manna berjast í bökkum; hundruð milljóna líða sult og jafnvel hungursneyð. Aldrei hafa fleiri flosnað upp frá heimkynnum sínum í von um betri tækifæri annars staðar og frið frá skuldum og vosbúð, styrjöldum og loftslagshamförum. Ef við brúum ekki ginnungagapið á milli þeirra sem lifa við örbirgð, og þeirra sem búa við allsnægtir, er hætt við að spenna og tortryggni, kreppur og átök, einkenni heim átta milljarða manna. Auðmenn eiga jafnmikið og helmingur mannkyns Staðreyndirnar tala sínu máli. Örfáir milljarðamæringar búa yfir jafnmiklum auðæfum og fátækari helmingur jarðarbúa. Ríkasta eina prósentið fær í sinn hlut fimmtung tekna heimsins. Fólk í ríkustu löndunum getur vænst þess að lifa þrjátíu árum lengur en íbúar hinna fátækustu. Eftir því sem velmegun og heilbrigði hefur aukist síðustu áratugi, hefur þessi ójöfnuður vaxið að sama skapi. Til viðbótar þessari langtíma-þróun, hafa sífellt hraðari loftslagsbreytingar og mishæg enduruppbygging eftir COVID-19 heimsfaraldurinn, verið olía á eld ójöfnuðar. Við stefnum beinustu leið til stórslyss í loftslagsmálum, enda eykst losun og hitastig á jörðinni óðfluga. Flóð, ofsaveður og þurrkar valda tjóni í ríkjum sem eiga nánast enga sök á hlýnun jarðar. Stríðið í Úkraínu bætist ofan á matar-, orku og fjármálakreppu sem koma harðast niður á þróunarríkjum. Konur og stúlkur og jaðarsettir hópar, sem þegar sæta mismunun, bera þyngstu byrðarnar. Gremjan nálgast suðupunkt Mörg ríki á suðurhveli jarðar glíma við skuldabagga, aukna fátækt og sult, auk vaxandi áhrifa loftslagsbreytingar. Þau hafa litla möguleika á að fjárfesta í sjálfbærri endurreisn eftir heimsfaraldurinn; orkuskiptum eða menntun og þjálfun fyrir stafræna öld. Reiði og gremja í garð þróaðra ríkja er að nálgast suðupunkt. Eitruð sundrung og skortur á trausti, valda töfum og flöskuhálsum í ýmsum málefnum; allt frá kjarnorku-afvopnun til hryðjuverka og lýðheilsu á heimsvísu. Við verðum að vinna bug á þessari hættulegu þróun, bæta samskipti og finna sameiginlegar lausnir á áskorunum. Fyrsta skrefið er að viðurkenna að þessi hraðvaxandi ójöfnuður er val. Þróuð ríki bera ábyrgð á því að snúa af leið og geta hafist handa á Loftslagsráðstefnunnni í Egyptalandi og á fundi G20 ríkjanna á Bali. Samstöðusáttmáli Ég vona að sögulegur samstöðusáttmáli í loftslagsmálum líti dagsins ljós á COP27. Til þess að svo megi verða, þurfa þróuð hagkerfi og þau sem eru á uppleið, að sameinast um stefnu og leggja sameiginlega til kunnáttu og auð í þágu mannkynsins. Auðugum ríkjum bera að veita ákveðnum hagkerfum á uppleið fjárhagslega og tæknilega aðstoð til að greiða fyrir orkuskiptum, svo þau geti losnað við jarðefnaeldsneyti. Þetta er okkar eina von til að ná loftslagsmarkmiðum. Ég hvet leiðtoga á COP27 til að samþykkja vegvísi og stofnanalegan ramma til að umbuna ríkjum á suðurhveli fyrir það tap og tjón sem þau verða nú þegar fyrir sökum loftslagsbreytinga. G20 leiðtogafundurinn á Bali er tækifæri til að huga að örlögum þróunarríkja. Ég hef hvatt G20 hagkerfin til að samþykkja hvata-úrræði til þess að ríkisstjórnir suðurríkjanna fái úrræði fyrir fjárfestingar og lausafé til að losna undan skuldaklafa. Á sama tíma og við vinnum að slíkum tíma aðgerðum til meðal-langs tíma, vinnum við af fullum krafti með öllum hlutaðeigandi að því að létta byrðar út af matvælakreppunni í heiminum. Frumkvæðið um útflutning kornmetis frá Svartahafi er snar þáttur í þessari viðleitni. Þökk sé því, hefur tekist að koma á stöðugleika á mörkuðum og lækka verð. Hvert prósentubrot getur dregið úr hungri og bjargað mannslífum. Rússneska áburðarins er þörf Við vinnum að því að tryggja að rússneskur áburður komist á heimsmarkað að nýju, en útflutningur hefur raskast verulega vegna stríðsins. Áburðarverð hefur næstum þrefaldast frá því sem var, fyrir heimsfaraldur. Hrísgrjónarækt hefur liðið mest, en hrísgrjón eru algengasta matvælategund heims. Af þeim sökum er brýnt fyrir matvælaöryggi heimsins að ryðja úr vegi síðustu hindrunum fyrir útflutningi rússnesks áburðar. En þrátt fyrir allt þetta, eru nokkrar góðar fréttir. Átta milljarða manna heimur getur skapað mögnuð tækifæri fyrir sum af fátækustu og fjölmennustu ríkjunum. Hlutfallslega litlar fjárfestingar í heilsugæslu, menntun, jafnrétti kynjanna og sjálfbærri efnahagsþróun gætu skapað dygðuga hringrás þróunar og hagvaxtar, umskapað hagkerfi og líf fólksins. Nóg handa öllum Innan fárra áratuga gætu fátækustu ríkin í dag orðið aflvakar sjálfbærs, græns hagvaxtar og velmegunar í heilu heimshlutunum. Ég veðja aldrei gegn hugvitsemi mannsins og hef mikla trú á mannlegri samstöðu. Á þessum erfiðu tímum skulum við hafa í huga orð eins skarpskyggnasta manns veraldarsögunnar, Mahatma Gandhi: „Í heiminum er nægur auður til að uppfylla þarfir allra, en ekki til að þjóna græðgi þeirra.” Alþjóðlegum fundum þessa mánaðar ber að nýta tækifæri til að leggja brýr og endurreisa traust, sem byggir á jafnrétti og frelsi hvers einasta hinna átta milljarða jarðarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Jarðarbúar verða orðnir 8 milljarðar um miðjan nóvember, þökk sé vísindalegum framförum og bættri næringu, lýðheilsu og hreinlæti. En á meðan mannkyninu fjölgar setur sundrung í æ ríkari mæli mark sitt á heiminn. Milljarðar manna berjast í bökkum; hundruð milljóna líða sult og jafnvel hungursneyð. Aldrei hafa fleiri flosnað upp frá heimkynnum sínum í von um betri tækifæri annars staðar og frið frá skuldum og vosbúð, styrjöldum og loftslagshamförum. Ef við brúum ekki ginnungagapið á milli þeirra sem lifa við örbirgð, og þeirra sem búa við allsnægtir, er hætt við að spenna og tortryggni, kreppur og átök, einkenni heim átta milljarða manna. Auðmenn eiga jafnmikið og helmingur mannkyns Staðreyndirnar tala sínu máli. Örfáir milljarðamæringar búa yfir jafnmiklum auðæfum og fátækari helmingur jarðarbúa. Ríkasta eina prósentið fær í sinn hlut fimmtung tekna heimsins. Fólk í ríkustu löndunum getur vænst þess að lifa þrjátíu árum lengur en íbúar hinna fátækustu. Eftir því sem velmegun og heilbrigði hefur aukist síðustu áratugi, hefur þessi ójöfnuður vaxið að sama skapi. Til viðbótar þessari langtíma-þróun, hafa sífellt hraðari loftslagsbreytingar og mishæg enduruppbygging eftir COVID-19 heimsfaraldurinn, verið olía á eld ójöfnuðar. Við stefnum beinustu leið til stórslyss í loftslagsmálum, enda eykst losun og hitastig á jörðinni óðfluga. Flóð, ofsaveður og þurrkar valda tjóni í ríkjum sem eiga nánast enga sök á hlýnun jarðar. Stríðið í Úkraínu bætist ofan á matar-, orku og fjármálakreppu sem koma harðast niður á þróunarríkjum. Konur og stúlkur og jaðarsettir hópar, sem þegar sæta mismunun, bera þyngstu byrðarnar. Gremjan nálgast suðupunkt Mörg ríki á suðurhveli jarðar glíma við skuldabagga, aukna fátækt og sult, auk vaxandi áhrifa loftslagsbreytingar. Þau hafa litla möguleika á að fjárfesta í sjálfbærri endurreisn eftir heimsfaraldurinn; orkuskiptum eða menntun og þjálfun fyrir stafræna öld. Reiði og gremja í garð þróaðra ríkja er að nálgast suðupunkt. Eitruð sundrung og skortur á trausti, valda töfum og flöskuhálsum í ýmsum málefnum; allt frá kjarnorku-afvopnun til hryðjuverka og lýðheilsu á heimsvísu. Við verðum að vinna bug á þessari hættulegu þróun, bæta samskipti og finna sameiginlegar lausnir á áskorunum. Fyrsta skrefið er að viðurkenna að þessi hraðvaxandi ójöfnuður er val. Þróuð ríki bera ábyrgð á því að snúa af leið og geta hafist handa á Loftslagsráðstefnunnni í Egyptalandi og á fundi G20 ríkjanna á Bali. Samstöðusáttmáli Ég vona að sögulegur samstöðusáttmáli í loftslagsmálum líti dagsins ljós á COP27. Til þess að svo megi verða, þurfa þróuð hagkerfi og þau sem eru á uppleið, að sameinast um stefnu og leggja sameiginlega til kunnáttu og auð í þágu mannkynsins. Auðugum ríkjum bera að veita ákveðnum hagkerfum á uppleið fjárhagslega og tæknilega aðstoð til að greiða fyrir orkuskiptum, svo þau geti losnað við jarðefnaeldsneyti. Þetta er okkar eina von til að ná loftslagsmarkmiðum. Ég hvet leiðtoga á COP27 til að samþykkja vegvísi og stofnanalegan ramma til að umbuna ríkjum á suðurhveli fyrir það tap og tjón sem þau verða nú þegar fyrir sökum loftslagsbreytinga. G20 leiðtogafundurinn á Bali er tækifæri til að huga að örlögum þróunarríkja. Ég hef hvatt G20 hagkerfin til að samþykkja hvata-úrræði til þess að ríkisstjórnir suðurríkjanna fái úrræði fyrir fjárfestingar og lausafé til að losna undan skuldaklafa. Á sama tíma og við vinnum að slíkum tíma aðgerðum til meðal-langs tíma, vinnum við af fullum krafti með öllum hlutaðeigandi að því að létta byrðar út af matvælakreppunni í heiminum. Frumkvæðið um útflutning kornmetis frá Svartahafi er snar þáttur í þessari viðleitni. Þökk sé því, hefur tekist að koma á stöðugleika á mörkuðum og lækka verð. Hvert prósentubrot getur dregið úr hungri og bjargað mannslífum. Rússneska áburðarins er þörf Við vinnum að því að tryggja að rússneskur áburður komist á heimsmarkað að nýju, en útflutningur hefur raskast verulega vegna stríðsins. Áburðarverð hefur næstum þrefaldast frá því sem var, fyrir heimsfaraldur. Hrísgrjónarækt hefur liðið mest, en hrísgrjón eru algengasta matvælategund heims. Af þeim sökum er brýnt fyrir matvælaöryggi heimsins að ryðja úr vegi síðustu hindrunum fyrir útflutningi rússnesks áburðar. En þrátt fyrir allt þetta, eru nokkrar góðar fréttir. Átta milljarða manna heimur getur skapað mögnuð tækifæri fyrir sum af fátækustu og fjölmennustu ríkjunum. Hlutfallslega litlar fjárfestingar í heilsugæslu, menntun, jafnrétti kynjanna og sjálfbærri efnahagsþróun gætu skapað dygðuga hringrás þróunar og hagvaxtar, umskapað hagkerfi og líf fólksins. Nóg handa öllum Innan fárra áratuga gætu fátækustu ríkin í dag orðið aflvakar sjálfbærs, græns hagvaxtar og velmegunar í heilu heimshlutunum. Ég veðja aldrei gegn hugvitsemi mannsins og hef mikla trú á mannlegri samstöðu. Á þessum erfiðu tímum skulum við hafa í huga orð eins skarpskyggnasta manns veraldarsögunnar, Mahatma Gandhi: „Í heiminum er nægur auður til að uppfylla þarfir allra, en ekki til að þjóna græðgi þeirra.” Alþjóðlegum fundum þessa mánaðar ber að nýta tækifæri til að leggja brýr og endurreisa traust, sem byggir á jafnrétti og frelsi hvers einasta hinna átta milljarða jarðarbúa.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun