Bílar

Myndband: Gengið í kringum Polestar 3

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Polestar 3.
Polestar 3.

Polestar 3 er nýjasta viðbótin í framboði Polestar. Bíllinn er væntanlegur á markað seint á næsta ári. Í fréttinni er myndband þar sem gengið er í kringum bílinn.

Polestar 3 skartar mörgum útlitseinkennum sem fólk ætti að þekkja frá Polestar 2 og Precept hugmyndabílnum. Hann sver sig í ættina.

Hér má sjá myndband af YouTube-rásinni TGE TV.

Inn í bílnum eru tveir skjáir einn grannur fyrir ökumann og 14,5 tommu snertiskjár fyrir afþreyingarkerfið. Bíllinn kemur með Apple CarPlay. Aukahlutapakkarnir eru áhugaverðir, til að mynda er hægt að fá hæglokandi hurðar, upphituð aftursæti og fleira.

Polestar 3 kemur með tveimur rafmótorum sem eru tengdir við 111 kWh rafhlöðu sem skilar um 489 hestöflum. Frammistöðu (e. Performance) pakkinn skilar nokkrum auka hestum og færir töluna upp í 517. Áætluð drægni er um 480 kílómetrar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×