Orkusjálfstæði Íslands Svavar Halldórsson skrifar 4. nóvember 2022 19:00 Ef við Íslendingar ætlum að ná loftslagsmarkmiðum okkar er algerlega nauðsynlegt að flýta orkuskiptum eins og kostur er. En þótt við framleiðum mikið af grænni orku þá þurfum við að gera enn betur. Við flytjum enn inn olíu fyrir 100 milljarða króna á ári. Ef fyrirhuguð orkuskipti eiga að ganga eftir þurfum við að herða okkur í virkjun vindorku, jarðhita og fallvatna – að sjálfsögðu með almenn umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Meiri græna orku Orkuskiptin ein og sér kalla á 80% meiri framleiðslu grænnar orku. Verkin verða að tala. Innlendir umhverfisvænir orkugjafar eru á allan hátt betri fyrir umhverfið og efnahaginn, enda virðist samstaða meðal þjóðarinnar um að framtíð Íslands sé best borgið með áherslu á sjálfbærni, græna atvinnuuppbyggingu og nýsköpun. Fyrir liggur að fjöldi tækifæra er til að skapa ný og eftirsótt störf á Íslandi. Mörg þeirra áhugaverðu sprota- og nýsköpunarfyrirtækja sem sprottið hafa upp á síðustu árum treysta á græna orku. En til þess að þau megi dafna þarf að virkja orkuna. Umhverfisvæn atvinnuuppbygging Hreinleiki Íslands og græn orka á samkeppnishæfu verði, veita okkur mikið forskot í alþjóðlegri samkeppni og tækifæri til að auka enn verðmætasköpun og bæta lífskjör. Spurning er ekki hvort, heldur hvenær, allar samgöngur á Íslandi verða umhverfisvænar. Grænni tækni í samgöngum fleygir fram um allan heim. Við höfum séð byltingu í framboði á grænum valkostum þegar kemur að bifreiðum. Áður en við vitum af verður stór hluti nýrra skipa og flugvéla gerður fyrir umhverfisvæna orkugjafa. Þá verðum við að vera tilbúin með grænu orkuna. Orka og sjálfstæði þjóðarinnar Ef við ætlum að ná markmiðum okkar um græna framtíð og kolefnishlutleysi verðum við að herða okkur í framleiðslu umhverfisvænnar orku. Það liggur ljóst fyrir. En það eru ekki bara umhverfissjónarmiðin sem knýja á um að við beislum meira af grænni orku. Nýleg þróun alþjóðamála hefur sýnt okkur svart á hvítu að það er skynsamlegt að stefna á orkusjálfstæði Íslands eins hratt og auðið er. Til þess að svo megi verða þurfum við nánast að tvöfalda innlenda orkuframleiðslu á næstu árum. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Svavar Halldórsson Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ef við Íslendingar ætlum að ná loftslagsmarkmiðum okkar er algerlega nauðsynlegt að flýta orkuskiptum eins og kostur er. En þótt við framleiðum mikið af grænni orku þá þurfum við að gera enn betur. Við flytjum enn inn olíu fyrir 100 milljarða króna á ári. Ef fyrirhuguð orkuskipti eiga að ganga eftir þurfum við að herða okkur í virkjun vindorku, jarðhita og fallvatna – að sjálfsögðu með almenn umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Meiri græna orku Orkuskiptin ein og sér kalla á 80% meiri framleiðslu grænnar orku. Verkin verða að tala. Innlendir umhverfisvænir orkugjafar eru á allan hátt betri fyrir umhverfið og efnahaginn, enda virðist samstaða meðal þjóðarinnar um að framtíð Íslands sé best borgið með áherslu á sjálfbærni, græna atvinnuuppbyggingu og nýsköpun. Fyrir liggur að fjöldi tækifæra er til að skapa ný og eftirsótt störf á Íslandi. Mörg þeirra áhugaverðu sprota- og nýsköpunarfyrirtækja sem sprottið hafa upp á síðustu árum treysta á græna orku. En til þess að þau megi dafna þarf að virkja orkuna. Umhverfisvæn atvinnuuppbygging Hreinleiki Íslands og græn orka á samkeppnishæfu verði, veita okkur mikið forskot í alþjóðlegri samkeppni og tækifæri til að auka enn verðmætasköpun og bæta lífskjör. Spurning er ekki hvort, heldur hvenær, allar samgöngur á Íslandi verða umhverfisvænar. Grænni tækni í samgöngum fleygir fram um allan heim. Við höfum séð byltingu í framboði á grænum valkostum þegar kemur að bifreiðum. Áður en við vitum af verður stór hluti nýrra skipa og flugvéla gerður fyrir umhverfisvæna orkugjafa. Þá verðum við að vera tilbúin með grænu orkuna. Orka og sjálfstæði þjóðarinnar Ef við ætlum að ná markmiðum okkar um græna framtíð og kolefnishlutleysi verðum við að herða okkur í framleiðslu umhverfisvænnar orku. Það liggur ljóst fyrir. En það eru ekki bara umhverfissjónarmiðin sem knýja á um að við beislum meira af grænni orku. Nýleg þróun alþjóðamála hefur sýnt okkur svart á hvítu að það er skynsamlegt að stefna á orkusjálfstæði Íslands eins hratt og auðið er. Til þess að svo megi verða þurfum við nánast að tvöfalda innlenda orkuframleiðslu á næstu árum. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun